Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skattar eru ofháir á Ís-landi. Þetta er staðhæfing sem ekki er mjög um- deild því að ríflega fjórir af hverjum fimm sem spurðir voru nýlega í skoðanakönnun Capacent Gallup lýstu þessari skoðun. Tæpur helmingur sagði að skattarnir væru ekki aðeins „of háir“ heldur „allt of háir“. Hjá stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins var þetta mest afgerandi, 98% töldu skattana of háa, en framsóknarmenn voru ekki langt undan; 92% þeirra telja skatta of háa. Af- staðan er síður afgerandi þeg- ar horft er til stuðningsmanna Samfylkingar og Bjartrar framtíðar, en engu að síður er meirihluti stuðningsmannanna þeirrar skoðunar að skattar séu of háir. Af stuðnings- mönnum VG telur helmingur skattana hæfilega en aðeins 40% að þeir séu of háir. Þessi afstaða stuðnings- manna flokkanna er í ágætu samræmi við verk þeirrar rík- isstjórnar sem nú er að fara frá og eðlilegt að þeir sem styðja þá flokka sem að henni standa, beint og óbeint, skuli minna gagnrýnir á háa skatta en stuðningsmenn annarra flokka. Þeir tveir flokkar sem sam- anlagt náðu meirihluta at- kvæða og góðum meirihluta þingmanna eiga jafnframt stuðningsmenn sem eru mjög samstiga í þessu stóra máli. Stærstur hluti stuðnings- manna beggja flokka telur augljóslega að þetta sé mikið forgangsmál, sem það hlýtur að þurfa að vera hjá þeirri rík- isstjórn sem tekur við á næst- unni. Ekki þarf annað en ræða við fólk í smásölugeir- anum eða skoða tölur um einka- neyslu til að átta sig á að almenn- ingur er farinn að halda mjög að sér höndum vegna skatt- píningarstefnu þeirrar ríkis- stjórnar sem setið hefur síð- astliðin fjögur ár. Forysta Vinstri grænna sýnir þessu engan skilning og telur vasa almennings ótæmandi brunna sem hægt sé að sækja sífellt meira í með hærri skatt- hlutföllum. Forysta Samfylk- ingarinnar er skammt undan í afstöðu sinni og telur að skatt- ar hafi verið allt of lágir hér á landi fyrir fjórum árum og að brýna nauðsyn hafi borið til að hækka þá verulega og halda þeim háum til framtíðar þó að hún ljái stundum máls á því inn á milli að einstaka skatta megi lækka lítillega. Afkoma ríkissjóðs á fyrsta fjórðungi ársins er líka vís- bending um að stjórnvöld hafi ofmetið illilega stöðu efna- hagsmála og stöðu heimilanna. Stjórnvöld hafa talað svo mikið um að landið sé að rísa að þau voru farin að trúa því sjálf og byggðu áætlanir ársins á óraunhæfum væntingum. Skatttekjurnar hafa hins vegar ekki skilað sér vegna þess að almenningur er að niðurlotum kominn undan skattbyrðinni. Kaupmáttur er allt of lítill vegna of hárra skatta á laun og neysluvörur allt of dýrar vegna þess að á þær eru lagðir of háir skattar og gjöld. Þessu verður að linna til að koma efnahagslífinu aftur af stað og bæta kjör almennings. Veruleg skattalækkun hlýtur þess vegna að verða eitt af meginverkefnum næstu rík- isstjórnar. Einkaneyslan sýnir að almenningur er að sligast undan skattbyrðinni} Skattalækkun Vinstrimenn víðaum heim, einn- ig hér á landi, hafa löngum horft dreymnum augum til Kúbu, þar sem byltingarmenn hafa hreiðrað um sig áratugum saman og kúga landa sína í nafni kommúnismans. Þeir sem gjarnan daðra við kúbversk stjórnvöld mættu að ósekju velta því fyrir sér hvers vegna Kúba lenti í sjötta sæti á nýlegum lista Freedom House yfir þau lönd sem væru verst blaðamönnum. Aðdáendur Kastró og félaga geta að vísu bent á að Norður- Kórea, sem trónir á toppnum, er enn verri. Slíkt er hins vegar lítil huggun fyrir þá blaðamenn og gagnrýnendur stjórnvalda sem hafa verið fangelsaðir árum saman fyrir að fylgja ekki þeirri reglu að opinberar umræður og blaða- mennska skuli fylgja markmiðum sósíalísks þjóðfélags, eins og það er orðað í draumaríkinu. Það hjálpar ekki heldur þeim sem hnepptir eru í fangelsi fyrir að tengjast netinu ólöglega eða gerast „sekir“ um andbylting- arleg skrif á erlendar vefsíður. Ein ástæða þess hve lengi stjórnvöldum á Kúbu hefur haldist uppi að kúga landsmenn er sú samúð sem þau hafa notið allt of víða. Sjötta sætið á ofan- greindum lastalista mætti að ósekju verða til að draga úr daðrinu. Þeir eru til sem horfa dreymnum augum til kúg- aranna á Kúbu} Kúba á lastalista Í nýlegri könnun Huffington Post og You- Gov í Bandaríkjunum sögðust 20% svarenda skilgreina sig sem femínista á meðan 8% sögðust skilgreina sig sem anti-femínista en 63% vildu hvorki kannast við að vera femínistar né anti- femínistar. Af konum sögðust 23% vera femín- istar og 16% karla en skiptingin eftir stjórn- málaskoðunum var á þann veg að 32% demó- krata játtu því að vera femínistar, 19% óháðra og 5% repúblikana. Þessar niðurstöður einar og sér koma kannski ekki sérstaklega á óvart en það sem vakti athygli var að 82% svarenda sögðust þeirrar skoðunar að karlar og konur ættu að vera félagslegir, pólitískir og efnahagslegir jafningar. Sláandi, ekki síst í ljósi þess að Merriam-Webster skilgreinir femínisma þann- ig: „The theory of the political, economic, and social equa- lity of the sexes.“ „Gjána milli hlutfalls þess fólks sem skilgreinir sig sem femínista og hlutfalls þeirra sem trúa á jafnræði kynjanna kann að hluta til mega rekja til vandræða vörumerkisins „femínismi“,“ sagði í frétt Huffington Post en þar kom einnig fram að 37% svarenda töldu að „femínisti“ væri nei- kvætt hugtak á meðan 26% töldu það jákvætt. Könnunin endurspeglar vel ljótan veruleika í banda- rísku samfélagi og víðar: hugtakið femínismi hefur verið hertekið, brenglað og því snúið á haus. Út frá sjónarhóli almannatengilsins er femínismi ekki lengur sú fallega hugsjón sem færði konum grundvallarmannréttindi held- ur heróp bitra og ómögulegra kvenna sem láta sér ekki gott nægja. „Jafnrétti“ hefur steypt femínismanum af stóli og það gleymist í hita leiksins að karlmenn hafa ekki síður notið góðs af þeirri baráttu sem kennd hefur verið við konur. Bandarískir femínistar hafa nokkra reynslu af því að berjast gegn andstæðingum sem mæta til leiks vopnaðir gildishlöðnum hugtökum. Þar má til að mynda nefna þá sem hafa fylkt liði gegn fóstureyðingum undir orðunum „pro-life“ eða „fylgjandi lífi“. „Með því að stilla sér upp sem pro-life hefur þessi hópur í raun unnið orðastríðið,“ sagði Andrea Tyler, prófessor í málvísindum við Georgetown-háskóla, við NPR árið 2010. Hún sagði hugtök á borð við pro-life og pro-choice setja umræðunni ákveðinn ramma; það virtist til dæmis ekki fýsilegt að vera anti-choice, eða á móti frelsinu til að velja, en sýnu verra að vera anti-life, á móti lífi. „Þannig er ójafnræði innan rammanna þegar þú segir pro-life og pro-choice. Að vera á öndverðum meiði við pro-choice er ekki jafn slæmt og að vera á öndverðum meiði við pro-life.“ Í umfjöllun NPR, sem sneri að því hvernig fjölmiðlar vestanhafs nálguðust fyrrnefnd hugtök, kom meðal ann- ars fram að New York Times og Washington Post ráð- legðu blaðamönnum sínum frá notkun þeirra á þeirri for- sendu að þau væru gildishlaðin. Hugtökin eru þó löngu orðin hefðbundin í almennri umræðu og það má mikið til að grýluvæðing hugtaksins „femínismi“ nái ekki einnig fram að ganga. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Baráttan um hugtökin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Það er verið að rýmka til ísuðurbyggingunni í þess-um áfanga fram-kvæmdanna,“ segir Frið- þór Eydal, talsmaður Isavia. „Næsta skref verður að taka í notkun næsta vor nýjan útgang úr gömlu flugstöðinni fyrir farþega sem yrðu ferjaðir með sérstökum rútubílum út í flugvélarnar. Það eru ekki nógu mörg brottfararhlið sem hafa brottfararhlið út í flugvélar til að anna eftirspurninni á háanna- tíma,“ segir Friðþór. Hann segir ennfremur að búast megi við 10% aukningu farþega árlega eins og þetta blasi við á þessum tímapunkti. Mikil farþegaaukning á vetraráætlun milli ára Í tölum frá Keflavíkurflugvelli má sjá að farþegum um flugstöðina hefur fjölgað um tæp 26% fyrstu þrjá mánuði ársins, eða sem nemur um 100.000 farþegum. Friðþór segir þetta jákvæða þróun, þar sem öll dreifing á farþegaálagi, bæði innan árs og innan dags, skili sér í betri nýtingu flugstöðvarinnar og þeirri fjárfestingu sem varið er í hana. „Venjulega hafa ekki nema þrjú flugfélög flogið til landsins og frá því, en í vetur hafa þau verið sex. Auk þess sem sætaframboðið hefur verið mun meira hefur mikil markaðssókn skilað þessari aukn- ingu,“ segir Friðþór. Kostnaðurinn við framkvæmdir Isavia við flugstöðina nemur einum milljarði fyrir þann áfanga fram- kvæmdanna sem nú er unnið að. „Framkvæmdirnar sjálfar skila um 100 störfum. Markmiðið með þeim er að geta þjónað þeirri fyr- irsjáanlegu aukningu sem ég nefndi. Störf á flugvelli eins og þessum eru í mörgum tilvikum í beinu samhengi við fjölda farþega. Það gefur því augaleið að störfum mun fjölga,“ segir Friðþór. Isavia stærsti vinnuveitand- inn á Suðurnesjum Hjá Isavia starfa um 1.000 manns, fyrirtækið er því stærsti vinnuveitandinn á Suðurnesjum og starfsfólki á enn eftir að fjölga. „Mér sýnist að þessi fjölgun flugfarþega, með tilheyrandi fjölgun starfa, sé að miklu leyti til komin vegna öflugs markaðsstarfs til margra ára, ekki síst Icelandair og Isavia með áherslu sinni á að auka möguleika félaganna á að fjölga far- þegum sínum. Eldgosið í Eyja- fjallajökli var ákveðinn vendipunkt- ur í þessu, þá má segja að árangur þessa kynningarstarfs hafi sprungið út.“ Lítið rask fyrir flugfarþega Friðþór segir að þær fram- kvæmdir sem nú séu í gangi muni ekki hafa í för með sér rask í líkingu við það sem var þegar gamla flug- stöðin var stækkuð, en þá breyttust gönguleiðir um flugvöllinn jafnvel daglega. „Það sem við erum að gera núna leysir ekki úr þörf flug- stöðvarinnar fyrir aukið rými. Það verður að ráðast í miklu stærri framkvæmdir og raunverulega stækkun á flugstöðvarmannvirkinu. Innan mjög fárra ára verður að reisa viðbótar- aðstöðu við flugstöðina, en það er á byrjunarstigi hönnunar. Það verður að grípa til einhverra ráðstaf- ana ekki síðar en eftir fimm ár,“ segir Frið- þór. Rýmkað til í flugstöð Leifs Eiríkssonar Farþegafjöldi í flugstöð Leifs Eiríkssonar *Janúar - mars. Heimild: keflavikairport.is Ja n. Feb . Ma rs Ap r. Ma í Jú ní Jú lí Ág ús t Se pt. Ok t. Nó v. De s. 400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013* Eftir mánuðum Eftir árum ‘08 ‘09 ‘10 ‘1 1 ‘12 ‘13 1. 99 1. 33 8 1. 65 8. 41 9 1. 79 1. 14 3 2. 11 2. 0 17 2. 38 0. 31 0 43 4. 11 1* Miklar breytingar hafa orðið á fjölda farþega um flugstöð Leifs Eiríkssonar frá október- mánuði 2008. Farþegum fækkaði svo að segja stöðugt frá þeim tíma fram til júnímánaðar 2010, en frá þeim mánuði hefur farþeg- um fjölgað óslitið ef bornir eru saman sömu mánuðir milli ára. Mest varð farþegafækkun milli marsmánaða 2008 og 2009, en þá fækkaði farþegum um flugstöðina um 36,9%. Metaukning varð milli apríl- mánaða 2010 og 2011, en í apríl 2011 fóru 55,8% fleiri um flugstöðina en í sama mánuði árið áður. Að sögn Friðþórs er útlit fyrir að þessi þróun muni halda áfram, að minnsta kosti næstu ár. Flugfarþeg- um fjölgar UMFERÐ UM FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Friðþór Eydal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.