Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 23
14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Svo framarlega sem þið eigið hjól er gaman að skoða hverfið sitt á hjóli. Skoða hvar vinir barnanna eiga heima, skoða garðana, kíkja á það hvernig nágranninn smíðaði pallinn svona ódýrt og annað. Forvitni og líkamsrækt er góð og skemmtileg blanda. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í kassa inni í geymslu er yfirleitt allt úti- legudótið. Þar eru sippuböndin, krítarnar, fris- bídiskarnir og annað skemmtilegt dót. Það má alveg ná í það þegar sumarfríið er búið og sólar- glæta kemur einn laugardag. Um að gera að skella sér út og þykjast vera í fríi og leika aðeins við börnin. Fátt betra. Það er ókeypis að gefa blóð og getur bjargað mannslífum. Þú færð að vita allt um blóðið þitt þegar þú gefur blóð; kól- esterólið, þrýstinginn og blóðflokkinn. Að blóðgjöf lokinni færðu kaffi og kruðerí. Ilmandi gott kaffi fyrir lífsbjörg. Það er ekki margt sem toppar það að bjarga mannslífi og drekka kaffi. Morgunblaðið/Kristinn Nú þegar sundmiðinn kostar nánast hálfan handlegg er ekki úr vegi að skella sér í sjóinn og ströndina. Reyna að finna útlenska stemningu, dýfa tánum í sjóinn og sóla sig á ströndinni. Á Borgarbókasafnið ertu alltaf velkominn. Þar má sitja og lesa góða bók, börnin geta lesið eða leikið sér til gagns og gamans og á meðan eru vandræði umheimsins á bak og burt, þau falla í gleymsku. Morgunblaðið/Styrmir Kári Það er gaman að skoða vita. Þar er enginn aðgangs- eyrir og útsýnið er frábært, það hefur ekki enn verið tekin ljót mynd af vita og þá er saga í hverjum vita. Þeir hafa staðið af sér ófá illviðrin og komið ófáum sjó- mönnum til bjargar í gegn- um tíðina. Að standa á bryggjunni með veiðistöng með fjölskyldunni er yndisleg stund. Ekki væri verra ef eitthvað gómsætt kæmi upp úr hafinu sem hægt væri að skella á grillið um kvöldið. Sjóbirtingur, lax og aðrir sjávarfiskar gætu hlupið á snærið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ýmiskonar undur má finna í fjörunni. Krakkar elska að ganga um strendur landsins og anda að sér sjávarloftinu, tína dót upp í fötu og skoða þegar heim er komið. Morgunblaðið/Benedikt Bóas Hellisgerði í Hafnarfirði, Guðmundarlundur í Kópavogi, Grasagarðurinn í Laugardal, Elliðaárdalur og auðvitað Heiðmörkin eru við borgarmörkin. Þar kostar ekkert inn, hægt að taka með sér nesti og góða skapið og njóta þess að fara í feluleiki, búa til ævintýri og spila fótbolta. Leiktæki, bekkir, útigrill. Tíminn stendur nánast í stað – í heilan dag. Morgunblaðið/Ómar AÐ BROSA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI ÞARF EKKI AÐ KOSTA MIKIÐ Ókeypis fjöl- skylduskemmtun TÍMINN ER DÝRMÆTUR OG HANN KEMUR ALDREI TIL BAKA. HVERS VEGNA EKKI AÐ SLEPPA TAKINU Á INTERNETINU EÐA ÖÐRU TILGANGS- LAUSU OG EYÐA SMÁTÍMA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI EÐA VINUM. GERA GÓÐVERK, FARA Í FELULEIK, VEIÐA Á GRILLIÐ EÐA LESA GÓÐA BÓK Á BÓKASAFNI. FINNA BARNIÐ Í SJÁLFUM SÉR OG SLEPPA AF SÉR BEISLINU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ÁN ÞESS AÐ BORGA KRÓNU FYRIR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Það kostar ekkert að ganga á fjöll og það er fátt yndislegra en að komast á toppinn – alveg sama þótt það sé Úlfarsfell. Öllum er frjálst að ganga á öll fjöll en það verður að virða náttúruna, hana má ekki skemma. Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.