Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Síða 13
Við hjá borginni óskuðum í framhaldinu eftir því að stjórn hátíðarinnar væri fjölskipuð og sóttum módelið til Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Það eru núna fimm fulltrúar í stjórn- inni.“ Aðspurð hvort eitthvert rugl hafi verið á fjármálunum hjá hátíðinni segir Hrönn Marinósdóttir að svo hafi ekki verið og að athuganir nefndarinnar í vetur hafi ekki skilað neinum formlegum athugasemdum hvað varðar fjármálin. „Aftur á móti fóru einhverjar sögur á kreik um að eitthvað væri að bókhaldinu,“ segir Hrönn. „Ég brást umsvifalaust við með því að senda ársreikninginn í endurskoðun. Engin at- hugasemd var gerð við reikninginn. Ekki ein einasta. RIFF hefur alltaf skilað ársreikningum og svarað um- svifalaust þeim örfáu athugasemdum sem hafa borist og því hefur allt verið uppi á borðum hvað bókhald varðar. Rekstur hátíðarinnar er engin gróðastarfsemi, eins og sumir virðast halda. RIFF hefur ekki tekið nein lán og skuldar ekki við- skiptavinum sínum eða starfsfólki. Aldrei hefur verið greidd- ur út arður og það stendur heldur ekki til, enda RIFF stofnuð eingöngu með þau markmið í huga að bæta íslenska kvikmyndamenningu og gera Reykjavík að alþjóðlegri kvik- myndahátíðarborg. Þetta hefur verið frumkvöðlavinna en eft- ir níu ára starfsemi er svo komið að flestir líta á RIFF sem sjálfsagðan og nauðsynlegan hluta af íslenskri kvikmynda- menningu.“ Spurð um ásakanir varðandi samstarfsörðugleika segir Hrönn að það sé varla nema eðlilegt eftir níu ára starf að eitthvað komi upp á. „Á þessum níu árum hafa hátt í hundr- að starfsmenn komið við sögu og hundruð sjálfboðaliða, þá gengur ekki allt snurðulaust fyrir sig. Það eru þó algerar undantekningar. Vandinn snýst fyrst og fremst um það að RIFF hefur ekki getað fastráðið starfsfólk. Við byggjum nánast allt okkar starf á lausafólki og sjálfboðaliðum sem koma alls staðar að úr heiminum. Flestir starfa í nokkrar vikur, mest í um sex mánuði og fara svo til annarra starfa. Margir koma aftur, jafnvel ár eftir ár, sem er gleðilegt og auðveldar okkur verkin. Þannig byggist upp þekking sem er mjög mikilvæg. Ár hvert þiggja um og yfir 30 manns laun vegna RIFF. Í mestu álagsstörfin verður að hafa fólk með reynslu. Ég hef í auknum mæli sótt reynslubolta úr hátíða- bransanum til útlanda til að sinna þessum störfum. Það hef- ur gefist mjög vel. Ég hlusta á alla rökstudda gagnrýni og reyni að vinna úr henni. Ég hef unnið með ráðgjafa um starfsmannamál und- anfarin ár. Hann hefur hjálpað mér við ráðningar á fólki, bæði við val á starfsmönnum og samningagerð.“ Verkefni skapast á Íslandi Aðspurð hvaða verkefni hafi orðið til á Íslandi í framhaldi af hátíðinni segir hún þau vera mörg. „Hátíðin kappkostar að kynna Ísland sem tökustað fyrir gestum sínum. Kvikmyndin Faust var t.d. tekin hér á landi eftir að leikstjórinn Aleks- andr Sokurov sótti hátíðina, en framleiðslufyrirtæki hans nýtti sér þjónustu Saga Film fyrir um 70 milljónir króna. Sú mynd vann aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir tveimur árum. Þess utan hafa til að mynda Norðurlandabúar og banda- rískir kvikmyndagerðarmenn unnið sínar myndir í kjölfarið á komu sinni hingað, t.d. Judith Ehrlich og Bosse Linquist. Ís- lendingar hafa farið út og unnið í kjölfarið á samböndum sem hafa myndast á RIFF, t.d. alla leið til Írans. Í fyrra sýndum við myndina Joshua Tree, 1951 A Portrait of James Dean eftir Matthew Mishory sem varð til í Kvik- myndasmiðjunni okkar, TransAtlantic Talent Lab. Þá sýnd- um við líka mynd í fyrra sem var þróuð hér á landi á sér- stökum vettvangi fyrir tónlistarmyndir sem við skipulögðum í nokkur ár, hún heitir Parallax Sounds, eftir Augusto Con- tento og þannig mætti áfram telja. Við sköpum verkefni í ferðaþjónustu, því hingað koma túr- istar í tengslum við hátíðina. Einn bandarískur hópur kvik- myndaáhugafólks hefur sótt hátíðina árlega nánast frá byrj- un. Við höfum markvisst boðið okkar gestum út á land og komið þeim í samband við ferðaþjónustuna, sýnt þeim töku- staði í samvinnu við Saga Film, kynnt þeim góða veit- ingastaði o.s.frv. Þessi vinna skilar sér. Okkar gestir fara alla jafna mjög ánægðir heim og eru því ein besta auglýsing sem völ er á. Menningartengd ferðaþjónusta er vaxandi. Við þurfum að styrkja alla möguleika á því sviði og viðburðir á borð við RIFF eru mikilvægir í því samhengi.“ Grikkland í hásæti í haust Í samtali við fjölda kvikmyndagerðarmanna eru allir sam- mála um að hátíðin sé flott og hafi gert landinu gott, þótt sumir séu á því að það hefði mátt skipta um skipstjóra í brúnni. „Það hefur tekið tíma að byggja upp stemningu fyrir há- tíðinni,“ segir Atli Bollason, starfsmaður hjá RIFF sem byrjaði að vinna við hátíðina árið 2005. „En maður finnur að nú er fólk farið að gera ráð fyrir henni og hún er búin að festa sig í sessi. Það hefur tekið tíma en ánægjulegt að það hafi tekist.“ Elísabet Ronaldsdóttir, sem er í stjórn RIFF, segir að stjórn hátíðarinnar hafi tekst vel fram til þessa og hún sé mjög spennt fyrir nýjum hugmyndum Hrannar um að tengja hátíðina betur inn í kvikmyndagerðina á Íslandi. „Þannig að hátíðin skilji meira eftir handa bransanum. Þess vegna var ég fengin í þessa stjórn til að hjálpa til við það.“ Fjöldi erlendra fjölmiðla sækir hátíðina og fjallar um dag- skrána og íslenska kvikmyndagerð. Þetta eru bæði fagtímarit og fjölmiðlar á borð við New York Times, Politiken, The Guardian, El País, La Repubblica og ARTE, sem dæmi. RIFF leggur sérstaka áherslu á að kynna íslenska kvik- myndagerð. Undanfarin ár hefur Kvikmyndamiðstöð Íslands boðið fagfólki og blaðamönnum að kynna sér ný íslensk verk og verk í vinnslu; myndir sem ekki enn hafa verið frum- sýndar, og á sama tíma lagt áherslu á að koma á tengslum við íslenska kvikmyndagerðarmenn. Sérstakir Bransadagar eru haldnir þar sem íslensku fagfólki býðst að sækja um- ræður af ýmsu tagi um kvikmyndagerð, fara á masterklassa og ýmislegt annað. „Rekstur sérstakrar Bransastofu eða „Industry Office“ miðar að því að hjálpa viðstöddum að hittast og funda,“ seg- ir Hrönn. „Svo má nefna að ár hvert mætast tugir ungra kvikmyndagerðarmanna frá Norður-Ameríku og Evrópu á RIFF til að auka við þekkingu sína og koma nýjum verk- efnum á koppinn. Þetta er kvikmyndasmiðja RIFF eða TransAtlantic Talent Lab. Þátttakendur í fyrra voru 55 tals- ins. Og í lok maí héldum við svo fyrstu alþjóðlegu sumarbúðir RIFF í handritagerð sem tókust mjög vel. Þar voru 24 þátt- takendur frá fjórum heimsálfum, samtals 11 löndum. Við höfum lagt mikið upp úr því að hátíðin sé eins konar þekkingarsmiðja; að hún skapi umræður um kvikmyndir og kvikmyndagerð og taki auk þess þátt í umræðum um mál sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu. Áherslan hefur einkum verið á alþjóðleg málefni, ekki síst mannréttindi og umhverfismál. Öflugt barnastarf er hluti hátíðarinnar, aðstandendur bjóða grunnskólum og leikskólum í bíó og skipulagðar eru smiðjur fyrir krakkana sem hafa verið mjög vinsælar. Til að þau læri smám saman að meta góðar kvikmyndir og auka skiln- ing sinn á þessum mikilvæga miðli, en markvissri kennslu í kvikmyndalæsi hefur verið ábótavant í skólum hér á landi. En kvikmyndirnar eru auðvitað aðalatriðið. Það er fátt sem hrærir meira upp í ímyndunaraflinu en góð kvikmynd,“ segir Hrönn. Að sögn Hrannar mun RIFF leggja höf- uðáherslu á að sýna góðar, framsæknar og áhugaverðar myndir alls staðar að úr heiminum. Aðspurð hvaða land verði í hásæti hátíðarinnar segir hún að það verði Grikkland. „Það er mikil gerjun í Austur-Evrópu,“ segir Hrönn. „Marg- ir spá því að Grikkland verði eins og Rúmenía en áður en rúmenska myndin 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar (Kristin Puyu) vann á Cannes-hátíðinni vissi enginn hvað var í gangi í kvikmyndagerð í Rúmeníu. Sú mynd fékk Gyllta lundann hér í Reykjavík sama ár. En eftir að hún vann fór fólk að veita kvikmyndagerð í landinu athygli og mjög margar af- skaplega góðar myndir komu upp á yfirborðið,“ segir Hrönn. 14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA WWW.WEBER.ISWeber Q í ferðalagið Hún var alin upp í Kanada á rúllupylsu, lifrarpylsu, hangikjöti, vínartertu og skyri en hafði aldrei kom- ið til Íslands þegar hún varð fræg fyrir að gera kvik- myndahátíðina í Toronto að einni þeirri stærstu í heiminum. Helga Stephenson heitir hún og er af ís- lenskum ættum. Hún segist hafa þvælst mikið um heiminn á sínum yngri árum, búið í Taílandi, Kúbu og Japan áður en hún fór að vinna við litla kvik- myndahátíð á sínu öðru ári í Toronto á áttunda áratugnum. Hún átti síðar eftir að stýra hátíðinni og gera hana að einni þeirri virtustu í heiminum. Hún kom ekki til Íslands fyrr en eftir að Hrönn Marinósdóttir hafði samband við hana og bað hana um að taka þátt í að byggja upp kvikmyndahátíð á Íslandi. „Þá var ég dregin inn í íslenska menningu og pólitík sem var skemmtilegt,“ segir Helga við blaðamann Morgunblaðsins sem hitti hana á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakklandi fyrir skömmu. „Það var gaman að kynnast Íslending- unum og fá að taka þátt í þessu verkefni. Mér fannst ég detta inn í sama húmor og ég ólst upp við, það var óvænt ánægja. Áhorfendur á Íslandi eru mjög vel menntaðir og vel upplýstir. Menning- arþyrst fólk og ég var þess fullviss að ef við bærum virðingu fyrir þeim myndi hátíðin verða vel heppn- uð. Fólk í bransanum í kvikmyndaheiminum úti um allan heim er mjög hrifið af hátíðinni í Reykjavík. Hrönn er búin að vera framúrskarandi í rekstr- inum, hún er með þetta extra sem skiptir máli. Kemur með svona fallegar hugmyndir eins og sundbíóið og nær þannig að koma með einhverja töfra í flotta hátíð. Það halda allir að þeir geti rekið góða kvikmyndahátíð, þetta er mikill misskilningur. Það þarf hæfileika til þess og Hrönn hefur þá. Ég held að hátíðin sé gimsteinn sem Íslendingar ná vonandi að nostra við,“ segir Helga. KANADÍSK ÁHRIF Helga Stephenson fyrrverandi stjórnandi Toronto kvikmyndahátíðarinnar í Kanada. Ljósmynd/Halldór Kolbeins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.