Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 ✝ Ingólfur Júlíus-son fæddist á Akureyri 4. maí ár- ið 1970. Hann lést í Reykjavík 22. apríl 2013. Foreldrar hans eru Júlíus J. Daní- elsson, fyrrverandi ritstjóri Búnaðar- blaðsins Freys, f. 6. janúar 1925 og Þuríður Árnadóttir íþróttakennari, f. 23. júlí 1933. Systkin Ingólfs eru Árni Daníel, sagnfræðingur, f. 31. júlí 1959 og Anna Guðrún, kennari, f. 20. júní 1961. Árni Daníel er kvænt- ur Birnu Gunnarsdóttur, f. 12. mars 1965 og eiga þau einn son, Pétur Xiaofeng, f. 24. apríl 2007. Börn Árna Daníels af fyrra hjónabandi eru Ari Júlíus, f. 15. september 1990 og María, f. 15. mars 1992. Anna Guðrún er gift Viðari Hreinssyni bók- menntafræðingi, f. 3. nóvember 1956. Börn þeirra eru Egill, f. 23 september 1984, Auður, f. 8. maí 1987, Bjarki Hreinn, f. 4. apríl 1993 og Gunnhildur, f. 6. desem- ber 1994. Sambýlismaður Auðar er Hrafn Fritzson, f. 24. sept- ember 1984 og sonur þeirra er Þorri, f. 25. janúar 2010. Hálf- systir Ingólfs samfeðra var Guð- björg Júlíusdóttir, f. 13.9. 1950, Garðshorni í Svarfaðardal til sex ára aldurs, þegar fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Hann stundaði nám í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti en var sjálfmenntaður á mörgum svið- um tölvuvinnslu og ljósmynd- unar. Ingólfur starfaði við um- brot, fréttamennsku og ljósmyndun, sjálfstætt og við flesta stærri fjölmiðla á Íslandi frá árinu 1996. Fyrst sem um- brotsmaður á prentmiðlum og tökumaður fréttamynda í sjón- varpi. Ljósmyndun varð um síð- ir meginstarf hans. Síðustu árin var hann ljósmyndari Reuters- fréttastofunnar á Íslandi. Myndir Ingólfs hafa farið um víða veröld og hlotið margar viðurkenningar, til dæmis var ein mynda hans meðal frétta- mynda ársins hjá Reuters árið 2010 og árið 2011 var mynd hans talin með óvæntustu mynd- um ársins hjá Time Magazine. Hann hélt ljósmyndasýningar og tók þátt í samsýningum. Ing- ólfur var gítarleikari í hljóm- sveitinni Q4U, fékkst við mynd- bandagerð, útskurð, fjallamennsku og margt fleira. Árið 2011 tók hann myndir í bókina Ekki lita útfyrir með texta eftir Evu Hauksdóttur. Hann var virkur í víkingafélag- inu Einherjum og átti gott safn af miðaldavopnum og verjum. Útför Ingólfs verður í dag, 4. maí 2013, í Silfurbergi í tónlist- arhúsinu Hörpu kl. 13. d. 11.1. 2003, hún var gift Einari Bogasyni, f. 19.10. 1941, d. 4.1. 2006. Börn þeirra eru Alex Bogason, f. 29. maí 1980, sambýlis- kona hans er Betsý Ceaves, f. 1. febr- úar 1982. Bogi Ein- arsson, f. 4. nóv- ember 1981, eiginkona hans er Elisabeth Einarsson, f. 16. maí 1980, dóttir þeirra er Freja Bogadóttir, f. 2. apríl 2013. Lára, f. 2. júlí 1991. Sambýlis- maður hennar er Robin Fjun Sjöstrand, f. 1. maí 1990. Ingólfur kvæntist 19. maí 2001 Monicu Haug, verslunar- stjóra, f. 19. júní 1970. For- eldrar hennar eru Svein Martin Haug, verkfræðingur, f. 22. jan- úar 1939 og Berit Haug, einka- ritari, f. 30. mars 1938. Systir hennar er Kristine Themsen, gullsmiður, f. 28. mars 1969, gift Bjarne Themsen, rafvirkja, f. 27. desember 1964. Þau eru bú- sett í Noregi og eiga einn son, Jon Frede, f. 26. febrúar 2002. Dætur Ingólfs og Monicu eru Hrafnhildur Sif, f. 3. september 2001 og Sara Lilja, f. 3. júní 2003. Ingólfur ólst upp í Syðra- Elskulegur frændi okkar Ing- ólfur er fallinn frá, langt um aldur fram. Gógó, móðir Ingólfs og móðursystir okkar, er ein átta glaðværra og samrýndra systkina sem voru alin upp í Sogamýri. En í æsku var Rauðagerði 32 fasti punkturinn í tilveru okkar, þar kom stór- fjölskyldan saman og þar var oft glatt á hjalla. Ingólfur var skírður í höfuðið á móðurbróður okkar og var mjög kært með þeim frændum. Elsku rauðhærði hárprúði frændi okkar var mikill ljúfling- ur sem hafði áhuga á mótorhjól- um og bílum. Við munum þá nafna í skúrnum í Rauðagerði eitthvað að bralla, þar var nefnilega hægt að blása lífi í hluti sem aðrir höfðu dæmt ónýta og koma þeim í umferð á ný. Ingólfur var alltaf að gera góð kaup á ýmiss konar far- artækjum, í misjöfnu ásigkomu- lagi. Eftirminnilegt er þegar hann kom akandi á svakalega flottum „Van-bíl“, sannkölluðum partíbíl, klæddum rauðu plussi í hólf og gólf. Seinna urðu áhuga- málin fjölbreyttari. Hann var frábær ljósmyndari, tónlistar- maður og víkingur. Frændur hans, Árni og Hörð- ur Hafliði, minnast þess þegar þeir hittu Ingólf á skemmtistöð- um bæjarins og hann tók þá hvorn undir sinn arminn og rak þeim hvolpunum rembingskoss um leið og hann lagði þeim lífs- reglurnar. Okkur þótti óskaplega vænt um Ingólf sem sýndi frændfólki sínu mikla ræktarsemi, hann kunni að meta góðar veislur og alltaf var hann glaður að hitta okkur. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir) Í veikindum sínum sýndi Ing- ólfur ótrúlegt æðruleysi studdur af Monicu og dætrunum Hrafn- hildi Sif og Söru Lilju. Hugur okkar er hjá þeim, einnig hugs- um við til Gógóar, yndislegrar frænku okkar, sem glímir nú við alzheimer-sjúkdóminn, og Júl- íusar sem sjá á eftir drengnum sínum. Með söknuði, hlýhug og þakklæti, Auður, Guðrún og Kristjana. Ég ætla með þessum stuttu kveðjuorðum að minnast frænda míns sem féll fyrir ill- vígum sjúkdómi langt fyrir ald- ur fram eftir stutta en hetjulega baráttu. Sjúkdómi þessum tók hann af miklu æðruleysi eins og honum var líkast. Ég minnist Ingólfs ekki öðruvísi en sem glaðlynds og jákvæðs einstak- lings sem aldrei lagði neitt illt til annarra. Lundarfar hans ein- kenndist af barnslegri einlægni og glaðlegri framkomu við aðra. Þetta voru þeir eiginleikar sem hann fékk í vöggugjöf og mót- uðust á bernskuárum hans í Syðra-Garðshorni í skjóli fal- legra fjalla norður í Svarfaðar- dal hinum fagra sem forfeður okkur Ingólfs byggðu. Hann var vænn við menn og málleysingja, eins og sagði í einum dægur- lagatexta Stuðmanna. Ingólfur var einstaklingur sem auðgaði tilveruna með einlægni sinni og glaðværð. Þó að Ingólfur hafi ekki verið langskólagenginn var honum margt til lista lagt og hann bjargaði sér með hug- myndaauðgi sinni og jákvæðni og tók sér margt fyrir hendur sem sjálfmenntaður margmiðl- unarmaður. Hann tók hinar feg- urstu myndir af hinu daglega lífi og atburðum sem fréttaefni sem blaðaljósmyndari. Ingólfur var meðlimur í víkingafélagi þar sem meðlimir þess hittust reglulega og æfðu bardaga- íþróttir að fornmannasið og neyttu þar á eftir matar og drykkjar að hætti þessara sömu fornmanna. Ingólfur var sann- kallaður víkingur og hefði hann verið uppi á tímum þjóðveldsins hefði hann án efa verið einn af köppunum sem getið er um í Ís- lendingasögunum. Til að líkjast íslenskum víkingi sem mest hafði hann safnað síðu og mynd- arlegu skeggi og látið sitt fag- urrauða hár vaxa langt niður á bak. Auk þessa var hann orðinn þrekvaxinn að hætti fornra vík- inga. Ingólfur leit því allvíga- lega út svona og allt þar til að hin illvígu veikindi gerðu vart við sig. Án efa hefur þetta víga- lega útlit hans verið ógnvekj- andi fyrir marga, en það var ekkert að óttast, undir vígalegu útliti Ingólfs bjó gull af manni sem aldrei gerði flugu mein og vildi öllum vel. Þegar veikindin gerðu vart við sig hjá Ingólfi síðastliðið haust tók hann þeim af því æðruleysi og jákvæðni sem ætíð var hans aðalsmerki. Hann var staðráðinn í að sigrast á sjúkdómnum. Það var því aumt að sjá Ingólf lúta í lægra haldi fyrir þessum illvíga sjúk- dómi, þar sem hann hafði staðið sig svo hetjulega í baráttunni við hann. Útför hans fer fram í dag, á 43. afmælisdegi hans. Kæra Monica og dætur, ég votta ykkur dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum vegna frá- falls Ingólfs ykkar. Auk þess votta ég foreldrum hans, Júlíusi móðurbróður mínum og Þuríði konu hans, og systkinum, þeim Árna Daníel og Önnu Guðrúnu, og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Ég þakka þér fyrir að vera þessi góði og glaðlyndi frændi sem þú ætíð varst, kæri Ingólfur. Þinn frændi, Örn Jónasson og fjölskylda, Mosfellsbæ. Elsku besti Ingólfur frændi. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég man svo vel þegar mamma hringdi í mig til Danmerkur og sagði mér að þú værir með hvít- blæði. Ég hugsaði bara að þetta væri eitthvað sem þú myndir hrista af þér á no-time, enda sannur víkingur. Aldrei hefði mér dottið í hug að sex mán- uðum síðar myndi ég horfa á þig fara. Sársaukinn í hjarta mínu er óraunverulegur, og svo hrikalega mikill. Þú áttir ekki skilið að fá þennan sjúkdóm. Þú, þessi yndislega, frábæra, hjartahlýja, hjálpsama, fallega og góða manneskja. Ingólfur, ég veit að ég tala fyrir marga þegar ég segi að aðeins góð orð komi upp í hug- ann þegar til þín er hugsað. Minningarnar um þig sem eftir lifa eru svo góðar. Ég man þegar þú bjóst fyrir ofan okkur á Ásvallagötunni og ég kom reglulega, kannski að- eins of oft, upp til ykkar og hafði það huggulegt með ykkur. Með Ingólfi, uppáhaldsfrænda mínum. Ég man þegar þú fékkst Bjarka til að leika í tón- listarmyndbandi fyrir færeyska hljómsveit. Ég var lítil og af- brýðisöm og langaði svo ofboðs- lega mikið að vera með. Auðvit- að reddaðir þú því, og hlóst svo alltaf að því hvað ég var fyndin í myndbandinu, minntir mig reglulega á það mörgum árum seinna. Ég sakna þess svo að greiða á þér rauða, síða og flókna vík- ingahárið, setja það í fléttu og horfa á hversu ánægður þú varst. Lofaðir mér því að þú myndir setja það í fléttu á hverju kvöldi svo það yrði ekki svona flókið aftur, en svo var ég komin aftur viku seinna að greiða jafnmikinn flóka. Ég mun sakna þess að geta kíkt út á skrifstofu til þín og skoðað allt nýja víkingadótið þitt, prófað öll skrýtnu höfuðföt- in, haldið á flotta sverðinu þínu eða séð nýjustu ljósmyndir. Mest af öllu mun ég þó sakna yfirgnæfandi hláturs þíns, sem ég veit að allir munu muna eft- ir. Hvíldu í friði, elsku frændi. Gunnhildur Viðarsdóttir. Það var einu sinni frábær maður. Frábær sonur, bróðir, pabbi, frændi og vinur. Hann var með risastórt og fallegt hjarta. Hann var með ótrúlega mikið rautt hár, stundum þunga exi á lofti, kutann í slíðri. Myndavélina um hálsinn, gítar- inn í gangi. Út um allt og alls- staðar. Stór og mikill, með stórt og mikið hjarta og dásamlegt faðmlag sem hann var örlátur á, eins og svo margt annað. Ingó frændi. Hann var stórt og mikið af öllu sem okkur þykir gott að hafa í lífinu. Listamaður og lífs- ins kúnstner – allt var leyfilegt og allt hægt hjá honum. Allir jafnir. Allir yndislegir og fal- legir, elskuverðir. Hann færði okkur þetta allt og þannig mun- um við hann. Nærvera hans, glettni, hjartahlýja og snilli gerði okkur öll betri. Við leið- arlok er ég svo þakklát fyrir Ingó í fortíð, en ekki síst fram- tíð. Minning hans mun fylgja okkur um ókomin ár. Við vottum Monicu, Hrafn- hildi og Söru, stórfjölskyldunni allri sem og vinum okkar inni- legustu samúð. Kristín (Kitta), Rúnar, Bjarni Ívar, Ísold Kristín og Gísli Dan. Ingólfur Júlíusson  Fleiri minningargreinar um Ingólf Júlíusson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ERLA EGGERTS ODDSDÓTTIR, Holtateig 44, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 30. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30. Sveinn Heiðar Jónsson, Ragnheiður Sveinsdóttir, Hrafn Þórðarson, Fríða Björk Sveinsdóttir, Jóhann Ómarsson, Lovísa Sveinsdóttir, Heiðar Jónsson, Erlingur Heiðar Sveinsson, Rósa Björg Gísladóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FJÓLA ARADÓTTIR, áður til heimilis Fossi á Síðu, lést á Hjúkrunarheimili Austur-Skaftafells- sýslu fimmtudaginn 2. maí. Kjartan Jónsson, Lovísa Eymundsdóttir, Eiríkur Jónsson, Birna Aðalsteinsdóttir, Ari Jónsson, Ólafía I. Gísladóttir, Ómar Jónsson, Ingibjörg Atladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og bróðir, KARL KETILL ARASON, áður Akri, Innri-Njarðvík, sem lést föstudaginn 26. apríl, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 13.00. Hlöðver Reyr, Sandra Sveinsdóttir, Þorsteinn Karlsson, Emebet Dibiwak, Ásgerður Hrönn Karlsdóttir, Matthew Doe, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, CAPT. ROBERT JOEL SEIFERT, 185 Commodore Drive, Norfolk, VA, Bandaríkjunum, lést í Norfolk mánudaginn 29. apríl. Bálför hefur farið fram. Jarðsett verður í Arlington kirkjugarði í Washington. Sesselja Siggeirsdóttir Seifert, Kristinn Seifert, Kim Seifert, Alexandra og Collin. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HREFNA SIGMUNDSDÓTTIR, Sundlaugavegi 7, Reykjavík, lést þriðjudaginn 16. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Páll Karlsson, Elva Önundardóttir, Guðmundur Dýri Karlsson, Magnea Þuríður Ingvarsdóttir, Sigrún Sif Karlsdóttir, Már Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SÓLBORG EGGERTSDÓTTIR, Bogatúni 13, Hellu, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi mánudaginn 29. apríl, verður jarðsungin frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 11. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eggert Valur Guðmundsson, Eygló Har, Sigurður Bjarni Guðmundsson, Jaroon Nuamnui, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS GUÐMUNDSSON bóndi á Uxahrygg á Rangárvöllum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 1. maí. Útför verður auglýst síðar. Hólmfríður Magnúsdóttir, Þóra Elísabet Magnúsdóttir, Oddsteinn Almar Magnússon, Kolbrún Hauksdóttir, Garðar Guðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.