Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Qupperneq 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Qupperneq 54
Menning 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 G agnrýnandi Morgunblaðsins gaf frumraun færeyska dú- ettsins Byrtu, samnefndum geisladiski, sín bestu með- mæli í blaðinu fyrir helgi. Byrtu skipa þau Guðrið Hansdóttir, sem er kunn fyrir rokkaða þjóðlagatónlist, og Janus Rasmussen, sem hefur búið hér á landi í nokkur ár og er þekktur sem einn meðlima hljómsveitarinnar Bloodgroup. Árni Matthíasson rýnir blaðsins segir tón- list Byrtu vera „rafeindapopp, sveimkennt og lagrænt.“ Guðrið semur lög og texta en Jan- us stýrir upptökum og útsetningum. Árni segir útsetningarnar vel heppnaðar, „eilítið gamaldags hljóðaheimur en mjög smekklega útfærður … Guðrið er frábær söngkona og fínn lagasmiður og Janus smekkvís og hugmyndaríkur út- setjari.“ Rætur þessarar fyrstu plötu Byrtu liggja hér á landi, því þau Guðrið og Janus hófu samvinn- una hér, þegar hún var við nám í tónlistar- skóla FÍH. „Guðrið hefur gert þrjár sólóplöt- ur sem hafa meðal annars fengið mjög góða dóma á Íslandi,“ segir Janus þegar rætt er við hann þar sem hann er staddur í Fær- eyjum, meðal annars við að undirbúa þátt- töku Byrtu á hinu rómaða G-festivali. „Hún bjó í Reykjavík í tvö ár og einu sinni fór ég til hennar í partí. Hún sagðist þá eiga nokk- ur lög sem hana langaði að gera eitthvað með en þau pössuðu ekki við það sem hún var að gera í sinni tónlist. Hún hefur verið að vinna í anda þjóðlagatónlistar en spurði hvort ég hefði áhuga á samstarfi. Þegar ég heyrði lögin var ég strax til.“ Þau Janus og Guðrið tóku sér góðan tíma í að vinna plötuna, heilt ár að hans sögn. „Fyrsta sessjónin var í desember 2011 og svo vorum við að vinna í plötunni af og til allt árið í fyrra. Stundum var ég á tónleika- ferð með Bloodgroup og hún með sinni hljómsveit, sem Guðrið, en við náðum af og til saman. Afraksturinn er þessi plata.“ Vantar unga fólkið í Færeyjum „Við fórum í nokkra hringi með sum lögin, prófuðum að gera hitt og þetta við þau,“ segir Janus. „Við vissum í raun ekki í byrjun hvers konar tónlist við værum að gera. Og það var frekar seint sem við fundum okkur þá stefnu sem platan endaði í, sem er svona elektrónískt popp. Platan er öll sungin á færeysku og eiginlega hefur svona tónlist aldrei verið sungin á færeysku fyrr.“ Hann staðfestir þann orðróm sem borist hefur hingað upp, að tónlistinni hafi verið af- ar vel tekið í Færeyjum og sé til að mynda mikið spiluð þar í útvarpi. „Þetta er strax orðið mjög vinsælt,“ segir hann. „Við héldum okkar fyrstu tónleika hér í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn um daginn, þegar haldið var upp á 30 ára afmæli húss- ins. Sísí Ey og Úlfur Úlfur voru líka að spila og við vorum aðalnúmerið, á okkar fyrstu tónleikum sem hljómsveit. Það voru 700 manns í salnum og stemningin rosalega fín. Fólk frá barnsaldri og upp í sjötugt var að fíla þetta. Þetta er ekki tónlist fyrir einn hóp.“ Hann segir þessa fyrstu tónleika hafa tekist frábærlega og þau setji upp talsvert „sjó“. Guðríð syngi og leiki á rafhörpu, hann á hljómborð og sjái um ýmsa effekta, þá sé gítarleikari með þeim og þrjár söngkonur. Frumraun Byrtu hér á landi verður í Norð- urljósasal Hörpu á menningarnótt í ágúst. Janus hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2007; fyrsta árið var hann á Egils- stöðum, meðan Bloodgroup var gerð út að austan, en í Reykjavík síðan 2008. „Ég byrjaði að starfa með Bloodgroup 2006. Fyrsta árið flaug ég á milli Íslands og Færeyja og það var geðveikt mikið vesen,“ segir hann og hlær. „Svo þurfti ég sífellt að keyra milli Egilsstaða og Reykjavíkur, allar helgar fóru í það.“ Undanfarið hefur verið mikið að gera hjá Bloodgroup, ný plata kom út í febrúar og sveitin hefur verið á tónleikaferðum erlendis. „Við spiluðum í Þýskalandi, Sviss, Rúmeníu, Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Danmörku …“ telur hann upp. Það hefur heyrst að Bloodgroup sé sér- staklega vinsæl í Póllandi, er að rétt? „Já, við erum mjög vinsæl þar. Við fórum þangað fyrst 2011 og vissum ekkert á hverju við áttum von. Fyrstu tónleikarnir voru í Posnam og það var uppselt! Allir voru að syngja með og það var mjög súrrealískt. Það er ánægjulegt þegar fólk lifir sig svona inn í tónlistina og það er mjög ánægjulegt að spila fyrir fólk í Austur-Evrópu.“ Janus segir mikinn mun vera á tónlistarlíf- inu í Færeyjum og á Íslandi, til dæmis sé raftónlist eins og Byrta og Bloodgroup leika, varla til þar. „Það er engin samkeppni, við í Byrtu erum ein á þessu sviði hér, og textar á færeysku hafa ekki heyrst í svona tónlist. Textar Guðrið eru frábærir, þeir eru mjög einlægir og fjalla mikið um tímann þegar hún bjó á Íslandi. En á Íslandi er samkeppni í rafpoppi og alltaf er eitthvað gott að koma út. Þar er lifandi tónlistarsena.“ Guðrið er aftur flutt til Færeyja en Janus segist vera orðinn fastur á Íslandi og í raun þekkja fleiri hér í dag en í Færeyjum. „Það er svo skrítin staða í Færeyjum að ungt fólk býr ekki lengur á eyjunum, þar fer annað í skóla. Það vantar fólk á milli 20 og 35 ára á eyjarnar, fólkið sem er að gera eitthvað skapandi. Það er vandamál, en fólk er að átta sig á þessu og nú virðast fleiri vera að flytja heim og vilja sýna að þar sé hægt að gera góða hluti.“ „Textar Guðrið eru frábærir, þeir eru mjög einlægir og fjalla mikið um tímann þegar hún bjó á Íslandi,“ segir Janus. Þau Guðrið eru Byrta. Ljósmynd/Sigríður Ella Frímannsdóttir VEL LUKKUÐ FRUMRAUN DÚETTSINS BYRTU Svona tónlist hefur aldrei verið sungin á færeysku fyrr „ÞETTA ER STRAX ORÐIÐ MJÖG VINSÆLT,“ SEGIR JANUS RASM- USSEN, MEÐLIMUR HLJÓMSVEIT- ANNA BYRTU OG BLOODGROUP, UM PLÖTU ÞEIRRA GUÐRIÐ HANS- DÓTTUR SEM VARÐ TIL Á ÍSLANDI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Janus á sviði með Bloodgroup á Iceland Airwaves. Hann hefur starfað með hljómsveitinni frá 2006. Morgunblaðið/Ernir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.