Morgunblaðið - 24.08.2013, Side 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2013
Þ
essi pistill átti uppruna-
lega að vera um nýja
plötu Franz Ferdinand
(þeirra fjórða. Þykir
hressileg. Kemur út eftir
helgi. Fyrsta smáskífan, „Right Ac-
tion“, er flott). Hins vegar ruddist
annað mál fram fyrir, hugleiðingar
um Norrænu tónlistarverðlaunin
(Nordic Music Prize) sem verða af-
hent í fjórða sinn á næsta ári. Jónsi
okkar hreppti verðlaunin þegar þau
voru fyrst veitt en þeim svipar til
Mercury-verðlaunanna bresku þar
sem áhersla er á listrænt innihald
fremur en frægð og hve markaðs-
vænar plöturnar eru. Norræn dóm-
nefnd sér um að velja tólf plötur úr
fimmtíu platna potti en alþjóðleg
dómnefnd sker svo úr um sigurveg-
arann.
Ég á sæti í téðri dómnefnd, sem er
skipuð einum fulltrúa frá Norður-
löndunum fimm, og nú er nefndin
farin að tala sig saman um markverð-
ustu plöturnar á fyrri hluta þessa
árs. Ég lét hugann reika um ýmislegt
góðgæti sem hefur verið að detta inn
í löndunum öllum og minntist m.a.
plötu BYRTU sem er dúett Fær-
eyinganna Guðriðar Hansdóttur og
Janusar Rasmussen. En fattaði svo
jafnóðum. BYRTA á ekki séns. Sama
hversu stórkostleg platan nú er. Og
það er reyndar sama hversu góð
plata kæmi frá Færeyjum í ár, hún
ætti aldrei möguleika á að keppa um
Norrænu tónlistarverðlaunin, þó hún
sé að sönnu norræn. Nú skal ég út-
skýra fyrir ykkur af hverju.
Menningarleg kúgun?
Þrátt fyrir að Færeyjar ættu að
vera á ábyrgð Dana er það svo, all-
tént í tilfelli þessara verðlauna, að
færeyskar plötur eru álitnar „fær-
eyskar“ fremur en danskar. Þær
detta því algerlega á milli þilja. Það
er enginn illvilji eða meðvituð kúgun
sem stýrir þessu, dómnefndaraðilinn
danski, geðprýðismaður hinn mesti,
útskýrði þetta fyrir mér, hálfpartinn
afsakandi. Dómefndin hefur rætt að-
gerðir hvað þetta varðar sín á milli,
að undirlagi undirritaðs, en engin
lending er í sjónmáli eins og er.
Athugið að Grænlendingar eru að
sjálfsögðu undanskildir líka. Þessa
stöðu Færeyinga og Grænlendinga
er vísast hægt að heimfæra á norræn
verðlaun og viðurkenningar af öllu
tagi og ég er ekki að setja Norrænu
tónlistarverðlaunin sérstaklega nið-
ur. Þau virka bara eins og sambæri-
leg verðlaun gera. Tilgangur skrif-
anna er hins vegar sá að beina
sjónum að þessu danska/færeyska
vandamáli.
Auðvitað er þetta ekki í lagi og
sýnir glöggt þá hentistefnu sem
fylgir því úrelta hjálendufyrirkomu-
lagi sem Danmörk býr við. Í Fær-
eyjum búa tæplega 50.000 manns og
tónlistarlífið þar er æði blómlegt en
af ofangreindum sökum á umheim-
urinn ekki sama færi á að kynnast
því. Þetta er ekki ósvipað því að Vest-
firðir væru undanskildir Íslensku
tónlistarverðlaununum. Tímamóta-
plötur Mugison hefðu þá verið úti á
gaddi gleraðri jörð. Vegna þess að?
Gjaldið sem þarf að greiða
Færeysk plata hefur vegna þessa
ekki komið til álita á Norrænu tón-
listarverðlaunum hingað til og mik-
ilvirkir listamenn eins og Eivör Páls-
dóttir, ORKA eða Teitur lúra á milli
þilja eins og áður segir. Ef færeysk
plata næði óvænt mikilli alþjóðahylli,
líkt og Sigur Rós gerði t.d. með
Ágætis byrjun, yrði henni þó hik-
laust kippt inn sem „danskri“, því
þannig virka þessir hlutir. Sem sýnir
enn betur hversu fáránlegar þessar
aðstæður eru. Ástæða þessa alls er
þó ljós. Á meðan Færeyingar eru
ekki sjálfstæð þjóð hafa þeir ekki þá
átyllu sem þarf til að koma hlutunum
í sanngjarnt horf. Þetta er gjaldið
sem þarf m.a. að greiða fyrir ófull-
veldið. Ég lýk þessu með upphafs-
setningu að frétt um BYRTU sem
birtist á vefsíðunni Scandipop í sum-
ar en hún stærir sig af því að flytja
fréttir af nýrri og spennandi tónlist
frá Norðurlöndunum. Hún segir
meira en mörg orð um stöðu mála
(þýtt úr ensku): „Jæja, þetta er í
fyrsta skipti í fimm ára sögu síð-
unnar sem þetta gerist. Við segjum
núna frétt frá „hinu“ norræna
svæðinu – Færeyjum.“
Hvenær mun
BYRTA til?
» Á meðan Fær-eyingar eru ekki
sjálfstæð þjóð hafa þeir
ekki þá átyllu sem þarf
til að koma hlutunum í
sanngjarnt horf.
BYRTA „En fattaði svo jafnóðum. BYRTA á ekki séns. Sama hversu stórkostleg platan nú er.“
Ósjálfstæði Færeyja hindrar fram-
gang og útbreiðslu þarlendrar dægur-
tónlistar Gleggst merki þessa má sjá
í hinum árlegu Nordic Music Prize
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is
Það var glettilega gaman átónleikum K-tríósins í Frí-kirkjunni á lokadegidjasshátíðar. Tríóið sló
rækilega í gegn er það vann, fyrst
íslenskra hljómsveita, Norrænu
ungliðadjasskeppnina 2008. Sam-
nefnd hljómplata fylgdi í kjölfarið
og 2010 kom Rekaviður út. Á þess-
um plötum lék Pétur Sigurðsson á
bassa og Magnús Trygvason Elía-
sen á trommur. Höfuðpaurinn var
píanistinn Kristján Tryggvi Mart-
insson og samdi hann flesta ópusa
tríósins. Þegar hann hélt til Amst-
erdam í framhaldsnám lét hann
ekki deigan síga heldur fékk til liðs
við sig enska bassaleikarann Pat
Cleaver og lettneska trommarann
Andris Buikis og á dögunum kom út
þriðja K-tríóplatan með átta ópus-
um eftir Kristján. Meatball Evening
heitir hún og hana léku þeir félagar
í heild á Fríkirkjutónleikunum auk
sitthvors lagsins af eldri plötunum.
Sérstakur húmor, glettni og jafnvel
galgopaskapur, hefur jafnan ein-
kennt K-tíóið, auk frábærs samleiks
tríófélaga, meistarapíanóleiks
Kristjáns og óborganlegra tón-
smíða. Þegar ég heyrði diskinn
fyrst fannst mér hann heldur sett-
legri en venjulega, en auðvitað var
það vegna þess að efni hinna
diskanna heyrði ég fyrst á tón-
leikum og þá er upplifunin dálítið
öðruvísi en við diskahlustun. Í Frí-
kirkjunni var allt sem fyrrum, húm-
orinn ekki síður en hárnákvæmt
samspil. Pat Cleavers er frábær
bassaleikari og glettinn að auki og
þó maður sakni takta Magga
trommara er Buikis fyrsta flokks.
Tónleikarnir hófust á „Rabarb-
ara-grúfu“, ekta Kristjánsópusi,
sem manni fannst maður kannast
vel við. Léttleikinn í laginu, mett-
uðu blústilfinningu, svo sterkur að
stundum tókst píanistinn á loft, hitti
áheyrendur beint í hjartastað og
sama var upp á teningnum í titillagi
disksins, „Meatball evening“ og þar
lét Cleavers ekki sitt eftir liggja í
fínum bassasóló, sem undirstrikaði
einhverja menúetttilfinningu sem
brá fyrir í laginu. „Strokkur“ er
óhemju kraftmikill ópus, enda átti
hann að lýsa hinum nafntogaða gos-
hver. Á milli þessara fjörlaga spilaði
tríóið undurfagrar ballöður og var
flutningurinn á „Upp og niður“ sér-
lega áhrifamikill, en Kristján til-
einkaði kennara sínum, Kris Goess-
ens, flutninginn. Hann hafði frétt
lát hans fyrr um daginn, en Goess-
ens hélt mikið upp á þessa ballöðu.
Buikis fór stórum í „Partíi“ Krist-
jáns af Rekaviði, sem er af sama
meiði og Meatball Evening og svo
var kvatt með „Á grúfu“ af fyrstu
plötunni. Fyrsta klassa tónleikar og
gaman að upplifa þá að nýju á disk-
inum.
Morgunblaðið/Ómar
Gleði K-tríó á tónleikum í Fríkirkjunni í fyrradag, þeir Kristján Tryggvi Martinsson sem lék á píanó, Pat Cleaver
sem lék á bassa og Andris Buikis trommuleikari. Tónleikarnir voru haldnir á lokadegi Jazzhátíðar Reykjavíkur.
Kjötbollukvöldið makalausa
Frikirkjan/Dimma
K-tríóbbbbm
Kristján Tryggvi Martinsson píanó, Pat
Cleaver bassa og Andris Buikis tromm-
ur. Tónleikar 22.8.2013 og geisladiskur:
Dimma 59.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST