Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 20
*Heilsa og hreyfingHentug ráð Borghildar um hvað er gott að gæða sér á dagana fyrir hlaup »22 Við miklar og stífar æfingar geta vöðvar stífnað upp og jafnvel geta myndast hnútar. Svokall- aðar „foam“ rúllur eru vinsælar og nýtast öllum, sérstaklega íþróttamönnum sem reyna mik- ið á vöðvana. Hún dugar vel á bak, læri, kálfa og rass, og mýkir upp vöðva og eykur blóð- flæðið. Þegar rúllan er notuð er yfirleitt lagst á hana á það svæði sem á að nudda, og rúllað fram og tilbaka. Hálf mínúta á hvert svæði ætti að duga, eða eins mikið og hægt er að þola. Ekki er laust við sársauka við þessar æfingar, sérstaklega í byrjun, en rúllan á að losa um hnúta og brjóta þá upp. Ef hnútarnir eru látnir óáreittnir get- ur það skert hreyfigetu og jafnvel leitt til meiðsla. Þrýstingurinn frá rúllunni losar um bandvef og undirbýr vöðvana fyrir kom- andi átök. Margir líkams- ræktarkennarar mæla með þessari einföldu rúllu til að minnka óþægindi og eymsli sem fylgja gjarnan álagi á vöðvana. LOSAR UM HNÚTA Nuddrúlla mýkir vöðvana S miðurinn, múrarinn og pípulagningamaðurinn Björgvin H. Björgvinsson fer ekki aðeins daglega upp á Esj- una heldur hefur hann þá venju, þegar hann kemur niður að rótum hennar, að fara strax aftur upp. Blaðamanni Morgunblaðsins lék forvitni á því hvað fengi mann til að fara aftur upp á fjall sem nýbúið væri að sigra. Aðspurður segist Björgvin vera að æfa sig fyrir að hlaupa Laugaveginn í sumar og því færi hann reglulega tvisvar á Esjuna sem hann segir að taki sig tvo tíma og korter sam- anlagt. „Það er vissulega alltaf erfiðara að fara seinna skipt- ið, en þetta er bara gaman,“ segir Björgvin. „Það er svo gott að geta þetta og maður er þakklátur fyrir það. Iðnaðarmenn eru oftast í þokkalegu formi. Þetta er svolítið einhæf hreyf- ing í vinnunni og gott að hafa einhverja aðra hreyfingu en bara það. Ég byrjaði á þessum gönguferðum fyrir nokkrum árum. Fór í klúbb eða prógramm hjá 66°N sem hafði það að mark- miði að fara á Hvannadalshnjúk. Þetta var hálfs árs pró- gramm þar sem var farið á Eyjafjallajökul og Skarðsheiðina og þessi stærri fjöll áður en farið var á Hvannadalshnjúkinn. Maður stefnir að því að hlaupa hnjúkinn einhvern tímann, það væri gaman. Kannski ekki bæði upp og niður, en aðra leiðina í það minnsta. Það er bara gaman að þessu, það eru forréttindi að geta þetta. Hér er áður fyrr sá maður fyrir sér sjötugt fólk með stafi sem varla komst yfir göturnar en núna arkar það um öll fjöll. Þetta er orðið svo breytt. Ég er reyndar ekki nema 53 ára þannig að ég á nóg eftir ennþá. Ég er í skokkhópi Hauka, þetta snýst mikið um félagsskap og að hafa gaman af þessu. Við erum sjö saman sem ætlum að hlaupa Laugaveginn en hluti hópsins ætlar að labba. Kon- an mín, Ágústa Hauksdóttir, ætlar að leggja af stað sólar- hring á undan og vera komin í Bása í Þórsmörk á undan mér og taka á móti mér þegar ég skríð í mark,“ segir Björgvin.Morgunblaðið/Rósa Braga HLEYPUR ESJUNA TVISVAR Í RÖÐ Esjan bara hóll MARGIR REYKVÍKINGAR HAFA EKKI ENN SIGRAÐ ESJUNA EN AÐRIR FARA Á TOPP HENNAR DAGLEGA OG ÞAÐ JAFNVEL TVISVAR Í RÖÐ Á HVERJUM DEGI. Börkur Gunnarssonborkur@mbl.is Þegar streitan er að buga þig borgar sig að fara að huga að heilsunni. Stundum er eins og lífsorkan sé týnd og þreytan sé sest að í líkamanum. Þá er um að gera að reyna að finna orkuna aftur og nýta hana vel. Qi gong þýðir á kínversku: leiðin til lífsorku, en þessar æfingar eru ævafornar. Með æfingunum er lögð áhersla á að ná tökum á önduninni, ásamt hægum, endurteknum hreyf- ingum. Æfingarnar eiga að hjálpa við að ná betri einbeit- ingu og auka andlegt úthald. Gott er að sameina æfingar fyrir líkama og sál og finna innri ró. Æfingarnar má stunda hvar og hvenær sem er, þó best sé að vera úti í guðsgrænni náttúru. Einnig getur Qi gong hjálpað fólki að virkja sköpunarkraftinn og öðlast nýja sýn, en einnig er talað um að rækta jurt skynseminnar, langlífis og heil- brigðis. Qi gong-fylgjendur á Íslandi segja Qi gong best lýst á íslensku með orðinu ræktun, en einstaklingurinn á að ganga til móts við lífsorkuna. Til er á Íslandi áhuga- mannafélag iðkenda Qi Gong sem stunda saman æfingar en einnig bjóða þau reglulega til sín erlendum kennurum sem halda námskeið. Nánar má lesa um það á aflinn.org. AFP LÍFSORKAN VIRKJUÐ Hvað er Qi gong?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.