Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 39

Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 Myndarleg sýning í sýningarsölum stofnunarinnar stóð til júníloka. Þar voru gripir úr safninu í Hlíð á Núpi, bækur og handrit frá Lands- bókasafni – Háskólabókasafni og þó umfram annað ljósmyndir og vegg- spjöld sem byggjast á efni bókar- innar. Blaðamannafundir í Treviso og Mílanó leiddu til talsverðrar um- fjöllunar um þetta málefni í fjöl- miðlum. Þess má geta að 21. júlí verður haldin ráðstefna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í tilefni af útnefningu Skrúðs en þar verður m.a. fjallað um arkitektinn Carlo Scarpa og verð- launagarðinn Skrúð á Núpi. Skrautgarður þar sem áður var urð og grjót Saga og tilurð Skrúðs er merkileg fyrir margra hluta sakir. Árið 1906 hófst séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur og prófastur á Núpi í Dýra- firði, handa við gerð Skrúðs sem var einstakt framtak á þeim tíma. Skrúð- ur var frá upphafi nokkurs konar skólagarður þar sem nemendur lærðu plöntufræði og öðluðust einnig kunnáttu í ræktun matjurta til eigin brúks. Á ýmsa lund var starfið í garðinum fléttað saman við námið. Þegar Skrúður verður til eru mögu- leikar til ræktunar alls ókannaðir á þessum slóðum og yfirleitt á Íslandi. Tilgangurinn var því einnig að sýna fram á hvað hægt var að rækta þar vestra. Þar sem áður var urð og grjót var risinn skrautgarður innan fárra ára og um leið hvarf vantrúin og trú- in á ræktunarmátt íslenskrar moldar fékk byr undir báða vængi. Sama ár og Núpsskóli var lagður niður árið 1992 efndu nokkrir áhugamenn til fundar á Núpi í því skyni að efla veg Skrúðs. Stofnaður var Fram- kvæmdasjóður Skrúðs á vegum nokkurra samtaka og stofnana og var hlutverk sjóðsins m.a. að fjár- magna og vinna að endurbótum garðsins. Munaði þar mest um fram- lag Garðyrkjuskóla ríkisins, bæði kennara og nemenda. Fjórum árum síðar var stórum áfanga náð við end- urgerð garðsins og efndi sjóðurinn til mikillar hátíðar í Skrúði af þessu til- efni á stofndegi garðsins. Við það tækifæri afhenti, þáverandi mennta- málaráðherra, Björn Bjarnason, Ísa- fjarðarbæ garðinn til eignar og varð- veislu. Nýr eigandi fól Fram- kvæmdasjóði Skrúðs enn frekara hlutverk þar sem gerður var sam- starfssamningur í því skyni að tryggja umhirðu og umsjón ásamt rekstri, fjármögnun verkefna og fag- lega ráðgjöf. Afdrep og krossgötur álit dómnefndar Skrúður er jurtagarður á af- skekktum stað á Vestfjörðum, Ís- landi, nærri sjónum við einn fjarðanna sem skerast þar inn í land- ið, aðeins fáa kílómetra sunnan heim- skautsbaugs. Jurtagarðurinn er lagður og skipulagður með tilliti til þess óblíða veðurfars sem þarna rík- ir: honum þurfti að velja stað og ákvarða stærð, stinga upp svörðinn, hlaða grjótgarð í kring, virkja það sem til þurfti (mold, vatn, jurtir) og skapa skjól fyrir óblíðum náttúruöfl- unum. Hér þurfti kjark og þraut- seigju, sem einnig eru mikilvægustu verkfærin til að mennta og breyta hugarfari ungra bænda. Garðurinn er einfaldur í formi, hann endurspeglar á óhlutbundinn hátt sambúð mannlífsins og mis- kunnarlausra náttúruaflanna á Ís- landi, ægikrafta sem móta og endur- skapa landið í endalausri framrás tímans. Að lítill garður skuli leynast yst á hjara veraldar í hrjóstrugri náttúrunni, garður sem hefur staðist óblíð náttúruöflin í heila öld, gæti þrátt fyrir allt virst aðkomnum ferðamanni tákn um alúð og ræktar- semi sem talar til hans og minnir hann á sitt eigið heimaland og sína eigin sögu. Skipulag Skrúðs er ein- falt og nokkuð frjálslegt og að mörgu leyti eins og í hefðbundnum garði. Einfaldleiki og hógværð eru sterkustu kostir þess. Skrúður er í senn afdrep og krossgötur: garðhleðslan er tákn- ræn fyrir snertiflöt tveggja heima, heims trausts og ræktunar og heims sammannlegrar reynslu sem tengist ótalmörgum mismunandi stöðum. Einfalt form jurtagarðsins Skrúðs birtist og hverfur í umhverfi og menningu sem hefur þróað með sér híbýlaform sem tengist jörðinni og hefðbundnum byggingum úr torfi og grjóti, byggingarstíls sem rekja má til skorts á byggingarefnum svo sem timburs, rekaviðar úr fjörunni, formin eru aðlöguð stöðugum hverf- ulleika, byggðarmyndun sem fellur inn í náttúru í landi sem er undir- orpið stöðugum breytingum. Í land- inu þar sem „steinarnir tala“ er Skrúður ný leið til þess að skapa stað, stað sem sýnir þeim sem eftir koma gildi menntunar, nauðsynlegt skref í sérhverju ferli sem myndar traust á milli mannsins og staðarins þar sem hann lifir lífi sínu. Skrúður er því þéttur kjarni og um hann hverfist hagnýt og tákn- ræn merking samræðunnar við náttúruna. (Úr rökstuðningi dómnefndar sem birtist í bókinni Skrúður, Núpur. The XXIV Int- ernational Carlo Scarpa Prize for Gardens) » Skrúður er 24. garð- urinn sem hlýtur verðlaunin sem þykja með þeim virtustu á þessu sviði í heiminum. Aðalsteinn er ritari framkvæmda- sjóðs Skrúðs en Brynjólfur formaður framkvæmdasjóðs Skrúðs. (Ljósm. Fondazione Benetton Studi Ricerche) Íslenskir fulltrúar, fyrirlesarar og listamenn ásamt eiginkonum og nokkrum gestgjafanna á sviði Borgarleikhússins í Treviso eftir verðlaunaafhendinguna. (Ljósm. AE) (Ljósm BJ) Víða í Treviso var uppi auglýsing um verðlaunaafhendinguna. Bæjarstjóri Ísafjarðar, fulltrúi eigenda garðsins, var sýnilega ánægður með þá kynningu. (Ljósm. BJ) Eitt af fjölmörgum veggspöldum sýningar um Skrúð, Dýrafjörð og Ísland sem haldin var í tilefni af verðlaunaveitingunni. Svipmynd innan eins verka Carlos Scarpa, grafreitur í San Vito di altivole Sigurður Njálsson - Guðm. Sigurjónss. 214 Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 201 Pétur Antonsson - Friðrik Hermannss. 190 Spilað er alla mánudaga og fimmtu- daga og hefst spilamennska kl. 13. Allt spilaáhugafólk velkomið. Stjórnandi er Ólafur Lárusson. Brids í Stangarhyl Mánudaginn 19. ágúst var spilaður tvímenningur hjá Bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykja- vík. Keppt var á 11 borðum. Meðal- skor var 216 stig. Efstir í N/S: Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 287 Siguróli Jóhannss. - Auðunn Helgason 235 Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 234 A/V Bjarni Guðnas. - Guðm. K. Steinbach 263 Guðm. Sigursteinss. - Unnar A. Guðmss. 252 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 245 Fimmtudaginn 22. ágúst var spil- aður tvímenningur. Keppt var á 11 borðum. Meðalskor var 216 stig. Efstir í N/S: Björn E. Péturss. - Höskuldur Jónss. 266 Ragnar Björnsson - Jón Lárusson 247 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 246 AV Bjarni Guðnas. - Guðm. K Steinbach 296 Bergur Ingimundars. - Axel Lárusson 254 Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 243 ÞAR SEM BARN ER Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Mikið úrval af kerrum og barnabílstólum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.