Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Síða 64
SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 2013
Í fyrsta sinn á Íslandi gerðist það í vikunni að tveir
menn hentu sér fram af fjalli í svifvæng, annar þeirra
losaði sig frá, féll í frjálsu falli og sveif til jarðar í fall-
hlíf. Gísli Steinar Jóhannesson svifvængjakennari hjá
paragliding.is segir þetta hafa verið algjörlega ein-
stakt. „Þetta hefur aldrei verið gert áður á Íslandi, og
það eru kannski innan við hundrað manns í heiminum
sem hafa gert þetta,“ segir hann.
Fólk á tjaldstæði öskraði
Það var hinn bandaríski Eric Jonathan Hill sem valdi
að svífa svona til jarðar, en þeir stukku fram af Laug-
arfelli við Laugarvatn. „Markmiðið var að komast nógu
hátt, en við komust í 150 metra hæð,“ segir Gísli, en
lágmarkið var 100 metrar. Gísli segir það hafi verið
taugatrekkjandi þegar Hill sleit sig lausan. „Þetta
gerðist allt mjög hægt, ég var ekki viss um að þetta
tækist og vissi það í raun ekki fyrr en ég sá fallhlífina
opnast,“ segir hann og bætir við: „Fólk sem var á
tjaldstæðinu vissi ekkert hvað var í gangi og margir
öskruðu þegar þeir sáu manninn falla.“
Vissum að þetta væri hægt
Gísli segir að ástæðan fyrir þessu hafi verið einföld.
„Við vissum að þetta væri hægt! Þetta var rosalegt, al-
veg rosa gaman. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa
því.“ Þeir fóru ekki af stað fyrr en eftir góðan und-
irbúning og voru búnir að æfa þetta vel á jörðu áður
en þeir lögðu í fjallið. Einnig var þetta áskorun fyrir
Gísla, því hann þurfti eftir stökkið hjá Hill, einn að
stjórna tveggja manna svifvæng sem erfitt er að stýra
þegar helmingur þyngdarinnar er farinn.
Hill, sem er mikill ævintýramaður, er í heimsreisu
en hann ætlar að ferðast til allra landa heims og stefn-
ir á heimsmet. Markmiðið er að fara til allra landanna
á sem skemmstum tíma. Skoða má allt um ferðir hans
á gowitheric.com. Myndband af stökkinu má sjá á
mbl.is.
Eric Hill er að sleppa
takinu af svifvængnum.
STÖKK FRÁ SVIFVÆNG MEÐ FALLHLÍF
„Þetta var rosalegt“
Ljósmynd/Gísli Steinar Jóhannesson
Sigrún Sigríðardóttir eignaðist
Skugga, Maine Coon-kött, fyrir
tveimur árum. Tveir Maine Coon-
kettir hafa bæst við síðan þá.
„Ég hafði heyrt af sérstaklega
stórum og blíðum kisum en það
fyrsta sem datt upp úr mér þegar
ég sá þá; „Ha, eru þeir ekki
stærri?“ Ég hafði líklega séð ljón
eða tígrisdýr fyrir mér, en ég er
mjög hrifin af stórum kattar-
dýrum. Þeir eru samt mjög stórir.
Ég sagði við sonardóttur mína um
daginn; „Sjáðu stóru kisu.“ „Nei,
amma, sjáðu litla ljónið,“ svaraði
hún,“ segir Sigrún.
„Ég hef aldrei átt hund en ég
myndi halda að þetta væri mitt á
milli þess að eiga hund og kött.
Þeir elta mann út um allt og eru
ólíkt köttum – hópdýr. Skuggi er
samt ekki dæmigerður Maine Co-
on-köttur og það eru bara nokkrir
sem hann er hrifinn af. Hann er
seintekinn og sérvitur en ég er
þannig að mér þykir oft sér-
staklega vænt um karaktera sem
eru ekki alveg dæmigerðir.“
Skuggi vill helst að Sigrún sitji
hjá honum og lesi og hann veit fátt
skemmtilegra en að sulla í vatni.“
Hann spjallar mikið og ég á móti
og mér líður stundum eins og Sig-
urjóni Kjartanssyni í Fóstbræðr-
um þegar hann var að tala við
blómin, og hugsa að það sé eins
gott að enginn heyri til mín!“
SKUGGI ER SÉRSTAKUR
Stór og
ræðinn
Sigrún Sigríðardóttir á Maine Coon-köttinn Skugga sem líkist litlu ljóni.
Morgunblaðið/Eggert
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Bræðurnir Vignir Svavarsson, landsliðsmaður í handbolta, til vinstri, og bróðir hans Rúnar Svavarsson
handboltamaður í Noregi, til hægri, eru ansi áþekkir leikararnum og hjartaknúsaranum Ryan Gosling.
4G kerfi Vodafone er komið í loftið í Eyjafirði
og á völdum svæðum á Suður- og Vesturlandi.
Nú er stóraukinn gagnahraði á Vodafone Farneti
með innleiðingu 4G, sem er þráðlaus háhraða
nettenging.
Tilboðið gildir til 31. júlí
Kynntu þér allt um 4G á vodafone.is,
í verslunum Vodafone eða hringdu í 1414.
Öflugri samskipti bæta lífið
Ertu til í stóra
stökkið?
Ekkert mánaðargjald í
Vodafone 4G Farneti
í júlí og ágúst