Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Matur og drykkir Þ egar ég var lítill Eyjapeyi var tvennt sem ég sagðist aldrei ætla að gera þegar ég yrði stór – ég ætlaði aldrei á sjó en ég var svo sjóveikur, og ég ætlaði aldrei að verða kokkur þar sem ég var svo matvandur. Þetta er hins vegar það eina sem ég hef unnið við í gegnum ævina,“ segir Einar kankvís í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Að eigin sögn réð tilviljun því að hann lagði fyrir sig matargerð, en leið hans lá í eldhúsið fljótlega eftir að hann tók sitt fyrsta pláss á báti. Tilkynnti skipstjórinn honum fljótlega að hann yrði kokkurinn í næsta túr. „Maður bara fölnaði og sagði þetta ekki koma til greina, enda kunni ég ekki að sjóða kartöflur,“ segir Einar léttur í bragði. Fór þó svo að hann hóf að elda ofan í mannskapinn, í fyrstu með dyggri aðstoð móður sinnar í landi sem sagði honum til. Fljótlega var hann hins vegar orðinn fær í flestan sjó og auk þess farinn að kunna vel við sig við pottana . Eftir smástopp í bakaríi, tókst Grími Þór Gíslasyni, betur þekktum sem Grími kokki, að plata Einar endanlega í fagið, og lá leiðin í kokkaskólann, með viðkomu á veitingastöðum á borð við Hjá Sigga Hall, Argentínu og víðar. Hann bætti síðan meist- aranáminu við sig og lauk því vorið 2012. „Núna er ég kominn með þau réttindi að ég get orðið tekið peyjana á samning. Ég ætla að nýta mér það og þjálfa fullt af ungum eyjapeyjum í framtíðinni,“ segir Ein- ar léttur. Ferskt hráefni úr Eyjum á boðstólum Að sögn Einars var stefnan alltaf að drífa sig aftur heim til Eyja eftir námið. Hélt hann sig við þá áætlun, enda fæddur þar og uppal- inn. Stofnaði hann þar veisluþjónustuna Einsa kalda árið 2008, auk þess að sjá um mat fyrir öll grunnskóla- og leikskólabörn í Eyjum. Starfseminni óx fljótlega fiskur um hrygg og í maí í fyrra var sam- nefndur veitingastaður opnaður á jarðhæð Hótels Vestmannaeyja, eft- ir gagngerar endurbætur. Fullt var út úr dyrum frá fyrsta degi og mikið fjör allt sumarið. „Hugsunin með Einsa kalda er að þeir sem koma og heimsækja Vestmannaeyjar gangi að því vísu að fá hráefni frá Eyjunum,“ segir hann spurður út í áherslurnar á veitingastaðnum. Matseðillinn er nokkuð árstíðabundinn, að hans sögn. Þar er m.a. að finna mikið úrval af ferskum fiski, lunda og svartfugl, ásamt flottum steikum. Einar gefur til að mynda gómsæta uppskrift að skötusel að hætti hússins hér á síðunni. Að sögn hans hefur aðsóknin einnig verið góð í ár, þótt arfaslakt sumarveður hafi að vísu dregið aðeins úr fjölda ferðamanna til Eyja það sem af er miðað við sama tíma í fyrra. Vel er engu að síður bókað í sumar og engan bilbug á mönnum að finna. Nafnið lá vel við Það er ekki hægt að sleppa Einari án þess að spyrja hann aðeins út í nafngift fyrirtækisins. Stendur ekki á svari; „Ég er Eyjamaður og heiti Einar – þannig að nafnið á fyrirtækinu lá vel við,“ segir hann kátur. Bætir hann kankvís við að ekki skemmi að Stuðmenn „eigi til“ að syngja um hann, og slær á létta strengi. Ljósmynd: Óskar Pétur Friðriksson EINSI KALDI Í VESTMANNAEYJUM Villtist í fagið úti á sjó VEITINGASTAÐURINN EINSI KALDI HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í VESTMANNAEYJUM. NAFNIÐ ER EKKI HELBER TILVILJUN EN EINAR BJÖRN ÁRNASON MATREIÐSLUMAÐUR RÆÐUR ÞAR RÍKJUM. SEGIST HANN HAFA VILLST INN Í HEIM ELDAMENNSKUNNAR ÞAR SEM HANN VAR SETTUR Í HLUTVERK KOKKS TIL SJÓS. MIKIÐ VATN HEFUR RUNNIÐ TIL SJÁVAR SÍÐAN. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Skötuselur að hætti Einsa Kalda. Einar Björn (fyrir miðju) ásamt vöskum liðskokkum Einsa Kalda í Eyjum. 600 gr bein- og fituhreinsaður skötu- selur (fyrir fjóra) Fiskurinn skorinn í hæfilega stóra bita og lagður í lög. LÖGUR: 200 ml ólífuolía 2 geirar hvítlaukur 1 stk chilli 1 putti engifer kóríander (eftir smekk) 1 msk hunang 1 tsk soja sítrónubörkur (smá skvetta) Allt hráefnið nema olía er sett í blandara og unnið í stutta stund. Ol- íunni er síðan hellt rólega saman við, þar til lögurinn er þykkur og flottur. Hellt yfir fiskinn og hann settur í kæli yfir nótt. Fiskurinn er síðan steiktur á pönnu með sjóðheitri olíu. Leyfið honum að brúnast vel. Eftir steikingu er gott að sýna honum ofninn í 4-5 mín. á 180° (fer svolítið eftir stærð bitanna). Lyk- ilatriði er síðan að láta fiskinn hvíla úti í 1-2 mín. áður en að hann er framreiddur. NÍPUMAUK 1 stór eða 2 litlar nípurætur ½ rjómi (til suðu) 50 gr smjör salt (af hnífsoddi) ljós pipar (af hnífsoddi) 1 tsk sítrónusafi Nípurót er skræld og skorin í hæfi- lega bita. Sett í pott og soðin í rjóma þar til rótin er orðin mjúk í gegn. Sigtið hana þessu næst frá rjómanum. Setjið í matvinnsluvél ásamt hinum hráefnunum og maukið. Til að þynna maukið má hella saman smá af rjóm- anum sem nípan var soðin í. Aðal- atriðið er að vinna hana vel, svo að hún verði slétt og fín. Í maukið má síðan bæta við því hráefni sem þið viljið, t.d. ferskum kryddjurtum. REYKÝSU-BYGG 20 gr reykt ýsa 2 stk skalotlaukur 1 geiri hvítlaukur 1 ml olía 200 gr bankabygg 1 dl hvítvín 2 msk mascarpone-ostur 2 msk parmesan-ostur Skalotlaukur og hvítlaukur eru sax- aðir smátt og svitaðir í potti í heitri olíu. Bankabygginu síðan hellt saman við og unnið saman með sleikju. Vatni og hvítvíni er bætt við og byggið soð- ið. Þegar það hefur dregið í sig vökv- ann er blandan kremuð með því að bæta út í hana smávegis mascapone- osti og ferskum rifnum parmesan. Þegar byggblandan er orðin vel krem- uð má bæta reyktu ýsunni út í. BRENNT SMJÖR Setjið 200 grömm af íslensku smöri í pott og leyfið að malla þar til það byrjar að brenna. Takið smjörið þá af hellunni en leyfið því að malla aðeins áfram í pottinum. Þegar smörið hefur kólnað, sigtið það í gegnum grisju í skál (grisjan tekur gromsið en hleypir tærum vökvanum í gegn). Tæra smjörið er notað sem sósan á fiskinn (má bragðbæta með kryddi ef vill). Gromsið af smjörinu má nýta t.d. með því að þurrka það inni í ofni og blanda saman við sjávarsalt. Skötuselur að hætti Einsa kalda

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.