Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 31

Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 31
verður í eigu erlendra starfsmanna fyrirtækisins. Invent Farma hefur verið í sölu í meira en eitt ár en aðeins fjórir mán- uðir eru frá því að Burðarás og FSÍ settu sig fyrst í samband við seljend- ur í því skyni að kaupa fyrirtækið. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafði reynst erfitt að selja fyrirtækið erlendum fjárfestum. Ís- lensk fjármagnshöft og skattalöggjöf á Spáni og Íslandi voru helstu ástæð- ur þess að slík sala hafði ekki náð fram að ganga. Fengu undanþágu frá höftum Margt bendir til að það sé talsverð- ur ávinningur af því – fyrir íslenskt þjóðarbú sem glímir við gjaldeyris- kreppu – að eignarhaldið fari ekki úr höndum íslenskra fjárfesta. Með kaupunum, sem eru fjármögnuð með eigin fé og að stærstum hluta greitt fyrir hlutinn í krónum, eru hinir nýju íslensku fjárfestar að eignast arð- samt fyrirtæki með stöðugt erlent tekjustreymi. Á síðasta ári nam hagn- aður Invent Farma fyrir skatta og af- skriftir (EBITDA) um 20 milljónum evra. Samkvæmt áreiðanleikakönn- unum sem fjárfestahópurinn lét framkvæmda í tengslum við kaupin standa væntingar til þess að rekstr- arhagnaður fyrirtækisins muni aukast á komandi árum. Til þess að kaupin næðu fram að ganga þurfti fjárfestahópurinn enn- fremur að óska eftir fordæmisgefandi undanþágu frá lögum um gjaldeyris- mál frá Seðlabanka Íslands. Heimild- ir Morgunblaðsins herma að slík und- anþága hafi verið veitt í byrjun þessarar viku. Þykir sú ákvörðun til marks um að Seðlabankinn hafi verið þeirrar skoðunar að með kaupunum væri verið að tryggja áframhaldandi nettó gjaldeyrsinnflæði til þjóðarbús- ins vegna starfsemi Invent Farma. Helmingur veltunnar á Spáni Invent Farma rekur í dag tvær verksmiðjur nærri borginni Barce- lona. Önnur framleiðir virk lyfjaefni og hin tilbúin lyf á borð við hylki, töfl- ur og stungulyf. Starfsmenn eru sam- tals fjögur hundruð, en veltan á síð- asta ári var um 80 milljónir evra, jafnvirði um 14 milljarðar íslenskra króna. Fyrirtækið er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðanda á Spáni. Stærsta einstaka markaðssvæði In- vent Farma er Spánn, en þó kemur um helmingur veltunnar vegna sölu utan Spánar. Þar eru Bandaríkin, Japan, Suður-Kórea og önnur Evr- ópuríki mikilvægustu markaðirnir. Fyrsta fjárfesting Burðarás Á síðustu mánuðum hefur fram- takssjóðurinn Burðarás unnið að fjár- mögnun sjóðsins. Með því að ganga frá jafn stórum kaupum og á Invent Farma er talið líklegt að áhugi ýmissa fjárfesta – ekki síst lífeyrissjóða – að koma að fjármögnun sjóðsins muni í kjölfarið aukast umtalsvert. Fram- kvæmdastjóri Burðaráss er Þór Hauksson, en hann var áður fjárfest- ingastjóri Framtakssjóðs Íslands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hefur fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka verið ráðgjafi fyrir fjárfestahópinn í tengslum við kaup- in. Framtakssjóður Þór Hauksson er framkvæmdastjóri Burðaráss. Í samtali við Morgunblaðið í júní sagði Þór að sjóð- urinn myndi fjárfesta í meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Kaupin á Invent Farma eru fyrsta fjárfesting sjóðsins. Morgunblaðið/Styrmir Kári FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 MYNDARLEGUR www.landrover.is NÝR LAND ROVER DISCOVERY 4 VERÐ FRÁ 10.990.000 KR. Land Rover Discovery 4 er einn glæsilegasti jeppi sem til er. 211 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins 8,3 l/100 km í blönduðum akstri*, ný 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýrinu og loftpúðafjöðrun á öllum hjólum sem tengd er Terrain Response stillanlega fjöðrunarkerfinu. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 5 8 *M ið að vi ð up pg ef na r vi ðm ið un ar tö lu r fr am le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri . GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 STUTTAR FRÉTTIR ● Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað sér- stakt ráðgjafarráð um efnahagsmál og opinber fjármál. Hlutverk ráðsins er að veita ráðherra ráðgjöf og aðstoð við verkefni á sviði efnahagsmála og fjármála hins op- inbera, og liðsinna ráðherra og ráðu- neyti hans við stefnumörkun á þeim sviðum. Ráðið verður ráðherra til að- stoðar við grein- ingu, mat á horfum og stefnumörkun í efnahagsmálum og við mótun ríkisfjár- málastefnu til skemmri og lengri tíma, með áherslu á tekjuöflun og út- gjaldaþróun. Ráðið er skipað til eins árs. Ráðgjafarráðið skipa dr. Ragnar Árna- son, prófessor við Háskóla Íslands, sem er formaður, dr. Þráinn Eggertsson, pró- fessor við Háskóla Íslands, Orri Hauks- son, framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, og Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur. Með ráðinu starfar Svan- hildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðið hefur heimild til að afla sér frek- ari sérfræðiaðstoðar í samráði við ráðu- neytið. Þá mun ráðgjafarráðið starfa ná- ið með starfsmönnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stofnar efnahagsráð Ragnar Árnason Þráinn Eggertsson Kaup á Invent Farma » Framtakssjóður Íslands og Burðarás hafa hvor um sig keypt um 30% hlut í spænska samheitalyfjafyr- irtækinu Invent Farma. » Seljendur eru um 20 ís- lenskir hluthafar. Burðarás og FSÍ greiða fyrir hlutinn – samtals 61% – að mestu í krónum. » Seðlabanki Íslands veitti fordæmisgefandi undanþágu frá höftum vegna kaupanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.