Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Athygli vekur hve fyrrverandiráðamenn, þessir sem kjósendur
höfnuðu með eftirminnilegum hætti,
eru uppteknir af
verklagi nýs stjórnar-
meirihluta í tengslum
við umsókn Íslands
um aðild að Evrópu-
sambandinu.
Össur Skarphéð-insson, fyrrver-
andi utanríkis-
ráðherra, segir að
það sé „sjúsk og
subbuskapur“ að ætla
að slíta viðræðunum
við ESB með þeim
hætti sem ríkis-
stjórnin sé að gera.
Árni Þór Sigurðsson, vopnabróðirhans í ESB-málum og fyrrver-
andi formaður utanríkismálanefndar,
mótmælir því ekki að lagalega sé rétt
að málum staðið nú, en finnst það að-
finnsluvert pólitískt.
Fyrri ríkisstjórn stóð þannig aðumsókn um aðild að Evrópu-
sambandinu að óhætt er að segja að
þetta tal um subbuskap eða önnur
gagnrýni á aðferðir kemur úr hörð-
ustu átt.
Össur, Árni Þór og félagar keyrðuumsókn um aðild í gegnum
þingið með slíkum blekkingum og
þvingunum að svona orðbragð dugar
ekki til að lýsa vinnubrögðunum.
Á hinn bóginn er sjálfsagt fyrir nú-verandi stjórnvöld að ljúka hratt
þeim viðræðuslitum sem hafin eru.
Engum – jafnvel ekki aðildarsinn-unum í VG eða Samfylkingu –
er greiði gerður með því að bíða með
að ljúka málinu. Þvert á móti er nauð-
synlegt að koma þessa óheillamáli út
úr heiminum sem allra fyrst.
Össur
Skarphéðinsson
Örvæntingarfullir
aðildarsinnar
STAKSTEINAR
Árni Þór
Sigurðsson
Veður víða um heim 23.8., kl. 18.00
Reykjavík 14 súld
Bolungarvík 14 súld
Akureyri 18 skýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 12 skúrir
Ósló 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 15 skúrir
Glasgow 18 skúrir
London 22 heiðskírt
París 28 heiðskírt
Amsterdam 25 léttskýjað
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 23 skýjað
Moskva 21 þrumuveður
Algarve 30 heiðskírt
Madríd 35 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 30 léttskýjað
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 20 skýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 26 heiðskírt
Chicago 24 heiðskírt
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:48 21:13
ÍSAFJÖRÐUR 5:43 21:28
SIGLUFJÖRÐUR 5:25 21:12
DJÚPIVOGUR 5:15 20:45
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Innanríkisráðherra fór þess á leit í
sumar að fleiri sveitarfélög tækju við
hælisleitendum. Kostnaðurinn við
uppihald þeirra er greiddur úr ríkis-
sjóði, en Reykjanesbær hefur einn séð
um að hýsa hælisleitendur meðan um-
sóknir þeirra eru teknar fyrir.
Jóhannes Tóm-
asson, upplýsinga-
fulltrúi innanríkis-
ráðuneytisins,
sagði sveitarfélög
víðsvegar um
landið hafa gefið
jákvæð svör, án
þess að endanleg
svör hefðu fengist.
„Sveitarfélögin
hafa frest til 12.
september til að
svara bréfi ráðuneytisins með óskum
þess að koma inn í þetta verkefni,“
sagði hann.
Gæti verið hvar sem er
„Einhver hafa þó lýst yfir að þau
hafi áhuga. Hugmyndin er að hefja
samstarf við kannski eitt eða tvö sveit-
arfélög til viðbótar við Reykjanesbæ
um að taka fast við hælisleitendum, en
hafa svo eitt til tvö til vara ef svipaður
fjöldi hælisleitenda kæmi hingað til
lands og í ár, eða ef mikill fjöldi kæmi
á stuttum tíma,“ sagði Jóhannes og
bætti við að ekki stæði til að dreifa
hælisleitendum um landið þvert og
endilangt. Jóhannes sagði Reykjanes-
bæ hafa þurft að taka við fleiri hælis-
leitendum en þeir höfðu gert ráð fyrir,
og bentu á að sveitarfélagið hefði ein-
hvern kostnað af umstangi við að
sinna verkefninu, þó svo að ríkið greiði
kostnaðinn við móttöku og uppihaldið
að fullu. „Það skiptir í sjálfu sér ekki
máli hvar á landinu þessi sveitarfélög
eru, þau gætu jafnt verið á norðaust-
urhorni landsins alveg eins og suð-
vestur,“ sagði Jóhannes. Reykjanes-
bær vakti athygli ráðuneytisins á því í
sumar að fjöldi hælisleitenda í hús-
næði hjá sveitarfélaginu væri orðinn
töluverður. Það stafi meðal annars af
fjölda króatískra hælisleitenda sem
kom hingað til lands í ársbyrjun.
Sveitarfélög
jákvæð í garð
hælisleitenda
Jóhannes
Tómasson