Morgunblaðið - 24.08.2013, Page 46
46 MINNINGAR Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl.
11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir prédikar.
Organisti Kristina Kalló Szklenár, fé-
lagar úr kirkjukórnum leiða söng.
Kaffi og ávaxtasafi.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sig-
urður Jónsson sóknarprestur prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju
syngur, organisti Magnús Ragn-
arsson. Molasopi á eftir.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Helga Þórdís Guðmunds-
dóttir tónlistarstjóri leiðir safnaðar-
söng. Prestur er sr. Kjartan Jónsson.
Þetta er kveðjuguðsþjónusta Helgu.
Kaffi á eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Sameig-
inleg messa safnaða Garðapresta-
kalls kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar pré-
dikar og þjónar fyrir altari, organisti
er Bjartur Logi Guðnason.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Lesmessa
kl. 11. Sr. Gísli Jónasson prédikar og
þjónar fyrir altari. Molasopi.
Brimilsvallakirkja | Uppskeruguðs-
þjónusta kl. 14. Skráning fermingar-
barna á eftir og kynning fyrir þau og
forráðamenn. Grillað eftir guðsþjón-
ustu og ýmsar uppákomur.
BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Félagar úr kór Bústaðakirkju
leiða sönginn undir stjórn Jónasar
Þóris. Messuþjónar aðstoða og
prestur er sr. Pálmi Matthíasson.
Molasopi og hressing. Fermingarbörn
og foreldrar þeirra eru boðuð til
messunnar og er fundur með þeim á
eftir.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr.
Sveinn Valgeirsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Dómkórinn syngur, org-
anisti er Kári Þormar.
FELLA- og Hólakirkja | Útvarps-
guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson, Ragnhildur
Ásgeirsdóttir djákni prédikar. Jón Jó-
hannsson djákni og Guðrún K. Þórs-
dóttir djákni þjóna fyrir altari. Kór
kirkjunnar syngur undir stjórn Guð-
nýjar Einarsdóttur organista. Eyrún
Ósk Ingólfsdóttir syngur einsöng.
Marta Andrésd. leikur á flautu. Ingi
Bjarni Skúlason djasspíanóleikari
leikur frumsamið verk á píanó „Hug
minn allan“. Hjalti Rögnvaldsson leik-
ari les bæn móður Teresu. Kirkju-
vörður Jóhanna Björnsd.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Guðs-
þjónusta kl. 17. Fermingarbörn og
foreldrar taka þátt. Kór og hljómsveit
kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn
Arnar Arnarsonar. Organisti er Skarp-
héðinn Þór Hjartarson og bassaleik-
ari Guðmundur Pálsson. Prestar eru
Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar
Eyjólfsson.
FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma kl.
16.30. Vitnisburðir, tónlist og söng-
ur, aðstaða fyrir börn. Kaffi.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson predikar og þjónar fyrir alt-
ari. Sönghópur Fríkirkjunnar leiðir
tónlistina undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar, organista.
GARÐAKIRKJA | Sameiginleg
messa safnaða Garðaprestakalls kl.
11 í Bessastaðakirkju. Sr. Friðrik J.
Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari,
organisti Bjartur Logi Guðnason.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kærleiks-
messa kl. 11. Sr. Guðrún Karls
Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt messuþjónum. Kór kirkj-
unnar syngur, organisti Hákon Leifs-
son. Messuþjónum safnaðarins er
sérstaklega boðið og að taka þátt í
samveru á eftir. Fermingarbörn sem
söfnuðu mörgum stimplum á síðasta
vetri fá viðurkenningu.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur
kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa
kl. 11. Altarisganga. Samskot til
Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur
þjónar. Kór Grensáskirkju leiðir söng,
organisti er Árni Arinbjarnarson.
Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Mola-
sopi. Fundur með foreldrum ferming-
arbarna á eftir.
GRUND dvalar- og hjúkr-
unarheimili | Guðsþjónustan kl. 14 í
hátíðasal í umsjá Félags fyrrum þjón-
andi presta. Sr. Sigurður Pálsson
þjónar. Grundarkórinn leiðir söng
undir stjórn Kristínar Waage org-
anista.
GUÐRÍÐARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sigurjón Árni Eyjólfsson prest-
ur, organisti Hrönn Helgadóttir og kór
Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari er
Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður
Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi á
eftir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11. Félagar úr Barbörukórn-
um syngja, organisti er Guðmundur
Sigurðsson. Prestur er sr. Bragi Ingi-
bergsson sóknarprestur Víðistaða-
kirkju. Kaffi á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðar-
messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur.
Hópur messuþjóna aðstoðar. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur undir
stjórn Harðar Áskelssonar. Gestaorg-
anisti er Mattias Wager dómorganisti
í Storkyrkan í Stokkhólmi. Sögustund
fyrir börnin í umsjá Ingu Harðardóttur.
Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna
Þórs Bjarnasonar.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Félagar úr Kammerkór Háteigskirkju
syngja, organisti er Kári Allansson.
Prestur sr. Helga Soffía Konráðs-
dóttir. Vænst er þátttöku ferming-
arbarna vorsins 2014 og foreldra
þeirra og skráð er í ferming-
arfræðsluna.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
kl. 11. Prestur sr. Sigfús Krist-
jánsson, organisti Jón Ólafur Sig-
urðss. Félagar úr kór kirkjunnar leiða
söng og safnaðarsvör. Sjá hjalla-
kirkja.is
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía
| Samkoma kl. 11. Helgi Guðnason
prédikar. Lofgjörð og fyrirbæn. Kaffi á
eftir. Samkoma á ensku hjá Alþjóða-
kirkjunni kl. 14. English speaking
service. Samkoma kl. 18. Lofgjörð og
prédikun.
KAÞÓLSKA Kirkjan:
Dómkirkja Krists konungs,
Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13
á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka
daga kl. 18, má. mi. og fö. kl. 8, lau.
kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnu-
dagsmessa.
Maríukirkja við Raufarsel Rvk. |
Messa kl. 11. Virka daga messa kl.
18.30, lau. á ensku kl. 18.30.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og þri. - fi. kl. 17.30. Lau. kl.
18.30 á ensku.
Karmelklaustur, Hafnarfirði |
Messa kl. 8.30, kl. 8 virka daga.
Kapellan Stykkishólmi | Messa kl.
10, lau. kl. 18.30 og má.- fö. kl. 9
(nema 1. fö. í mán. kl. 7:30)
Barbörukapella, Keflavík | Messa
kl. 14. og lau. kl. 18 á pólsku.
Njarðvíkurkirkja | Messa á pólsku kl.
9 á sunnud.
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl.
11 og fö. lau. kl. 18. Má. - fi. í kap-
ellu Álfabyggð 4 kl. 17.45.
Þorlákskapella, Reyðarfirði |
Messa kl. 11. Virka daga er messa
kl. 9. Fö. kl. 18 fyrir börn. Lau. kl. 18
á pólsku.
Kapellan Egilsstöðum | Messa kl.
17. Má kl. 17, þri. kl. 7:30, mi. kl.
18 (fyrir börn). 1. lau. í mánuði er
messa á pólsku kl. 17.
Kapellan Höfn | Messa kl. 12, 2. og
4. sunnud. í mánuði.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
Þorlákshöfn | Messa á pólsku 1.
sunnud. í mánuði kl. 17 .
Akraneskirkja | Messa á pólsku 2.
sunnud. í mánuði kl. 18.
Hvolsvöllur | Messa á pólsku 3.
sunnud. í mánuði kl. 17.
Selfoss | Messa á pólsku 4. sun-
nud. í mánuði kl. 17.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Arnór Vilbergsson við
hljóðfærið ásamt hópi úr kór Kefla-
víkurkirkju. Prestur er sr. Sigfús B.
Ingvason.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr Sigurður Grétar Helgason
prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Kópavogskirkju syngur undir stjórn
Lenku Mátáová kantors.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl.
11. Ferming og skírn. Barna- og Ung-
lingakór Selfosskirkju, Kór Öldutúns-
skóla, Stúlknakór Reykjavíkur, Barna-
kór Kársnesskóla, Kórskóli Lang-
holtskirkju, Graduale Futuri,
Gradualekór Langholtskirkju og
Drengjakór Reykjavíkur syngja, en
þeir taka allir þátt í að gera fjórðu
bókina um tónlistarmúsina Maxímús
Músíkús. Messuþjónar og kirkjuvörð-
ur aðstoða við messuna. Kaffi á eftir.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Bjarni Karlsson þjónar, Að-
alheiður Þorsteinsdóttir leikur og fé-
lagar úr kór Laugarneskirkju syngja.
Snædísi Björt Agnarsdóttur og Stellu
Rún Steinþórsdóttur þökkuð störf við
sunnudagaskólann og Hjalti Jón
Sverrisson, nýráðinn umsjónarmaður
æskulýðsstarfsins, boðinn velkom-
inn. Kaffi. Kynningarfundur kl. 20
með foreldrum og fermingarbörnum
ársins. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson og
Hjalti Jón Sverrisson taka á móti
þeim.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Skírnir Garðarsson
þjónar fyrir altari og predikar. Söng-
hópur úr kirkjukór Lágafellssóknar
syngur, organisti Arnhildur Valgarðs-
dóttir, kirkjuvörður er Arndís B. Linn.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Guðþjónusta kl. 20.
Kór Lindakirkju syngur undir stjórn
Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már
Harðarson predikar.
LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA | Guð-
þjónusta kl. 20.30. Prestur Sr. Gunn-
laugur Garðarsson. Kór Lögmanns-
hlíðarsóknar leiðir söng.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar
úr kór Neskirkju leiða söng. Organisti
er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sig-
urður Árni Þórðarson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði
Jónssyni. Fermingarbörn sem voru á
námskeiði ganga til altaris með sín-
um nánustu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Guðs-
þjónusta kl. 20. Sóknarprestur pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkj-
unnar leiðir söng undir stjórn Stefáns
Helga Kristinssonar organista. Með-
hjálpari er Pétur Rúrik Guðmunds-
son.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjón-
usta kl. 20. Sr. Bryndís Valbjarn-
ardóttir sér um stundina. Maul á eft-
ir. sjá www.ohadisofnudurinn.is
SAFNKIRKJAN Árbæjarsafni |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Egill Hall-
grímsson, sóknarprestur í Skálholti
annast prestsþjónustuna.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 17 í safnaðarheimili Grens-
áskirkju. Ræðumaður er sr. Kjartan
Jónsson.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Úlfar Guðmundsson fv.
prófastur. Organisti er Jörg Sonder-
mann. Veitingar. Sjá selfosskirkja.is
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta í
Skógarbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðs-
son prédikar. Félagar úr Kór Selja-
kirkju leiða söng. Organisti er Tómas
Guðni Eggertsson. Guðsþjónusta í
Seljakirkju kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðs-
son prédikar. Félagar úr kór Selja-
kirkju leiða söng, organisti er Tómas
Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11. Sóknarprestur þjónar.
Kaffi.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sókn-
arprestur, annast prestsþjónustuna.
TORFASTAÐAKIRKJA Bisk-
upstungum | Guðsþjónusta kl.
20.30. Sr. Egill Hallgrímsson sókn-
arprestur, annast prestsþjónustuna.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 20.
Fermingarbörn vetrarins og foreldrar
þeirra hvött til þátttöku. Messan er
sameiginleg fyrir báðar sóknir presta-
kallsins. Prestur er sr. Sigurður Grét-
ar Sigurðsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sameiginleg
sumarmessa safnaða Garðapresta-
kalls kl. 11 í Bessastaðakirkju en
ekki Garðakirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar
prédikar og þjónar fyrir altari, org-
anisti Bjartur Logi Guðnason.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14.
Sr. Jón Helgi Þórarinsson annast
prestsþjónustuna.
Orð dagsins:
Miskunnsami
Samverjinn.
(Lúk 10)
Lögmannshlíðarkirkja.
Nú hefur Erna kvatt okkur í síð-
asta sinn. Við hittum hana áður en
við héldum í frí til Danmerkur og
þá var hún ekki viss um að við sæj-
umst aftur, en var þó bjartsýn og
vonaði það besta. Allt fram á síð-
ustu stundu yfirgaf bjartsýnin hana
ekki enda átti hún ríkulegan sjóð af
bjartsýni og jákvæðu hugarfari.
Erna vann um áratuga skeið hjá
Almennu verkfræðistofunni. Í
fyrstu einkum sem ritari en seinna
bókhaldari, gjaldkeri og fjármála-
stjóri. Nákvæmni og einstök sam-
viskusemi einkenndi öll störf henn-
ar. Ekki mun ofmælt að það hafi
verið nánast óþarfi að fara yfir það
sem hún gerði, því það heyrði til
undantekninga ef villa leyndist í því
sem hún skrifaði eftir misgóðum
handritum og gögnum. Iðulega
leiðrétti hún villur og bætti málfar
eða uppsetningu á þeim texta sem
hún vann við, enda ótvírætt betri í
íslensku en flestir samstarfsmenn
hennar. Segja má að öllu sam-
starfsfólki og öðrum sem þekktu
Ernu hafi þótt vænt um hana vegna
samstarfseiginleika hennar og vel-
Erna Þrúður
Matthíasdóttir
✝ Erna ÞrúðurMatthíasdóttir
fæddist á Breiða-
bólstað á Síðu í
Vestur-Skaftafells-
sýslu 25. desember
1945. Hún lést á
heimili sínu 3. ágúst
2013.
Útför Ernu fór
fram frá Digra-
neskirkju 12. ágúst
2013.
vilja. Erna talaði
mjög hljómfagra og
fallega skaftfellsku,
sem því miður er á
hröðu undanhaldi, og
varðveitti afskaplega
vel ýmis sjaldgæf orð
úr skaftfellsku; mörg
þeirra höfðum við
aldrei heyrt áður.
Erna hafði mikla
ánægju af gömlu
dönsunum og dansaði
þá frábærlega vel, en einmitt á
þeim vettvangi kynntumst við
henni fljótlega eftir að hún hóf störf
hjá Almennu verkfræðistofunni.
Um langt árabil fórum við einnig
með Ernu og Júlíusi sambýlis-
manni hennar á málverka- og list-
munauppboð vegna sameiginlegs
áhuga á list og listmunum, sem
heimili hennar í Kópavogi bar fag-
urt vitni. Með Ernu og Júlíusi og
syni þeirra, Óla Þór, fórum við í ým-
is ferðalög bæði innanlands og utan
og segja má að jákvætt hugarfar
hafi aldrei yfirgefið hana í þeim
ferðum.
Erna og Sigríður systir hennar
voru mjög samrýmdar og kom það
afskaplega vel fram í veikindum
hennar hin síðari ár, einkum síðasta
árið, sem var þeim þungbært.
Óhætt er að fullyrða að þar hafi
Sigríður unnið ótrúlega mikið og
óeigingjarnt starf.
Fjölskylda Ernu hefur misst
góða móður, systur, ömmu og
tengdamóður og vottum við að-
standendum hennar innilega sam-
úð okkar.
Hulda og Freyr.
Raðauglýsingar
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður haldið á
henni sjálfri miðvikudaginn 28. ágúst 2013 kl. 13:00.
Hólavegur 4, Siglufirði, fnr. 213-0415, þingl. eig. Ómar Geirsson,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
21. ágúst 2013,
Ásdís Ármannsdóttir.
Nauðungarsala
Þú varst öðruvísi, það voru for-
réttindi að vera vinkona þín, þegar
ég kynntist þér, um sumarið 1959,
stuttu eftir að þú fluttir á Hlíðarveg-
inn, hvarflaði ekki að mér að okkar
vinskapur myndi endast ævina. Þú
passaðir vel inni í félagsskap Sellu,
Rúnu og mömmu og varst mjög vel-
komin í hverfið okkar.
Ég man ekki eftir þér öðruvísi en
í vinnu, þú varst alltaf að vinna, á
morgnana reiknaðir þú út launin
fyrir Olsen fyrirtækið, alla tíð á
meðan það var starfrækt í þinni fjöl-
skyldu, svo eftir hádegið varstu að
handpilla rækju á meðan hún var
unnin þannig, enda með fljótustu
konum í því, á kvöldin prjónaðir þú
lopapeysur og eru ekki fá munstrin
sem eru til eftir þig, en þau hannaðir
þú sjálf alla tíð, ég var svo heppin að
læra munsturgerð af þér.
Þegar handpillunin hætti byrjað-
ir þú á að handprjóna húfur og hatta
sem voru merkt þér og það var selt í
fríhöfninni, þú varst mjög stolt af
þeim enda hver með sínu sniði, þar
að auki settirðu upp prjónastofu
heima hjá þér og varst þar með 4
✝ Inga Ruth Ol-sen fæddist í
Reykjavík 19. júní
1931. Hún lést á
öldrunardeild
Sjúkrahússins á
Ísafirði 6. ágúst
2013.
Útför Ingu Rut-
har fór fram frá
Ísafjarðarkirkju 17.
ágúst 2013.
prjónavélar og fram-
leiddir kjóla. Þannig
varst þú alltaf að gera
eitthvað en hafðir
samt svo mikinn tíma
fyrir alla í kringum
þig.
Þú varst ófyrirsjá-
anleg og fyndin, mjög
trúuð. Þú sagðir
seinna að þitt líf hefði
verið á Hlíðarvegin-
um. Ég man eftir at-
viki stuttu eftir að ég kynntist þér,
ég kom við hjá þér og bað þig um að
lána mér skóna þína, alveg sjálfsagt
svaraðir þú og var ég komin út á
stétt með yfir 30 pör af flottum ekta
leður háhæla skóm, það var aldrei
neitt, neitt mál. Jón hafði alltaf
keypt mikið af skóm fyrir þig í sigl-
ingum.
Nú er þinn tími búinn, ég er
sorgmædd og hugsa um liðna tíð,
alltaf stóðstu með mér, það var
sama í hverju ég lenti eða hvað mér
datt í hug.
Það var dapurlegt að fylgjast
með því hvernig heyrnin hjá þér
smádofnaði þegar þú varst komin
yfir miðjan aldur og hafði það mikil
áhrif á líf þitt. Nú, þó að þú sért far-
in muntu vera ljóslifandi í huga mér
á meðan ég lifi. Ég þakka þann
tíma sem við áttum saman.
Hvíl í friði, guð veri með þér.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Guðbjörg Ásgerður Överby.
Inga Ruth Olsen