Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Síða 22
M argar vinsælar getnaðarvarnir sem konum standa til boða í dag innihalda hormón. Misjafnt er í hvaða mæli og hvernig áhrif þau hafa á líkamann. Vinsælast hormónagetn- aðarvarna eru pillan og hormónalykkjan. „Flestar getnaðarvarnir sem innihalda hormóna, eins og samsetta pillan, hindra egg- los og þá fá eggjastokkarnir hvíld og sömu- leiðis slímhúðin inni í leginu og dregur veru- lega úr frjósemi, sem er auðvitað helsta ástæðan fyrir því að við erum að gefa þau,“ segir Ragnheiður Bjarnadóttir, kven- sjúkdómalæknir á Landspítalanum. Hún bæt- ir við að getnaðarvarnir sem innihalda horm- óna hafi oft jákvæð áhrif. „Þær hafa góð áhrif á til dæmis tíðaverki, blæðingar verða oft minni og jafnvel hætta, fyrirtíðaspenna getur minnkað og einnig geta þær dregið úr áhættu af sýkingum,“ segir hún. „Þannig geta hormónin haft mjög jákvæð áhrif, en þetta eru auðvitað hormón sem hafa áhrif á blóðstorkukerfi, brjóstkirtilvef, og ýmislegt annað, þannig að þetta getur haft neikvæð áhrif líka.“ Formæður ekki oft á blæðingum Ragnheiður bendir á að hormónalykkjan hef- ur aðallega staðbundin áhrif, þynnir slímhúð- ina inni í leginu en þykkir líka slímtappann. „Hún minnkar mikið blæðingar og tíðaverki og minnkar jafnvel líkur á ýmsum kven- sjúkdómum, eins og legslímuflakki, hnúta í legi og slíkt, en hindrar ekki alltaf egglos,“ segir Ragnheiður. Margar konur sem eru á hormónalykkjunni hafa engar blæðingar og segir Ragnheiður það hið besta mál. „Það er bara allt í góðu, þá er slímhúðin í leginu mjög þunn og svipuð eins og þegar kona er með barn á brjósti,“ segir hún og bætir við: „sumir halda því fram að það að vera með blæðingar kannski þrett- án sinnum á ári, frá kannski tólf ára aldurs til fimmtugs, sé kannski í raun ekkert eðlilegt. Formæður okkar fóru ekki svona oft á blæð- ingar, því þær voru ýmist ófrískar eða með barn á brjósti mestallt sitt frjósemisskeið,“ út- skýrir hún. „Það eru ákveðnir kvensjúkdómar sem virðast tengjast því að vera með tíða- hring. Þannig að það að stöðva tíðahringinn, er kannski ekki eins neikvætt og margir halda,“ segir hún. „Það hefur verið sýnt fram á að til dæmis pillan, af því hún hindrar egg- los, dregur mjög úr áhættu af krabbameini í eggjastokkum og leginu,“ segir hún. Misjafnt hvað hentar Ragnheiður segir að það sé misjafnt hvað henti hverri konu, og fer það einnig eftir aldri þeirra. Hjá eldri konum hentar oft hormónalykkjan betur, en oft eru konur þá búnar að eignast börn og eru tilbúnar í getn- aðarvörn sem endist í fimm til sjö ár. Um þriðjungur kvenna hættir alveg á blæðingum þegar hún er notuð en þær minnka verulega hjá hinum. „Flestar konur eru alsælar með hormónalykkjuna,“ segir hún. „Kostirnir eru auðvitað færri blæðingar og þetta er mjög örugg getnaðarvörn, jafnvel öruggari en ófrjósemisaðgerð.“ Áhætta og óþægindi Sumar konur kvarta yfir einkennum sem þær rekja til þessara getnaðarvarna, eins og skapsveiflum, bólum, þyngdaraukningu og blæðingum. „Já, þær geta auðvitað haft aukaverkanir sem tengjast hormónagjöf, en líkaminn framleiðir svipuð hormón einnig þannig að þessi einkenni geta líka komið fram hjá konum sem ekki taka hormónalyf,“ segir hún. Mikið hefur verið rætt um hvort getnaðarvarnir valda blóðtöppum. „Pillan eykur áhættu af blóðtöppum og hefur það verið vitað frá því að pillan kom fyrst á markað fyrir um fimmtíu árum,“ segir Ragn- heiður. „Pillan hefur orðið veikari og veikari með árunum, og því er minni hætta á blóð- töppum, en hins vegar hefur komið fram að nokkrar af nýju pillutegundum eru með aukna blóðtappaáhættu miðað við eldri teg- undir, en þetta eru svo sem engar nýjar fréttir,“ segir hún, og bætir við að hún mæli ekki með pillunni eftir 35 ára aldur ef konur eru með aðra áhættuþætti fyrir að fá blóð- tappa. Aðrir kostir í boði Ragnheiður bendir á margir aðrir þættir geta spilað stórt hlutverk, eins og ættarsaga sjúkdóma, meðfæddir storkugallar, aldur, reykingar, offita og fleira. „Þannig að ef pill- an bætist ofan á hjá konu sem er eldri, reyk- ir og/eða of þung, eykur það áhættuna af blóðtöppum,“ segir hún. Fyrir konur sem vilja sleppa hormónum eru margir aðrir kostir í boði. „Smokkurinn stendur alltaf fyrir sínu, ef hann er notaður rétt, koparlykkjan hentar sumum konum og svo er alltaf algengara að karlar fari í ófrjósemisaðgerðir,“ segir Ragnheiður. HORMÓNAR Í GETNAÐARVÖRNUM Tíðablæðingar ekki endilega hagstæðar VIÐ VAL Á GETNAÐARVÖRNUM STANDA KONUR OFT FYRIR OF MÖRGUM KOSTUM, MEÐ EÐA ÁN HORMÓNA. KOSTIR OG GALLAR FYLGJA SEM VERT ER AÐ SKOÐA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Eggert 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 Heilsa og hreyfing Hormón er nauðsynleg líkamanum en þau sjá um að stjórna þroska hans og vexti og viðhalda starfsemi í jafnvægi. Þau teljast til boðefna líkamans og eru mynduð í innkirtlum, eins og skjaldkirtli, undirstúku, nýrnahettum, briskirtli, heiladingli og kynkirtlum. Hormónin berast svo út í blóðrásina. Kynhormónin östrogen og progeste- rón eru einkennandi fyrir þann hluta ævi kvenna sem kallast frjósemistímabil, en þau myndast í eggjastokkunum. Tíðahvörf kvenna eru yfirleitt um 45-55 ára aldur, en þá lýkur nær alveg myndun kynhormóna. Konur fá oft ýmis ein- kenni af þessum sökum, svo sem blæð- ingartruflanir, svitaköst, svefntruflanir og höfuðverk svo eitthvað sé nefnt. Margar rannsóknir síðustu áratuga hafa verið gerðar og skiptar skoðanir eru um ágæti þess að gefa konum hormón. Margar getnaðarvarnir innihalda horm- ón, svo sem p-pillan, hormónalykkjan, hormónaplástur og hormónasprautur. STJÓRNA VEXTI OG ÞROSKA Hvað eru hormón?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.