Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 ÚTSAL A A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA LA ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA ALA Ú TSALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA SALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL ALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A ÚT SALA ÚTSAL A Ú SÚT Ú lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8, 108 Reykjavík • sími 534 2727 • netfang alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is Helgarsprengja 30-70% afsl. af völdum vörum Opnun er: 10 til 17 laugardag og 13 til 17 sunnudag ATH. eingöngu í Faxafeni 8, Reykjavík Vortiltekt hjá okkur Göngubuxur - Úlpur - Flís - Ull og margt fleira. Takmarkað magn. Ekki missa af þessu... „Við fögnum þessari úttekt því að þarna er fjársjóður sem við getum nýtt til áframhald- andi umbóta til framtíðar og jafnframt eru fjölmargar ábendingar sem við þurfum að fara yfir,“ segir Dagur B. Eggertsson, for- maður borgarráðs, um skýrslu úttekt- arnefndarinnar. Hann segir að skýrslan styrki og hvetji sig áfram í þeim verkefnum sem borgarstjórn hafi verið að sinna að und- anförnu. Starfið í borgarráði gengið vel Í skýrslunni er sett fram gagnrýni á það hvernig borgarstjórn sinnir eftirlitshlutverki sínu. Dagur segir að þar megi áreiðanlega gera betur og einnig hvernig eftirlitið er skráð. „Ég held að það megi finna að því að það sé ekki rekjanlegt hvernig eftirlitið á sér stað, fundargerðir séu of stuttar og svo framvegis,“ segir Dagur. Aðspurður um gagnrýni sem finna megi í skýrslunni um það hvernig hlutverk borgar- ráðs hafi þróast út í að vera vettvangur póli- tísks þrefs sem ætti frekar heima á fundum borgarstjórnar segir Dagur að það sé mats- atriði hvort svo sé. „Starfið í borgarráði hef- ur hins vegar gengið mjög vel á þessu kjör- tímabili. Mér þykir mjög vænt um það hrós sem að nefndin veitir borgarráði fyrir styrka fjármálastjórn og eftirlit með fjármálum á seinni hluta tímabilsins. Mér finnst það eitt af mikilvægari niðurstöðum skýrslunnar, en það er alveg rétt að borgarkerfið er pólitískt og það er því miður ákveðinn skylm- ingakúltúr sem hefur fylgt borgarmálunum lengi og ég vildi gjarnan vera án,“ segir Dag- ur. Hann bendir á að nefndin birti töflu í skýrslunni sem sýni lækkun miðlægs kostn- aðar. „Fólk hefur haft áhyggjur af því að kostnaður við stjórnsýsluna sé að hækka en þarna sést að hann hefur lækkað markvisst ár frá ári og ég er mjög stoltur af því.“ Dagur segist vera búinn að fara aðeins yfir skýrsluna, sem er 252 blaðsíður að lengd, en tekur fram að borgin og borgarráð sé aðeins að hefja sína umfjöllun um efni skýrslunnar. „Við munum hitta nefndina aftur þegar allir hafa fengið tækifæri til að fara yfir ábend- ingar nefndarinnar og ræða þær. Ég vonast til þess að við munum ná breiðri samstöðu um að fylgja þessari vinnu vel og faglega eft- ir til að ná því markmiði sem ég tel að við eigum öll sameiginlegt, að stjórnsýsla borg- arinnar verði til fyrirmyndar.“ „Fjársjóður sem við getum nýtt okkur“  Borgarráði hrósað fyrir styrka fjármálastjórn Morgunblaðið/Eggert Dagur B. Eggertsson „Mér þykir mjög vænt um það hrós sem nefndin veitir borgarráði fyrir styrka fjár- málastjórn og eftirlit með fjármálum á seinni hluta tímabilsins.“ „Þessi skýrsla sýnir að það má gera ýmislegt betur en gert er í dag, en það er líka bent á ýmislegt gott sem gert er á vettvangi Reykjavíkurborgar,“ segir Júlíus Vífill Ingv- arsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem segir margar ágætar ábendingar í skýrslunni um stjórnkerfi borgarinnar og hlutverk borgarfulltrúa. „Mér sýnist alveg ljóst að margt af þessu komi til með að vera gagnlegt og hjálpa okkur til að gera frekari breytingar.“ Borgarstjóri ekki sinnt hlutverki sínu Júlíus Vífill segir að umfjöllun um hlutverk borgarstjóra í skýrslunni veki athygli, og tek- ur undir þá gagnrýni í skýrslunni um að það sé talið valkvætt hvernig borgarstjórinn gegni hlutverkum sínum. Það sé ekki eðlilegt að borgarstjóri geti ákveðið að koma ekki að framkvæmdastjórn borgarinnar. „Ég held að það sjái allir við hvern er átt í þeim efnum. Núverandi borgarstjóri hefur ekki sinnt þessu hlutverki og það hefur haft ákveðnar afleiðingar sem farið er yfir í skýrslunni, meðal annars þær að sviðsstjórar sem heyra beint undir borgarstjóra leita til formanna ráða og annarra kjörinna fulltrúa eftir ráð- leggingum og stefnumörkun í stað þess að leita til borgarstjórans. Það gerist vegna þess að hin miðlæga stjórnsýsla er veik,“ segir Júlíus Vífill. Hann bendir á að í skýrslunni komi fram að tíðar breytingar á stjórnsýslu Reykjavík- ur, sem voru meðal annars á núverandi kjör- tímabili, hafi ekki skilað tilætluðum sparnaði sem stefnt var að en hafi valdið óöryggi í stjórnsýslunni og dregið úr forystuhlutverki miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkur gagnvart fagsviðunum. Júlíus Vífill segir að hann taki undir gagnrýni nefndarinnar á tíð borgar- stjóraskipti á síðasta kjörtímabili. Júlíus Vífill segir að hann sé ánægður með umfjöllun nefndarinnar um viðbrögð Reykja- víkur við bankahruninu. „Það er mjög gott að fá staðfestingu á því frá þeim að borgin brást hárrétt við og varði sig. Bent er á það að leit- að var samráðs og að borgarstjórnin stóð öll saman að þeirri aðgerðaráætlun sem var samþykkt. Þá var unnið með almennum starfsmönnum og þeir virkjaðir til að koma með hugmyndir sem gætu bætt starfsemi og þjónustu borgarinnar og mætt þessum óvæntu áföllum í kjölfar bankahrunsins. Skýrslan sýnir að þetta verklag árið 2008 skilaði góðum árangri.“ „Sýnir að gera má ýmislegt betur“  Verklagið eftir hrunið skilaði góðum árangri Morgunblaðið/hag Júlíus Vífill Ingvarsson „Mér sýnist alveg ljóst að margt af þessu komi til með að vera mjög gagnlegt og hjálpa okkur til að gera frekari breytingar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.