Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Tveir valinkunnir vinstri menngeystust fram á ritvöllinn í
gær í örvæntingarfullri tilraun til
að reyna að tryggja farsæla
stjórnarmyndun. Báðir eru þessir
menn þekktir fyrir að leggja aldrei
nema gott til málanna og aldrei
dytti þeim í hug að reyna með
ósannindum að hafa óeðlileg áhrif á
gang mála. Og ekki láta þeir sér
heldur detta í hug að tala niður til
þeirra sem þeir tala til.
Össur Skarp-héðinsson er
vitaskuld gegnheill
þegar hann af lítil-
læti sínu útskýrir
fyrir formanni
Framsóknarflokks-
ins hvers konar
flokkur Sjálfstæðis-
flokkurinn er.
Björn ValurGíslason er
sem kunnugt er
ekki síður vandaður
en Össur og tilboð hans til for-
manns Framsóknarflokksins er
ámóta sannfærandi og annað sem
hann hefur haft fram að færa síð-
ustu fjögur árin.
Forysta stjórnarflokkanna hlýt-ur að vera ánægð með að geta
sent slík valmenni fram á ritvöllinn
til að koma skilaboðum sínum áleið-
is til forystu Framsóknarflokksins
og landsmanna allra.
Þegar slíkir menn tala hljóta alliraðrir að þagna og hlusta.
Engum gæti dottið í hug að Öss-ur og Björn Valur hafi nokkuð
annað í huga en að koma góðu til
leiðar og stuðla að því að hér verði
sem allra fyrst hægt að mynda
starfhæfa og sterka ríkisstjórn í
samræmi við niðurstöðu kosning-
anna.
Björn Valur
Gíslason
Ætíð ráðagóðir og
vel meinandi
STAKSTEINAR
Össur
Skarphéðinsson
Veður víða um heim 3.5., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 3 súld
Akureyri 7 alskýjað
Kirkjubæjarkl. -5 léttskýjað
Vestmannaeyjar -15 skýstrókar
Nuuk -3 skýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 7 skýjað
Kaupmannahöfn 12 heiðskírt
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 13 skýjað
Glasgow 11 skúrir
London 20 heiðskírt
París 17 skýjað
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 17 heiðskírt
Berlín 17 heiðskírt
Vín 17 skýjað
Moskva 16 heiðskírt
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 18 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 25 heiðskírt
Winnipeg 2 léttskýjað
Montreal 17 heiðskírt
New York 13 heiðskírt
Chicago 6 alskýjað
Orlando 23 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:48 22:02
ÍSAFJÖRÐUR 4:36 22:24
SIGLUFJÖRÐUR 4:18 22:08
DJÚPIVOGUR 4:14 21:35
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins (SE), vísar alfar-
ið á bug gagnrýni Ögmundar Jón-
assonar innanríkisráðherra á SE,
sem greint var frá í blaðinu í gær,
vegna útboðs á flugrútunni. Þar
sagði Ögmundur m.a. að SE legði
stein í götu þess að samfélag á Suð-
urnesjum samþætti almennings-
samgöngur á svæðinu. „Vegna þessa
er rétt að árétta að áform Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum eru
ekki þau að samþætta flutninga frá
Leifsstöð til höfuðborgarsvæðisins
við leiðarkerfi
sveitarfélaganna.
Einungis er ætl-
unin að koma á
einokun á leiðinni
og tryggja sveit-
arfélögunum
tekjur af flutn-
ingunum, sem
a.m.k. eiga að
nema um þriðj-
ungi hvers far-
miða. Áformin ganga því ekki út á að
tryggja íbúum á svæðinu almenn-
ingssamgöngur á þessari leið. Þvert
á móti ganga þau gegn hagsmunum
farþega þar sem fargjöld munu
hækka, auk þess sem gera má ráð
fyrir að draga muni úr þjónustu.
Hvort tveggja mun leiða til þess að
rútan verður ekki eins eftirsókn-
arverður valkostur,“ segir Páll.
Í blaðinu í gær tók Ögmundur
ákvörðun SE um að sekta Bænda-
samtökin árið 2009 sem dæmi um
furðuleg vinnubrögð stofnunar-
innar. „Rétt er að rifja upp að í
þessu tiltekna máli höfðu fyrirtæki í
kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu
misnotað þann lögmæta vettvang
sem Bændasamtökin hafa, í því
skyni að hækka verð til neytenda á
vörum sem samkeppni á að ríkja
um. Það sætir furðu að ráðherrann
skuli enn vera að amast við því að
Samkeppniseftirlitið hafi verndað
hagsmuni neytenda að þessu leyti,
löngu eftir að áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála staðfesti brotin og
Bændasamtökin ákváðu að una
þeim úrskurði,“ segir Páll enn-
fremur. bjb@mbl.is »23
Vísar gagnrýni ráðherra alfarið á bug
Páll Gunnar
Pálsson
INTERNATIONAL BUSINESS ACADEMY
ERHVERVSAKADEMI KOLDING
Skam l i n g v e j e n 3 2 · K o l d i n g · t e l . 7 2 2 4 1 8 0 0 · i b a@ i b a . d k · i b a . d k · f a c e b o o k . c om / I n t e r n a t i o n a l B u s i n e s sA c a d emy
MARKETING MANAGEMENT
FINANCIAL MANAGEMENT
PROFESSIONAL BACHELOR IN
INTERNATIONAL SALES &
MARKETING
Lánshæf nám hjá LÍN
Engin skólagjöld
Kennsla fer fram á ensku
Staðsetning: Kolding, DK
Önnin byrjar 28. ágúst 2013
KYNNINGARFUNDUR · 15. MAÍ · KL. 16:30
RADSION BLU HÓTEL SAGA
MULTIMEDIA DESIGN
ENTREPRENEURSHIP AND
DESIGN MANAGEMENT
(E-Designer)