Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 12
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Mál ákæruvaldsins gegn sjö karl-
mönnum, sem ákærðir eru fyrir að-
ild að innflutningi á miklu magni af
amfetamíni, var tekið fyrir í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Málið er eitt það stærsta sinnar
tegundar um margra mánaða skeið.
Tollvörður var hnepptur í gæslu-
varðhald um tíma vegna málsins en
var á endanum ekki ákærður.
Fimm sakborninga eru Íslend-
ingar en tveir Litháar. Þrír Íslend-
inganna sem ákærðir eru sem að-
almenn játuðu sök að hluta en
neituðu að hafa skipulagt smyglið.
Litháarnir tveir neituðu alfarið
sök. Tveir ungir menn, fæddir 1989
og 1990, játuðu sök en þeir voru
ákærðir fyrir aðild að hluta máls-
ins.
Tugir kílóa af amfetamíni
Rannsókn málsins hófst 21. jan-
úar þegar lögregla lagði hald á
rúmlega 19 kíló af amfetamíni og
þremur dögum síðar 1.710 ml af
amfetamínbasavökva. Fíkniefnin
fundust með hjálp fíkniefnaleitar-
hunda við leit tollgæslu í póstmið-
stöðinni á póstsendingum sem bor-
ist höfðu til landsins frá
Danmörku.
Alls voru tíu handteknir meðan á
rannsókn stóð en ákæra var á end-
anum gefin út á hendur sjö mönn-
um hinn 18. apríl. Hún var þingfest
í gærmorgun. Greinargerðir verða
lagðar fram í málinu föstudaginn
24. maí en aðalmeðferð verður að
óbreyttu dagana 30.-31. maí.
Fimm af sakborningunum sitja í
gæsluvarðhaldi vegna málsins að
minnsta kosti þar til dómur fellur í
héraðsdómi.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sakborningar Alls eru sjö karlmenn ákærðir fyrir aðild að fíkniefnamálinu. Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær og tveir játuðu sök, þrír játuðu sök að hluta en tveir sakborningar neituðu alfarið sök.
Sjö ákærðir fyrir smygl
Eitt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp lengi
Alls voru tíu handteknir meðan rannsókn stóð yfir
Í lögreglufylgd Sakborningar komu fyrir dóminn í lögreglufylgd.
Ólíklegt er að aðalmeðferð hefjist
fyrr en í haust í máli Páls Heimis-
sonar, sem gert er að sök að hafa
dregið sér 19,4 milljónir króna af
kreditkorti á kennitölu Sjálfstæðis-
flokksins. Þetta kom fram við fyrir-
töku málsins í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gærmorgun.
Páll var kærður árið 2011 þegar
grunsemdir um misferli vöknuðu.
Hann hvarf þá sporlaust í New York
og var utanríkisráðuneytið fengið til
aðstoðar við að hafa uppi á honum.
Sérstakur saksóknari gaf út ákæru
á hendur Páli fyrir umboðssvik þann
18. desember í fyrra en nokkur tími
leið áður en ákæran var birt honum,
þar sem Páll er búsettur í Rúmeníu.
Hann neitar sök í málinu.
Kemst ekki til landsins strax
Við fyrirtöku málsins í gær kom
fram í máli verjanda Páls að hann
ætti erfitt með að koma til landsins
fyrr en í fyrsta lagi í lok júní. Dómari
sagði það ekki koma að sök þar sem
úr því sem komið væri væri afar ólík-
legt að málið kæmist á dagskrá fyrr
en með haustinu, vegna anna í dóm-
stólnum í vor.
Verjandi Páls skoraði í gærmorgun
á ákæruvaldið að leggja fram reikn-
ingsyfirlit um VISA-greiðslukort sem
Páll hafði til afnota árin 2008-2010.
Fulltrúi sérstaks saksóknara sagðist
ekki hafa yfirlitið undir höndum og
var gefinn viku frestur, til 10. apríl, til
að taka afstöðu til kröfunnar.
Páll starfaði sem ritari íhaldshóps
Norðurlandaráðs og var ekki starfs-
maður Sjálfstæðisflokksins en hafði
þó starfsaðstöðu í Valhöll, höf-
uðstöðvum flokksins í Reykjavík. Páll
er sakaður um að hafa notað kred-
itkortið í 321 skipti fyrir um 19 millj-
ónir króna á árunum 2009-2011. Tók
hann sjaldnast minna út úr hrað-
bönkum en 100 þúsund krónur í einu,
en hæsta einstaka færslan á kortinu
nam 510 þúsund krónum. Sjálfstæð-
isflokkurinn gerir þá kröfu að Páll
verði dæmdur til að endurgreiða 19
milljónirnar auk vaxta. una@mbl.is
Fjárdráttarmáli líklega
frestað til haustsins
Málaskrá Veggur þakinn málaskrá í húsi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Stærst
i
skemmt
istaður
í heimi!
Ofurhraði
ofureinfalt
ofurgott verð!
Verð 1.690 kr. á mánuði í 12 mánuði í gegnum Borgun auk 325 kr. greiðsludreifingargjalds.
Þjónustusamningur í áskrift hjá Nova er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is.
Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift, skv. þeirri leið sem er valin, en í frelsi 1 GB.
Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri
Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter
d
a
g
u
r
&
s
t
e
in
i
4G box
1.690 kr. /mán. í 12 mán.
með þjónustusamningi í áskrift.
Fullt verð í áskrift og frelsi: 2.190 kr. /mán. í 12 mán.
Netþjónusta fyrir heimili og vinnustaði.
Þú stingur bara í samband!
Fyrsti mánuðurinn á 0 kr.!
4G netþjónusta
15 GB
3.990 kr.
50 GB
4.990 kr.
100 GB
5.990 kr.
3 X meiri
hraði
en ADSL!