Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 Föt og fylgihlutir Þ að voru þau Mark Ascoli og Martine Sit- bon, listrænir stjórnendur tískuhússins, sem buðu Arnari Má Jónssyni fatahönn- uði starf, en hann hafði áður starfað sem starfsnemi hjá tískuhúsinu vorið 2011 í gegnum starfsnámsáfanga í Listaháskólanum. Martine og Marc höfðu heillast að útskriftar- línu Arnars sem er einstaklega textílmiðuð. Lín- an, sem er innblásin af hamskiptum og umbreyt- ingu efna, var aðallega unnin úr ull. Arnar segir mjög gott að vinna með ullina því hún bjóði upp á svo marga möguleika. „Ég vann bæði með ofna og prjónaða ull og samtvinnaði og breytti þessum tveim eiginleikum í sömu flíkinni,“ segir hann. Áhugi á textíl kviknaði hjá A child of the Jago Eftir fyrsta árið í Listaháskólanum fór Arnar til London á Erasmus-styrk í starfsnám hjá A child of the Jago. Þar vann Arnar mikið með textíl og vann meðal annars við handunnar sérgerðar flík- ur eða „one-off“ og þar má segja að áhuginn á textíl hafi kviknað. Eftir sumarið var það Joe Corre, listrænn stjórnandi tískuhússins, sem bauð Arnari starf hjá móður sinni, tísku-pönk drottingunni Vivienne Westwood, sem hann þáði og starfaði hjá sumarið eftir. Vivienne er mikill umhverfissinni og berst fyrir ýmsum málefnum sem viðkemur verndun náttúr- unnar, segir Arnar. „Allir sem starfa hjá fyrir- tækinu fá sérstakan bækling og þurfa að kynna sér umhverfismál, hún hugsar mikið um náttúr- una og það mátti til dæmis aldrei vera kveikt ljós ef það var bjart úti.“ Arnar starfaði hjá Vivienne í 6 mánuði og náði því að vinna með tískuhúsinu að sumarlínunni 2013 sem ber heitið „Climate re- volution“. Verkefnin snerust aðallega um að sérhanna flíkur og teikna upp línuna sjálfa. Arnar telur það mikilvæga reynslu að vera starfsnemi. „Það kom mér á óvart hvað námið er í raun mikil vinna, en ég hef tamið mér það að reyna að læra eins mikið og ég get, bæði í nám- inu og af öðrum hönnuðum.“ Arnar hlaut Leónardó-styrkinn, sem er styrk- ur fyrir nýútskrifaða nemendur til starfsþjálf- unar á evrópskum vinnumarkaði og er því ný- fluttur til Parísar þar sem hann starfar í hönnunarhluta stúdíós Rue du Mail við rann- sókn, textíl og skissuvinnu. Hjá Rue du Mail verður Arnar aðallega að vinna með kvenfatnað sem er honum nýtt verkefni því alla sína skóla- göngu hefur hann eingöngu unnið með herra- fatnað. Rue du Mail er mjög textílmiðað fyrirtæki sem sýnir einstaklega fágaða franska hönnun. Þetta er því gífurlega spennandi verkefni fyrir ungan hönnuð og góð byrjun. Aðspurður hvað hann ætli að gera við útskriftarverkefnið segist Arnar ætla að taka þátt í sem flestum hönnunarkeppnum. „Það er góður vettvangur til þess að kynna verk- efnið, eftir sex mánaða vinnutörn er synd að setja verkefnið bara inní skáp,“ segir hann. Þess má geta að hann var valinn til þess að sýna hönnun sína á keppninni Designers Nest, sem er í tengslum við tískuvikuna í Kaupmannahöfn, en það er vettvangur fyrir nýútskrifaða fatahönnuði til þess að kynna verkefni sín. ARNAR MÁR JÓNSSON FATAHÖNNUÐUR Starfar hjá stóru tískuhúsi í París ARNAR MÁR JÓNSSON ER NÝÚTSKRIFAÐUR FATAHÖNNUÐUR FRÁ LISTAHÁ- SKÓLA ÍSLANDS. HANN HLAUT ÞANN HEIÐUR AÐ VERA BOÐIÐ STARF HJÁ HINU VIRTA FRANSKA TÍSKUHÚSI RUE DU MAIL, DAGINN EFTIR ÚTSKRIFTARSÝNINGU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Arnar Már Jónsson fatahönnuður mun starfa í hönnunarhluta Rue du Mail, aðallega við rannsóknir, textíl og skissuvinnu. Morgunblaðið/Eggert Instagram var logandi eftir cout- ure-sýningu Chanel þegar tísku- húsið sýndi svokallaða nagla- hringa. Þetta svala fyrirbæri kemur nánast í stað naglalakks, NÝTT ÚR HEIMI TÍSKUNNAR Naglahringar hjá Chanel þrátt fyrir að vera sennilega óbærilega ópraktískt er þetta svakalega flott og á án efa eftir að verða vinsælt hjá hörðustu tísku- fórnalömbum. Naglahringarnir eiga eflaust eftir að ná vinsældum enda virkilega flott fyrirbæri. BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖS 12 - 18 / LOKAÐ LAUGARDAGA Í JÚLÍ RETRO SÓFI Nostalgía í stofuna... kr. 175.800

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.