Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Blaðsíða 23
14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Svo framarlega sem þið eigið hjól er gaman að skoða hverfið sitt á hjóli. Skoða hvar vinir barnanna eiga heima, skoða garðana, kíkja á það hvernig nágranninn smíðaði pallinn svona ódýrt og annað. Forvitni og líkamsrækt er góð og skemmtileg blanda. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í kassa inni í geymslu er yfirleitt allt úti- legudótið. Þar eru sippuböndin, krítarnar, fris- bídiskarnir og annað skemmtilegt dót. Það má alveg ná í það þegar sumarfríið er búið og sólar- glæta kemur einn laugardag. Um að gera að skella sér út og þykjast vera í fríi og leika aðeins við börnin. Fátt betra. Það er ókeypis að gefa blóð og getur bjargað mannslífum. Þú færð að vita allt um blóðið þitt þegar þú gefur blóð; kól- esterólið, þrýstinginn og blóðflokkinn. Að blóðgjöf lokinni færðu kaffi og kruðerí. Ilmandi gott kaffi fyrir lífsbjörg. Það er ekki margt sem toppar það að bjarga mannslífi og drekka kaffi. Morgunblaðið/Kristinn Nú þegar sundmiðinn kostar nánast hálfan handlegg er ekki úr vegi að skella sér í sjóinn og ströndina. Reyna að finna útlenska stemningu, dýfa tánum í sjóinn og sóla sig á ströndinni. Á Borgarbókasafnið ertu alltaf velkominn. Þar má sitja og lesa góða bók, börnin geta lesið eða leikið sér til gagns og gamans og á meðan eru vandræði umheimsins á bak og burt, þau falla í gleymsku. Morgunblaðið/Styrmir Kári Það er gaman að skoða vita. Þar er enginn aðgangs- eyrir og útsýnið er frábært, það hefur ekki enn verið tekin ljót mynd af vita og þá er saga í hverjum vita. Þeir hafa staðið af sér ófá illviðrin og komið ófáum sjó- mönnum til bjargar í gegn- um tíðina. Að standa á bryggjunni með veiðistöng með fjölskyldunni er yndisleg stund. Ekki væri verra ef eitthvað gómsætt kæmi upp úr hafinu sem hægt væri að skella á grillið um kvöldið. Sjóbirtingur, lax og aðrir sjávarfiskar gætu hlupið á snærið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ýmiskonar undur má finna í fjörunni. Krakkar elska að ganga um strendur landsins og anda að sér sjávarloftinu, tína dót upp í fötu og skoða þegar heim er komið. Morgunblaðið/Benedikt Bóas Hellisgerði í Hafnarfirði, Guðmundarlundur í Kópavogi, Grasagarðurinn í Laugardal, Elliðaárdalur og auðvitað Heiðmörkin eru við borgarmörkin. Þar kostar ekkert inn, hægt að taka með sér nesti og góða skapið og njóta þess að fara í feluleiki, búa til ævintýri og spila fótbolta. Leiktæki, bekkir, útigrill. Tíminn stendur nánast í stað – í heilan dag. Morgunblaðið/Ómar AÐ BROSA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI ÞARF EKKI AÐ KOSTA MIKIÐ Ókeypis fjöl- skylduskemmtun TÍMINN ER DÝRMÆTUR OG HANN KEMUR ALDREI TIL BAKA. HVERS VEGNA EKKI AÐ SLEPPA TAKINU Á INTERNETINU EÐA ÖÐRU TILGANGS- LAUSU OG EYÐA SMÁTÍMA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI EÐA VINUM. GERA GÓÐVERK, FARA Í FELULEIK, VEIÐA Á GRILLIÐ EÐA LESA GÓÐA BÓK Á BÓKASAFNI. FINNA BARNIÐ Í SJÁLFUM SÉR OG SLEPPA AF SÉR BEISLINU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ÁN ÞESS AÐ BORGA KRÓNU FYRIR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Það kostar ekkert að ganga á fjöll og það er fátt yndislegra en að komast á toppinn – alveg sama þótt það sé Úlfarsfell. Öllum er frjálst að ganga á öll fjöll en það verður að virða náttúruna, hana má ekki skemma. Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.