Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 20
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Aprílmánuður var kaldur á landinu eftir fremur hlýjan vetur, einkum sunnanlands og vestan. Kaldast var inn til landsins á norðaustan- og austanverðu landinu að því er fram kemur í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Fyrstu fjórir dag- arnir í apríl voru hlýir en síðan ríkti kuldatíð. Snjór var til ama víða norð- an- og austanlands og norðantil á Vestfjörðum. Úrkoma var víðast hvar innan við meðallag. Sólskins- stundir voru óvenjumargar suðvest- anlands. Meðalhiti í Reykjavík mældist 1,9 stig og er það 1,0 stigi undir með- allagi áranna 1961 til 1990, en 2,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu aprílmánaða. Svona kalt hefur ekki verið í apríl í Reykjavík síðan árið 2000, segir Trausti. Á Akureyri var meðalhitinn -0,4 stig sem er 2 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 3,8 stigum undir meðallagi síð- ustu 10 aprílmánaða. Apríl hefur ekki verið jafnkaldur á Akureyri síð- an 1990. Meðalhiti á Höfn í Horna- firði var 1,9 stig. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 1,0 stig og telst mán- uðurinn aðeins sá 138. hlýjasti í þau 168 ár sem hiti hefur verið mældur þar. Hlýjast var í Surtsey Hæstur var meðalhiti mánaðarins í Surtsey, 3,4 stig, en lægstur á Brú- arjökli, -7,8 stig. Í byggð var með- alhitinn lægstur í Möðrudal, -5,5 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist á Kollaleiru þann 27., 12,7 stig. Á mannaðri stöð mældist hiti hæstur í Stafholtsey þann 1., 11,0 stig. Lægsti hiti mánaðarins mældist -23,0 stig í Svartárkoti þann 12. Lægsti hiti á mannaðri veðurstöð mældist -20,5 stig á Grímsstöðum á Fjöllum þann 12. Sá 12. var mjög kaldur og hæsti hiti sem mældist á landinu þann dag var 1,9 stig í Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Úrkoma í Reykjavík mældist 41,8 millimetrar og er það um 70 prósent meðalúrkomu í apríl. Á Akureyri mældist úrkoman 31,7 mm en það er um 8 prósent umfram meðalúrkomu. Í Stykkishólmi mældist úrkoman að- eins 15,3 mm sem er tæpur þriðj- ungur meðalúrkomu þar. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 37,2 mm en 90,2 mm á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum. Sólskinsstundir í Reykjavík mæld- ust 229,1 og eru það 89 stundir um- fram meðallag. Sólskinsstundir hafa aðeins einu sinni mælst fleiri í Reykjavík í apríl. Það var árið 2000 en þá mældust sólskinsstundirnar 242,3. Á Akureyri mældust sólskins- stundirnar 126,8 og er það í rétt tæpu meðallagi. Snjólétt var á landinu sunnan- og vestanverðu en töluverður snjór norðaustanlands. Alhvítir dagar voru aðeins tveir í Reykjavík. Það er í tæpu meðallagi. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir aðeins 3 í mánuð- inum og er það 8 dögum undir með- allagi. Hins vegar var þar aðeins einn alauður dagur og meðalsnjólag því 53 prósent. Svo hátt hefur með- alsnjólagið ekki verið í apríl á Akur- eyri síðan árið 2001, segir Trausti. Ljósmynd/Gísli Kristinsson Snjóþungi Vetrarveður hefur verið á Tröllaskaga síðan í haust. Myndin er tekin í Ólafsfirði. Kuldinn allsráðandi  Fyrstu fjórir dagarnir í apríl voru hlýir en síðan ríkti kuldatíð á öllu landinu  Kaldasti apríl á Akureyri í 23 ár Þegar kuldakastið teygir sig inn í maí eykur það lík- urnar á að kuldamet mánaðarins falli. Aðfaranótt 2. maí fór hitinn á sjálfvirku stöðinni á Brúarjökli niður í -21,7 stig. Þetta er minnsti hiti sem mælst hefur á Ís- landi í maí, að því er fram kemur á bloggi Trausta Jónssonar. Þetta gerðist milli klukkan 5 og 6 að morgni. „Hafa ber í huga að stöðin var stofnuð 2005 og er ein kaldasta veðurstöð landsins. Kuldakastið nú er þannig það mesta í maí á starfstíma stöðvarinnar. Kuldinn að þessu sinni er líklega sá mesti sem komið hefur hér á landi í maí allan þann tíma sem sjálfvirka stöðvakerfið hefur verið rekið (15 til 17 ár). Meirihluti stöðvanna hefur nú slegið eldri maímet sín. Stöðvamaímet hafa einnig fallið á nokkrum stöðvum mannaða kerfisins – en fallstöðvarnar hafa flestar verið reknar í innan við 25 ár,“ segir Trausti. „Met á eldri (og reyndari) stöðvum eru eldri en þetta, allmörg úr miklu kuldakasti fyrstu dagana í maí 1982. Kuldinn nú virðist því vera sá mesti í maí að minnsta kosti frá þeim tíma. Hvað stöð á Brúarjökli hefði mælt í því kasti veit enginn,“ bætir Trausti við. Sjálfvirku mælarnir eru mjög vakrir og virðast fljótir að laga sig að um- hverfishitanum. Hefðbundnir vínandamælar í mælaskýlum mannaðra stöðva eru hins vegar seinni til. Því valda bæði mælarnir sjálfir sem og skýlin. Sjálfvirku mælarnir virðast þannig geta náð snöggum hitasveifl- um sem fara hjá stöðinni á fáeinum mínútum – en hefðbundin mælaskýli ekki, segir Trausti. Maímetið er þegar fallið KULDAKASTIÐ TEYGIR SIG INN Í NÝJAN MÁNUÐ Trausti Jónsson Stærst i skemmt istaður í heimi! Skiptu gamla pungnum út fyrir nýjan ofurpung! 10 X hra ðari en 3G pu ngur! Þjónustusamningur í áskrift hjá Nova er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift, skv. þeirri leið sem er valin, en í frelsi 1 GB. Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter d a g u r & s t e in i 4G pungur 6.990 kr. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verð í áskrift og frelsi: 12.990 kr. 4G pung er hægt að nota á 4G og 3G þjónustusvæði Nova. 1 GB 1.190 kr. 15 GB 3.990 kr. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr.! 4G netþjónusta Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Gönguferðir með barnavagna og kerrur alla daga vikunnar kl. 12.00 Hressileg ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur með léttum æfingum, teygjum og slökun, hver gönguferð tekur ca. 60 - 75 mínútur. Mætið í góðum gönguskóm og helst göngufatnaði. Gengið er eftir göngustígum borgarinnar, sjá dagskrá hér neðar. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Fararstjóri: Auður Kjartansdóttir. Brottför er kl 12:00 alla daga: Mánudag: Mæting við Perluna Öskjuhlíð Þiðjudagur: Mæting við Gerðasafn í Kópavogi Miðvikudag: Mæting við Árbæjarlaug Fimmtudag: Mæting við Nauthól Föstudag Mæting við Húsdýragarðinn Laugardal Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna 13. - 17. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.