Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Varastu að gera nokkuð sem getur
sett blett á starfsheiður þinn. Reyndu að
ganga frá skuldum og reikningum og mál-
efnum sem tengjast sameiginlegum eign-
um.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú er lag til þess að staldra við og
athuga stöðu mála. Finndu tíma til þess að
gera upp við þig hvað þig langar til að gera
í framtíðinni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt þú hafir í mörg horn að líta
máttu ekki gleyma vinum þínum. Taktu upp
símtólið og boðaðu til þín nokkra vini.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú átt ekki að reka á eftir málum,
nema þú sért tilbúin/n til að hlusta á lyktir
þeirra. Láttu annað liggja á milli hluta að
sinni. Einhver hælir þér þessi ósköp.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Valkostir virðast eins og skyldur í dag.
Þú ættir að huga að mataræðinu, kannski
liggur skýringin á slappleika þínum þar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt í innri baráttu og veist varla í
hvorn fótinn þú átt að stíga. Vertu viss um
að gera greinarmun á sjálfum þér og því
sem þú fæst við.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gerðu upp við þig hvað þú vilt fá út úr
tilteknu sambandi. Skilgreindu hvað þú vilt
og hvað ekki. Þú kynnist manneskju fljót-
lega sem á eftir að hafa mikil áhrif á þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vinnufélagar sem þú hefur
lengi unnið með halda þér á jörðinni. Dag-
urinn mun bjóða þér ýmsa raunsæja mögu-
leika.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver varpar skugga á
drauma þína um meiri menntun, útgáfu
verka þinna eða ferðalög. Gerðu það sem til
þarf og ræddu svo við fjölskylduna um þau
vandamál sem þarf að leysa.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Taktu ekki þátt í þrætumálum af
neinu tagi og láttu aðra um að finna lausn
á sínum málum. Mundu bara að allir hafa
sinn djöful að draga.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gefðu þér tíma til að leysa málin
áður en þau vaxa þér yfir höfuð. Ef enginn
getur hlaupið undir bagga með þér verður
þú að gefa einhver verk upp á bátinn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er hollt að staldra við og gera
sér grein fyrir því af hverju maður gerir
þennan hlutinn eða hinn og af hverju endi-
lega svona. Kláraðu verkefni sem eru fyr-
irliggjandi.
Karlinn á Laugaveginum varánægður með úrslit kosning-
anna, – nú yrði bjart framundan:
Vor uppgrip stafa af auði í sjó og orku
nægri;
skattar yrðu allir lægri
ef við fengjum stjórn til hægri.
En eitthvað var hann ósáttur við
kerlinguna á Skólavörðuholtinu,
það fann ég, enda kom það á daginn:
Er mín kerling á kjördegi vaknar
hún kaupfélagsins síns saknar
hún er ættuð úr Kjós
ef hún fer út í fjós
Framsóknarþráðurinn raknar.
Sumarþingið 1901 lagði fjár-
laganefnd til að bætt skyldi inn í
fjárlagafrumvarpið tveim nýjum
liðum: 500 krónum til Þorsteins
skálds Erlingssonar og 800 krónum
til séra Valdimars Briem:
Þau hafa tvímennt langa leið,
laglega klofið strauminn;
Biblía gamla að baki reið
Belíal hélt í tauminn.
Alþingisrímur (1899-1901) eru í
Barnafelli taldar einar af þrem best
kveðnu rímum á Íslandi ásamt
Skíðarímu og Odds rímum sterka.
Talið er að þær séu eftir Valdimar
Ásmundsson ritstjóra og Guðmund
Guðmundsson skólaskáld.
Út við grænan Austurvöll
sem angar lengi á vorin
stendur væn og vegleg höll,
vonin mænir þangað öll.
Um þessa vísu skrifar Ingólfur
Davíðsson í Tímann 7. okt. 1987:
Svo stendur í Alþingisrímum árið
1902. Höllin er Alþingishúsið, reist
á árunum 1880-1881. Það var eng-
inn bjarkar- eða blómailmur á Aust-
urvelli í þá daga, nei anganin var
fnykur af búfjáráburði og saur. Þá
lyktði vel af vellinum þegar Björn
Jónsson ráðherra o.fl. sveifluðu þar
ljánum. Nú er þar blóma- og trjá-
garður. Skjólgott er orðið á Aust-
urvelli, því að háar byggingar lykja
um hann.
Orðaskiptum er þannig lýst:
Þar er stríðið þunga háð,
þar eru skörungarnir,
þar sjá lýðir þor og dáð,
þar fæst tíðum biti af náð.
Brandar gjalla góma þar,
glymja og ymja salir,
ræður snjallar, stórorðar
stökkva af palli mælskunnar…
Mansöngur fyrstu rímu byrjar
svo:
Dísin óðar, himins Hlín,
hell mér glóð í blóðið;
eg í ljóðum leita þín,
líttu, góða, í náð til mín.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þá lyktaði vel af Austurvelli
Í klípu
„VIÐ LENTUM Í SMÁ VESENI MEÐ EINA
LYFTUNA. ÉG ÞARF EIGINLEGA AÐ
SPYRJA HVORT ÞÚ VILJIR SAMT AÐ VIÐ
SKIPTUM UM HLJÓÐKÚT?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SÝNDU MÉR ÞAÐ ÓDÝRASTA SEM
ÞÚ ÁTT. ÉG NEYÐI MIG SVO TIL AÐ
FINNAST ÞAÐ FLOTT.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera brúðarmey
í brúðkaupi bestu
vinkonu þinnar.
ÁI!
ÁTS!
ÚFF!
HEITT!
ÉG FANN EKKI
KARTÖFLUSTAPPARANN.
HALLÓ,
SEXÍ!
HA?! Ó,
FYRIRGEFÐU!
VITLAUST NÚMER, ÞETTA
VAR BEGGI SLÁTRARI.
ÞÚ EYÐILAGÐIR
BEIKON-SAM-
BÖND OKKAR!
VEGGFÓÐUR
Íslenskur handknattleikur er ein-staklega spennandi um þessar
mundir, jafnt í kvenna- sem karlabolt-
anum. Fram og Haukar keppa um Ís-
landsmeistaratitilinn í karlaflokki og
Fram og Stjarnan í kvennaflokki.
Karlarnir í Fram unnu sinn annan
leik í tvíframlengdum æsispennandi
leik í vikunni. Þegar þetta er skrifað
var leik kvennaliðs Stjörnunnar og
Fram ekki lokið og því ekki ljóst hvort
Stjarnan hafi náð að hampa Íslands-
meistaratitli eður ei. En leikur Hauka
og Fram fer fram í dag klukkan þrjú.
x x x
Það er samt einkennilegt aðkvennalið Stjörnunnar sem
keppir til úrslita um Íslandsmeistara-
titil sé í raun lið sem átti að leggja
niður árið 2011. Tíu af leikmönnunum
sem keppa með Stjörnunni, voru í lið-
inu sem hóf keppni á
Íslandsmeistaramótinu í lok sept-
ember 2011, aðeins mánuði eftir að
þáverandi stjórn handknattleiks-
deildar Stjörnunnar hafði ákveðið að
draga liðið úr keppni á Íslandsmótinu
og leggja það niður.
x x x
Rökin fyrir því að leggja átti liðiðniður á sínum tíma voru m.a. þau
að kvennaliðið var talið þyngra á fóðr-
um en karlaliðið og þá var ákveðið að
slá það af. Eftir að ný stjórn tók við
Stjörnunni var það hennar fyrsta
verk að endurskoða þá ákvörðun um
að leggja niður kvennaliðið, sem hef-
ur greinilega ekki verið óvitlaus því
Stjarnan gæti verið hársbreidd frá
því að færa félaginu áttunda
Íslandsmeistaratitilinn í handknatt-
leik kvenna.
x x x
Erfitt er að gera upp á milli leik-mannanna í liðunum en margar
eldri kempur í kvennaliði Stjörn-
unnar hafa skilað prýðisgóðum leik.
Þá hefur markvarslan verið alveg ein-
staklega góð síðustu leiki. Það var
samt eiginlega hrein unun að horfa á
æsispennandi tvíframlengdan leik
Haukamanna og Framara. Rúv á
hrós skilið að sýna hann beint á úr-
valstíma, strax eftir fréttir. Baráttan
sem Framarar sýndu var einstök en
þeir létu dómgæslu leiksins ekki hafa
áhrif á sig ólíkt Haukum.
víkverji@mbl.is
Víkverji
En nú varir trú, von og kærleikur,
þetta þrennt, en þeirra er kærleikur-
inn mestur. (Fyrra Korintubréf 13:13)
Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900
Funahöfða 1
110 Reykjavík
Sími: 567-4840
ERTUMEÐKAUPANDA?Skjalafrágangur
frá kr. 15.080
Seljum allskonar bíla,
langar þig í einn?
Skráðu þinn frítt!
Okkur finnst gaman
að selja bíla,
viltu selja þinn?
SÖLULAUN frá kr. 39.90
0