Morgunblaðið - 24.08.2013, Síða 10
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
N
afn málverkasýningar
Stefáns Boulter vek-
ur strax forvitni hins
ólærða áhorfenda,
Anamnesis. Hvernig
tengist það málverkum sem ein-
kennast af fágun og ró? „Anamnesis
er sú hugmynd hjá Plató að það
sem við erum að læra sé í rauninni
eitthvað sem við höfum gleymt úr
fyrri lífum og þurfum að rifja upp.
Þekking og minningar sem voru til
staðar glatast þegar við fæðumst og
lærdómurinn verður í rauninni upp-
rifjun og kennarinn því hálfgerð
ljósmóðir sem hjálpar okkur að
muna þegar við lærum eitthvað. Ég hef í mínu lífi upplifað þetta á ein-
hvern hátt og kannski í sjálfu sér í
listinni líka þar sem maður sækir
sér tjáningarform sem er ekki endi-
lega í takt við samtímann. Það er
ekki hægt annað en að velta því fyr-
ir sér hvers vegna maður gerir
það,“ segir Stefán.
Einlægt tjáningarform
Stefán sýnir ásamt finnskum
vini sínum, Janne Laine, sem hann
kynntist í gegnum unnustu sína,
Rannveigu Helgadóttur listmálara.
„Þetta er í rauninni ekki samsýn-
ing, frekar tvær einkasýningar. Ég
sýni málverk og Janne sýnir grafík
myndir. Hann hefur líka kennt við
Myndlistaskólann á Akureyri eins
og ég.“ Stefán hefur sótt sitt list-
nám víða, hann fór í grafíska hönn-
un til Bandaríkjanna, var í formlegu
listnámi í Flórens á Ítalíu og eins
og mörgum er kunnugt um var
hann lærlingur hjá listamanninum
Odd Nerdrum. Þegar Stefán er
inntur eftir því hvers vegna mál-
verkið hafi orðið fyrir valinu sem
listform stendur ekki á svari. „Mér
hefur alltaf fundist málverkið vera
það form sem er satt. Maður er al-
veg berskjaldaður og svindlar sig
ekkert út úr því. Málverkið getur
verið mjög einlægt tjáningarform.
Ég er samt auðvitað hrifinn af alls
kyns liststefnum, einu kröfurnar
sem ég geri eru að hlutirnir séu vel
gerðir.“
Nánd í lifandi módelum
Menn sem ætla má að séu ann-
aðhvort umkomulausir eða í djúpum
hugleiðingum eru áberandi á sýn-
ingu Stefáns. Oftast notast hann við
lifandi módel þó að það séu vissu-
lega undantekningar á þeirri reglu.
„Maður nær miklu meiri persónu-
legri nánd noti maður lifandi fyr-
irmyndir. Stundum blanda ég líka
Túlkun er skáldleg
og aldrei sönn og rétt
Listmálarinn Stefán
Boulter opnaði nýlega
málverkasýninguna
Anamnesis í Listasafn-
inu á Akureyri. Stefán
reynir að forðast að túlka
eigin verk enda segir
hann það líkast því að
reyna að skilgreina hug-
tökin frelsi og ást.
Menn Þessi mynd er úr seríunni Contemplating Men 2012-2013. Ýmist um-
komulausir eða djúpt hugsi menn eru áberandi á sýningunni Anamnesis.
...það er nefnilega
þannig að með hverju
nýju verki er maður að
læra upp á nýtt.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
NJÓTIÐ ÞESS AÐ FLJÚGA
NÁMSKEIÐ GEGN FLUGFÆLNI – SEPTEMBER 2013
Icelandair efnir til námskeiða fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni.
Kenndar verða aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni
og farið verður yfir þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu.
Námskeiðinu lýkur með flugferð til eins af áfangastöðum
Icelandair í Evrópu.
Leiðbeinendur: Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur
og Páll Stefánsson, flugstjóri.
Námskeiðin hefjast 2. og 3. september 2013.
+ UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING
eline@icelandair.is I SÍMI: 50 50 156
Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 29. ágúst 2013.
+ www.icelandair.is
Hönnunarbúðin Kraum, sem hefur
aðsetur í Aðalstræti 10 í Reykjavík,
mun standa fyrir útsölufatamark-
aði af lager sínum í dag auk þess
sem boðið verður upp á kraumandi
djass yfir daginn sem og um kvöld-
ið.
Markaðurinn sjálfur verður í
tjaldi fyrir utan verslunina og
kennir þar ýmissa grasa. Meðal
þess sem verður í boði er fatnaður
frá ELM, Royal Extreme og Spaks-
mannsspjörum. Gítarleikarinn
Andrés Þór og bassaleikarinn Þor-
grímur Jónsson munu síðan sjá um
tónlistina og mun hún standa frá
klukkan 15 til 21.30 með hléum.
Dagskráin einkennist af frumsam-
inni tónlist með djass-ívafi. Mark-
aðurinn verður opinn á milli 13 og
18 og allir velkomnir.
Vefsíðan www.kraum.is
Morgunblaðið/Júlíus
Markaður Hönnunarbúðin Kraum stendur fyrir fatamarkaði í dag klukkan 13.
Fatamarkaður í Aðalstrætinu
Efnt verður til sýningar í Gym & To-
nic salnum í Kex hostel í dag. Þar
munu þeir Magnús Andersen og
Daníel Starrason sýna ljósmyndir
sínar en þeir hafa nýlokið vel
heppnaðri sýningu á Akureyri þar
sem sömu verk voru til sýnis. Um er
að ræða ljósmyndir af tónlistarlífi
og tónlistarmönnum og hafa þeir fé-
lagar hlotið mikið lof fyrir. Dagbjört
Jóhannesdóttir mun síðan sýna
skúlptúra og málverk auk þess sem
Sigurður Sævar mun sýna myndlist
sína.
Magnús Andersen og Daníel Starrason meðal sýnenda
Ljós-, mynd- og skúlptúrasýning
í Gym & Tonic sal Kex hostels
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Sýning Viðburðurinn verður í hostelinu Kex í dag og verður ýmislegt til sýnis.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.