Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Ég hef ekki orðið var við það að
fuglar séu að falla vegna harðæris
en það er líka bara vegna þess að
þeir eru ekki komnir,“ segir Að-
alsteinn Örn Snæþórsson, líffræð-
ingur hjá Náttúrustofu Norðaust-
urlands, um áhrif tíðarfarsins á
komu farfuglanna og þær aðstæður
sem hér bíða ferðalanganna.
Vötn eru undir ís og allt á kafi í
snjó nyrðra að sögn Aðalsteins og
útlit fyrir að varpi seinki hjá ein-
hverjum tegundum. Hann segir
stöðuga sókn vetrar þó í raun lán í
óláni, þar sem verr hefði farið ef
vorað hefði snemma og síðan komið
kuldakast.
„Þetta er ólíkt því sem við upp-
lifðum á þessu svæði árið 2006, þá
var sæmilegasta vor og fuglarnir
komu á sínum eðlilega tíma en
seinnipartinn í maí gerði mikið og
erfitt hret og snjór kom yfir allt. Þá
voru fuglarnir allir mættir og höfðu
enga björg, ekkert að éta, og þá
fundum við fugla dauða í massavís,“
segir hann.
Vaðfuglarnir nýta fjöruna
Í ár hafa margar tegundir verið
seinna á ferðinni á Norðausturlandi
en ella, m.a. vegna ríkjandi norðan-
átta. Tjaldurinn og lómurinn voru
nokkuð stundvísir og gæsirnar
sömuleiðis segir Aðalsteinn en
skógarþrösturinn, heiðlóan og
þúfutittlingurinn hafa verið heldur
seint á ferðinni og ekki enn náð
þeim fjölda sem menn eiga að venj-
ast.
Hann segir spörfuglana einna
verst setta en vaðfuglarnir nýti
fjöruna vel og komi einfaldlega
minna upp á land þegar frost er yf-
ir. Aðalsteinn segist ekki hafa mikl-
ar áhyggjur af því að það verði mik-
il afföll af fuglum vegna veðurs en
hugsanlega geti tíðin orðið til þess
að þeir færi sig um set á snjóminni
svæði eða verpi ekki ef veturinn
lengir.
Eitt álftapar orpið
„Ég hugsa að hjá flestum þá bara
seinki þetta varpinu og ef sumarið
verður gott ætti þetta ekki að hafa
áhrif. En þetta er stuttur tími sem
sumarið er og stuttur tími til að
koma ungum sæmilega á legg áður
en haustið leggst að aftur, þannig
að þeir vilja klára þetta sem fyrst,“
segir Aðalsteinn. Á þessum árstíma
ættu gæsirnar og sumar endur að
vera komnar í varp segir hann og
álftirnar sömuleiðis en það mun
tefjast.
„Ég veit þó um eitt álftapar sem
er orpið, og það fyrir svolitlu síðan,
en það er við vatn sem er alltaf op-
ið. Og gæsir eru enn í pörum og
maður sér þær ekki farnar að
verpa, enda er allt undir snjó og
hefur ekki verið varpstaður. En
þær munu væntanlega tínast út í
varp núna fljótlega eftir að það
opnast í jörð fyrir þær að verpa í.“
Fuglasöngur í frosti og snjó
Erfitt vor fyrir fuglana á Norðausturlandi Ís yfir vötnum og allt á kafi í snjó Líkur á að varpi
muni seinka Margar tegundir seinna á ferð en ella vegna veðurs Stöðug sókn vetrar lán í óláni
Ljósmynd/Gísli Kristinsson
Vetrartíð Spörfuglarnir hafa verið heldur seinna á ferðinni á Norðausturlandi en eðlilegt er og hafa ekki náð þeim fjölda sem menn eiga að venjast. Þeir
hafa fá úrræði þegar jörð liggur langt undir snjó en vaðfuglarnir spjara sig betur og halda sig í fjörunni þar sem snjórinn má sín minna.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Fyrrverandi sérfræðingur hjá ESA,
Eftirlitsstofnun EFTA er þeirrar
skoðunar að ný reglugerð Ögmund-
ar Jónassonar innanríkisráðherra sé
andstæð ákvæðum EES-samnings-
ins. Reglugerðin sem um ræðir tak-
markar rétt útlendinga sem eru með
lögheimili á evrópska efnahagssvæð-
inu til að kaupa fasteignir og jarð-
næði hér á landi.
Rúnar Örn Olsen, lögmaður hjá
Lögskiptum, starfaði um árabil sem
sérfræðingur hjá ESA, m.a. á sviði
frjálsra fjármagnsflutninga. Hann
segir að þær takmarkanir sem felist
í reglugerðinni séu m.a. andstæðar
40. grein EES-samningsins um
frjálsa fjármagnsflutninga sem hafi
lagagildi hér á landi.
Skýr dómafordæmi
Bætir hann við að skýr dómafor-
dæmi dómstóls ESB séu fyrir því að
rétturinn skv. EES-samningnum til
fjárfestinga í fasteignum falli undir
frelsi til fjármagnsflutninga og að
hann sé ekki háður því að verið sé að
nýta réttinn til frjálsrar farar fólks,
staðfesturéttar eða þjónustustarf-
semi eins og áskilið er í reglugerð-
inni. Þá bætir Rúnar við að fjárfest-
ingar í fasteignum séu sérstaklega
tilgreindar sem dæmi um fjár-
magnsflutninga í viðauka I við til-
skipun 88/361 sem er hluti af EES-
samningnum. „Verður að teljast afar
ólíklegt að hægt væri að réttlæta
eins víðtækt bann við fjárfestingum
og reglugerðinni virðist vera ætlað
að ná fram,“ segir Rúnar.
Að mati Rúnars stangast reglu-
gerðin einnig við 4. mgr. 1.gr. laga
19/1966 um eignarrétt og afnotarétt
fasteigna, sem reglugerðin er í raun
byggð á. Í lögunum segi að ekki þurfi
leyfi ráðherra þegar um aðila er að
ræða sem nýtur réttar skv. EES-
samningum og eru hreinir fjár-
magnsflutningar ekki undanskildir.
Af þessu leiði, að til viðbótar við að
þetta ákvæði reglugerðarinnar virð-
ist bersýnilega vera í andstöðu við
skuldbindingar íslenska ríkisins sem
leiða af 40. gr. EES-samningsins, er
vandséð hvernig ákvæði í reglugerð,
sem er lægra sett en lög, á að geta
takmarkað rétt sem tiltekinn er
bæði í lögum um eignarrétt og af-
notarétt fasteigna og í lögum um
Evrópska efnahagssvæðið.
Ekki fýsilegt til fjárfestinga
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri SA, segir að samtökin
séu að láta yfirfara reglugerðina
með tilliti til ákvæða EES-samn-
ingsins, í kjölfarið verði framhaldið
metið. Við fyrstu sýn virðist sem
reglugerðin brjóti í bága við EES-
samninginn.
Aðspurður hvort reglugerðin sé til
þess fallin að fæla erlenda fjárfesta
frá landinu segir Þorsteinn að SA
hafi bent á lága einkunn Íslands þeg-
ar kemur að fýsileika til erlendra
fjárfestinga. „Okkur finnst engin
ástæða til að bæta í þá flóru með
reglugerð á borð við þessa. Enda
sjáum við enga ástæðu til, þetta hef-
ur ekki verið neitt vandamál og sam-
kvæmt úttekt sem innanríkisráð-
herra lét vinna þá er ekki eins og hér
sé um stórfelld uppkaup erlendra að-
ila á landi að ræða,“ segir Þorsteinn.
Telur reglugerð ekki
standast EES-samning
Rúnar Örn
Olsen
Brýtur gegn frjálsum fjármagnsflutningum Tilefnislaus
Þorsteinn
Víglundsson
Aðalsteinn segir flestar tegundir eiga viðkomu á Suðurlandi áður en þær
dreifast norðureftir en koma fuglanna ráðist að miklu leyti af veðrátt-
unni. „Ef það eru norðanáttir, sem þýðir þá yfirleitt mótvind fyrir þessa
fugla, þá sitja þeir yfirleitt lengur t.d. á Bretlandseyjum eða einhvers
staðar í Evrópu áður en þeir leggja af stað og bíða eftir hentugum vind-
um. Þannig að þegar sunnanáttir koma, stífar sunnanáttir eða suðaust-
anáttir, þá streyma oft inn tegundirnar sem eru komnar á tíma,“ segir
hann.
Bíða hentugra vinda
FUGLARNIR SITJA LENGUR Í EVRÓPU
Glerverksmiðjan Samverk ehf
Eyjasandi 2, 850 Hella
Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi
sími: 488 - 9000
www.samverk.is
samverk@samverk.is
Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf
Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi