Morgunblaðið - 24.08.2013, Side 41

Morgunblaðið - 24.08.2013, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013 ✝ Kristín GuðrúnÓlafsdóttir fæddist á Skarði í Haukadalshreppi, Dalasýslu, 16. ágúst 1927. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðar- dal, Dalabyggð, 19. ágúst 2013. Foreldrar Krist- ínar voru Ólafur Jónsson, f. 3. júlí 1885, d. 9. maí 1946, bóndi á Hömrum og Skarði og kona hans Sigurfljóð Jónasdóttir, f. 24. nóv- ember 1886, d. 23. febrúar 1971, húsfreyja. Systir Kristínar var Þuríður Sigurfljóð, f. 9. sept- ember 1918, d. 12. nóvember 2009, gift Jóni Jóhannessyni, f. 6. mars 1918, d. 6. maí 2010. sem lést árið 2008, börn þeirra eru: a) Kristín Guðrún, hún á eina dóttur og b) Viðar Þór, hann á þrjú börn. 3) Jónas, f. 6. mars 1959, kvæntur Áslaugu Finnsdóttur, dóttir þeirra er Ingibjörg, hún á einn son. 4) Sig- rún, f. 26. maí 1964, gift Birni Hlíðkvist Skúlasyni, synir þeirra eru: a) Skúli, hann á þrjú börn og b) Guðjón. 5) Kristinn, f. 26. mars 1966. Kristín ólst upp á Skarði og síðar Leikskálum hjá foreldrum sínum. Hún fluttist til Reykjavík- ur með Guðjóni unnusta sínum árið 1944 og bjuggu þau þar til ársins 1948 er þau fluttu vestur að Hömrum og tóku við búi þar. Á Hömrum bjuggu þau Guðjón til ársins 1993. Eftir það dvöldu þau á Hömrum, í Reykjavík og síðast á Dvalarheimilinu Silfur- túni í Búðardal. Útför Kristínar fer fram frá Stóra-Vatnshornskirkju í Haukadal, Dalabyggð, í dag, 24. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Hinn 29. maí 1950 gekk Kristín að eiga Guðjón Benediktsson, f. 3. júní 1921 á Hömr- um í Haukadal, d. 30. apríl 2013 á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðar- dal. Foreldrar hans voru Benedikt Jón- asson, f. 18. febrúar 1888, d. 14. sept- ember 1948 og kona hans Guð- rún Guðjónsdóttir, f. 28. janúar 1894, d. 4. október 1976. Börn Kristínar og Guðjóns eru: 1) Guðrún Benedikta, f. 29. nóvember 1949, gift Gunnari Hinrikssyni. 2) Ólafur Sigurvin, f. 16. september 1952, var kvæntur Nönnu Hjaltadóttur Elsku besta amma mín, nú er runninn upp sá dagur að þú ert ekki lengur hér með okkur og mikið finnst mér það nú und- arleg tilfinning að geta ekki lengur kíkt við hjá þér í smá spjall. Hins vegar þá hugga ég mig við það að þú ert nú aftur komin til afa sem þú saknaðir svo mikið, ekki varð nú langt á milli ykkar hjónanna því afi minn elskulegur kvaddi okkur í sumarbyrjun enda voruð þið alla tíð einstaklega samrýmd. Ótal minningar flæða um huga minn á þessari stundu því margs er að minnast frá sam- verustundum okkar þar sem ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í nágrenni við ykkur og var alla tíð mikill samgangur og samvinna á milli pabba og ykkar. Ótalmargar góðar stund- ir í eldhúsinu á Hömrum eru mér ofarlega í huga, þar var alltaf svo hlýtt og notalegt að vera. Gamla sólóeldavélin spil- aði þar nú stórt hlutverk og man ég vel eftir því þegar við fengum að gista að þá fórst þú alltaf á undan okkur niður til að kveikja upp í eldavélinni svo að það yrði nú ekki kalt í eldhús- inu þegar við myndum koma á fætur. Þú varst aldrei iðjulaus, ef það var ekki verið að stúss- ast í heimilis- eða bústörfum þá voru það prjónarnir sem gengu ótt og títt, nú eða einhver önnur handavinna. Síðar þegar ég var orðin fullorðin og búin að eign- ast Sædísi Birnu dóttur mína þá átti ég alltaf öruggan hauk í horni þar sem þið voruð ef ég þurfti á að halda og á hún margar góðar minningar um ár- in ykkar í Furugerðinu þar sem hún fékk að skottast um á með- an ég var í skólanum. Hér læt ég staðar numið og kveð þig, elsku amma mín, með þessu ljóði sem mér finnst lýsa þér og okkar samskiptum svo vel. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega amma góða, um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir, okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum, amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu, í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allar stundirnar okkar saman og alla þá ómet- anlegu hjálp sem þú og afi veittuð mér í gegnum tíðina. Hvíldu í friði, elsku hjartans amma mín. Þín sonardóttir, Kristín Guðrún. Elsku amma mín. Það er erf- itt að kveðja en góðar minn- ingar sitja eftir og ylja manni um hjartarætur. Það voru for- réttindi að fá að alast upp í sveitinni með þér og afa. Þegar þið fluttuð til Reykjavíkur hlakkaði ég alltaf til þess að þið kæmuð til okkar í heimsókn og oft fékk ég að koma með ykkur til Reykjavíkur. Þú hugsaðir svo vel um alla og vildir öllum vel. Sagógrjóna- grauturinn með rúsínum úti í, kakósúpan, kleinurnar og mömmukökurnar þínar voru það besta sem ég veit um. Þú varst alltaf svo dugleg og varst alltaf með handavinnuna þína uppi við. Þú kenndir mér svo margt varðandi prjónaskap, ég hefði viljað læra meira um handavinnu hjá þér, sá tími kemur þegar við hittumst aftur. Það sem ég mun aldrei gleyma er þegar þú sast með mér, Kristínu og mömmu heima á Hömrum í júní og kenndir mér uppfitjunina sem þú gerðir allt- af. Þessi kennsla er mér mjög kær og mun ég ávallt hugsa til þín þegar ég fitja upp á prjón- ana. Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum og allt kaffið úr kaffibollunum sem við drukkum saman, þótt þú hafir neitað því í seinni tíð að þú hafir kennt mér að drekka kaffi og alltaf hlógum við jafn- mikið að því. En þegar við sát- um saman í eldhúsinu heima á Hömrum gafstu litlu stelpunni þinni stundum síðustu dropana úr bollanum þínum. Takk fyrir allar samveru- stundirnar á Hömrum, í Hraun- bænum, Galtalindinni, Furu- gerðinu og á Silfurtúni. Þær eru mér dýrmætar og göngu- túrarnir okkar í Nóatún í Hraunbænum og á vídeóleiguna í Grímsbæ voru yndislegir. Takk fyrir allt elsku amma mín. Ég elska þig elsku amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Ingibjörg. Elsku fallega langamma mín, mig langar að fá að skrifa hér nokkur orð til þín. Það var svo gaman að fá að koma til þín og langafa í heimsókn því þá fékk maður sko dekur. Okkur samdi alltaf vel og man ég ekki nokk- urn tímann eftir því hafa séð þig reiða. Ég hef einu sinni síð- an ég man eftir mér farið í smá- fýlu út í þig, en þá mátti ég ekki gera eitthvað og hljóp inn í geymslu og settist upp á frysti- kistu. Það tók stutta stund og var ég fljótt komin í fangið þitt á ný. Ég fékk að eyða miklum tíma með ykkur langafa í Furu- gerðinu sem mér þykir óend- anlega vænt um í dag. Þegar maður kom til ykkar var svo gott að leggja sig í smástund í sófanum, það var svo mikil værð og friður í návist ykkar og alltaf jafnindælt að koma í heimsókn. Mér finnst svo gott að hafa komið til þín á afmæl- isdaginn þinn og fengið að knúsa þig og kyssa. Þú leist svo vel út, alltaf jafn falleg og fín, ég bjóst ekki við því að þú myndir kveðja okkur aðeins ör- fáum dögum síðar. Ég er farin að sakna þín alveg ofboðslega mikið þó ekki sé langt um liðið en veit að núna ertu komin til elsku langafa sem þú saknaðir meira og meira með hverjum deginum og ykkur líður báðum vel núna. Þú knúsar og kyssir hann frá mér. Hérna kemur fal- legt ljóð sem mér finnst eiga svo vel við ykkur tvö. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Hvíldu í friði elsku langamma mín með þökk fyrir allt. Þín Sædís Birna. Látin er frænka mín Kristín Guðrún Ólafsdóttir, rétt rúm- lega 86 ára gömul. Andlát henn- ar bar nokkuð brátt að en að- eins eru liðnir þrír og hálfur mánuður frá því eiginmaður hennar, Guðjón Benediktsson, föðurbróðir minn, lést. Stína, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd að Skarði í Haukadal í Dölum vestur, dóttir hjónanna Ólafs Jónssonar og Sigurfljóðar Jónasdóttur. Skarð er fremsti bær í Haukadal, mjög afskekkt- ur og þar sér ekki til sjávar. Þar ólst Stína upp ásamt systur sinni, Þuríði, sem var níu árum eldri. Stína var ung að árum þegar þau Guðjón Benediktsson rugl- uðu saman reytum sínum en þau voru systkinabörn. Þau hófu búskap í Reykjavík en við sviplegt fráfall Benedikts, föður Guðjóns, fluttust þau vestur að Hömrum og tóku við búi þar 1950. Þegar þetta gerðist voru fimm yngstu systkini Guðjóns um eða innan við fermingu svo það liggur í hlutarins eðli að það hefur ekki verið auðvelt fyrir unga konu að gerast hús- freyja á svo fjölmennu heimili við hlið tengdamóður sinnar. Allt gekk það þó vel og komu þá vel í ljós mannkostir beggja en aldrei var orðinu hærra í samskiptum þeirra. Mikil gest- anauð var oft á Hömrum á bú- skaparárum þeirra Stínu og Guðjóns en systkini Guðjóns og fjölskyldur þeirra dvöldu þar oft langdvölum að sumarlagi og ég minnist þess að stundum var sofið þar í öllum herbergjum, jafnvel í eldhúsinu. Það gefur auga leið að mikið hvíldi á hús- móðurinni við slíkar aðstæður en aldrei heyrði ég hana kvarta yfir hlutskipti sínu. Hún gekk til allra starfa, jafnt innan húss sem utan, af dugnaði og krafti. Sjálfur naut ég gestrisni þeirra hjóna þegar ég var kennari um sjö ára skeið á Laugum í Sæ- lingsdal en ég dvaldi þar oft um helgar og í öðrum fríum frá skólanum. Verður vinátta þeirra og góðvild í minn garð seint fullþökkuð. Stína og Guðjón eignuðust fimm börn sem öll lifa foreldra sína. Stína var börnum sínum góð móðir og bar hag þeirra fyrir brjósti, svo og barnabarna sinna. Að leiðarlokum þakka ég frænku minni góða og ánægju- lega samfylgd og bið henni guðs blessunar. Innilegar samúðar- kveðjur sendum við Gulla og foreldrar mínir til afkomenda þeirra Stínu og Guðjóns. Ólafur H. Jónsson. Kristín Guðrún Ólafsdóttir VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VALUR SAMÚELSSON, Furugrund 2, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 18. ágúst. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Lovísa Gunnarsdóttir, Samúel K. Valsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Gunnar K. Valsson, Ragna Rós Bjarkadóttir, Stefán Ingi Valsson, Valdís Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hetjumúsin okkar, RAKEL SUNNA BIRGISDÓTTIR, lést í Rjóðrinu, Kópavogi, mánudaginn 19. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 27. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins og Rjóðrið. Birgir Ívar Pétursson, Emelía Ósk Sveinsdóttir Inga Birna Jónsdóttir, Jón Örn Sævarsson, Hjörtur Jónsson og systkinin, Elísabet Erla, Belinda Amý, Birgitta Ísól, Freyja Margrét, Kristófer Máni. ✝ ÁSVALDUR BJARNASON frá Hvammstanga andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt þriðjudagsins 20. ágúst. Minningarathöfn verður í Neskirkju fimmtu- daginn 29. ágúst kl. 13.00. Útför verður frá Hvammstangakirkju föstudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Gunnar Richardsson, Þór Magnússon. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Stangarholti 32, lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunardeild 4-B á Hrafnistu sem og annars starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Elín Jónsdóttir Andersen, Kurt Andersen, Jón Birgir Jónsson, Íris Bryndís Guðnadóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Erla Sólveig Óskarsdóttir, Bragi Jónsson, Katrín Guðbjörg Torfadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn og fjölskyldur. ✝ ANNE BAK dýralæknir, f. 29. ágúst 1966, d. 18. ágúst 2013. Anne verður jarðsett á Íslandi, dagsetning auglýst seinna. Magnús, Freydís, Jakob og Íris, Maggie og Peter, Karen, Thomas og Ellen, Christen. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RUT MAGNÚSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Selfosskirkju miðvikudaginn 28. ágúst kl.13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Níls Ólafsson, Lísbet Nílsdóttir, Ragnar Gíslason, Ólafur Nílsson, Linda Rut Ragnarsdóttir, Eyþór Björnsson, Gísli Einar Ragnarsson, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.