Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Stuttar fréttir ... ● Gert er ráð fyrir að fjárfestingar hér á landi muni aukast töluvert á síðari hluta ársins og í byrjun þess næsta og að ár- legur hagvöxtur næstu árin verði á bilinu 2,5 til 3%. Þetta kemur fram í nýrri spá Evrópusambandsins. Þar seg- ir að uppsöfnuð þörf á fjárfestingum í orkugeiranum og sjávarútveginum muni fara að skila sér á seinni hluta árs- ins og í framhaldinu leiða til aukins út- flutnings. Segir þar að áfram sé gert ráð fyrir að vinnumarkaðurinn rétti úr sér og dragi úr atvinnuleysi. Þó verði langtímaatvinnuleysi enn vandamál. Spá aukinni fjár- festingu hér á landi um bensíngjöld og olíugjöld. Áfeng- isgjaldið skilar einnig svipuðu og reiknað var með. Tóbaksgjaldið skilar hins vegar um 200 milljónum minna en reiknað var með. Aðrar tekjur námu alls 1.000 milljónum yfir tekju- áætlun. Þar munar mest um tekjur af veiðigjöldum sem eru 900 milljónum meiri en reiknað var með. Tekjurnar 5,2 milljörðum lægri  Fjárlög gerðu ráð fyrir 126,9 milljörðum á fyrsta fjórðungi Frávik frá tekjuáætlun ríkissjóðs frá janúar til mars Í milljónum í % Tekjuskattur einstaklinga +228 +0,8% Tekjuskatts lögaðila +1.285 +20% Fjármagnstekjuskattur –162 –3,4% Tryggingagjöld –693 –4,1% Tekjur af eignarsköttum –267 –9,4% Skattar á vöru og þjónustu –5.375 –10,5% virðisaukaskattur –4.636 –24% bensíngjöld –125 –4,6% tekjur af tóbaksgjaldi –158 –10,5% bifreiðagjöld –164 –5,2% Aðrar tekjur +1.283 +12,6% Samtals –5.200 –3,9% Egill Ólafsson egol@mbl.is Innheimtar tekjur ríkissjóðs eru tals- vert minni en reiknað var með í tekju- áætlun fjárlaga. Tekjurnar námu 126,9 milljörðum króna á fyrsta árs- fjórðungi sem er 5,2 milljörðum minna en reiknað var með. Frávik frá áætlun geta verið um- talsverð á fyrstu mánuðum ársins og það getur jafnast þegar líður á árið. Frávikið er hins vegar meira eftir þrjá mánuði en í tveggja mánaða upp- gjörinu. Ástæðan fyrir minni tekjum er ekki síst að einkaneysla er minni en reiknað var með. Stærstu tekjustofnar ríkissjóðs eru tekjuskattar og veltuskattar sem lagðir eru á vörur og þjónustu. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga er um 800 milljónum meiri en reiknað var með í tekjuáætlun ríkissjóðs. Tekjuskattur fyrirtækja skilaði 1.300 milljónum meira en reiknað var með. Tryggingagjaldið skilaði hins vegar 700 milljónum minna á fyrstu þremur mánuðum ársins en reiknað var með í tekjuáætlun. Tekjur af sköttum á vörur og þjónustu voru 5,4 milljörðum minni en reiknað var með. Þetta mikla frávik skýrist aðallega af virð- isaukaskatti sem er 4,6 milljörðum undir áætlun. „Ljóst er að áætlun um tekjur af virðisaukaskatti er of há en engu að síður er reiknað með að veru- lega dragi úr þessu fráviki þegar líður á árið,“ segir í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Aðrir óbeinir skattar eru í grófum dráttum í takt við áætlanir. Það á við Meniga ehf. hlaut í gærmorgun Vaxtarsprotann 2013 sem er við- urkenning fyrir öfluga uppbygg- ingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Fyrirtækið nær tífaldaði sölutekjur sínar milli áranna 2011 og 2012. Fyrirtækin Controlant, Nox Medi- cal og Iceconsult fengu einnig við- urkenningar fyrir góðan vöxt. Vaxtarsprotinn er viðurkenning sem veitt er á vegum Samtaka iðn- aðarins, Rannsóknamiðstöðvar Ís- lands og Háskólans í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Viggó Ásgeirssyni, Ásgeiri Ás- geirssyni og starfsmönnum Meniga Vaxtarsprotann 2013 að við- stöddum fulltrúum sprotafyr- irtækja og stuðningsaðilum at- vinnulífsins í Grasagarðinum í Laugardal. Vaxtar- sprotinn til Meniga Meniga Starfsmenn Meniga með viðurkenningar sínar. ● KEA hagnaðist um 278,9 milljónir króna í fyrra samanborið við 279,6 milljónir króna árið 2011. „Afkoma félagsins er viðunandi í ljósi aðstæðna og þeirrar stefnu sem fylgt er við fjár- festingar og ávöxt- un lausafjár,“ segja Halldór Jóhanns- son fram- kvæmdastjóri og Hannes Karlsson stjórnarformaður í tilkynningu. Tekjur KEA voru 443 milljónir króna í fyrra, miðað við 280 milljónir árið á undan. Samkvæmt efnahags- reikningi voru bókfærðar eignir í árs- lok 4,9 milljarðar. Eigið fé var 4,6 milljarðar og eiginfjárhlutfall því 94,1%. Hagnaður KEA 278,9 milljónir króna í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.