Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.08.2013, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.8. 2013 deila með hnyttnum tilsvörum dótturinnar eða nýjum þroska. Í sorginni hefur fésbók fyrst og síðast hjálpað henni að gleðjast yfir framförum dótturinnar, þar fær hún við- brögð vina og fjölskyldu frá degi til dags og það er gefandi að mati Unu Bjargar. Fyrir utan það hvað það er gefandi öllum að heyra hvernig barnssálin tekst á við missinn og hvernig hún hugsar um pabba sinn í dagsins önn. Fésbókarvinirnir bregðast mjög sterkt við þessum færslum og það hjálpar þeim líka sem næst stóðu í þeirra sorg. Fésbókarfærsla: Una Björg Einarsdóttir 25. mars Arna Eir, þessi elska, virðist vera örlítið lausnamiðuð: Arna Eir: Edda Guðrún (leikskólakenn- ari), ég veit hvernig ég get talað við pabba á himnum. Edda Guðrún: Nú, hvernig? Una Björg Einarsdóttir og Rúnar ÖrnHafsteinsson kynntust árið 2005.Þau fóru í reisu um Evrópu sumarið 2006 og ferðataska Unu Bjargar fór ekki heim til hennar eftir það. Rúnar Örn bað hennar árið 2008 og þau giftu sig 31. október 2009, viku fyrir andlát hans. Þá var Rúnar orðinn mjög veikur en brúðhjónin áttu ótrú- lega góðan dag á Hótel Holti með sínu nán- asta fólki. Þau ætluðu fyrst að gifta sig 5. des- ember en flýttu brúðkaupinu vegna aðstæðna. Rúnar fékk beinsarkmein í hné þegar hann var sautján ára, mein sem hægt var að lækna. Hann fékk síðar meinvörp í lungu sem hann barðist við meira og minna í þrjú ár af þeim fjórum árum sem þau tvö áttu saman. Rúnar var búinn að vera í geislum og lyfjameðferðum á meðan Una Björg gekk með Örnu Eir dóttur þeirra sem fæddist 2. september 2008 og allt gekk ágæt- lega, fannst þeim, þar til í júní 2009. Þá voru þau í sumarbústað og Rúnar „missir fæt- urna“. Hann stóð ekki mikið upp úr hjóla- stólnum eftir það því æxlið var komið í mæn- una og lungun. Hann fór í aðgerð þar sem reynt var að fjarlægja meinin. Æxlin voru hins vegar svo hraðvaxandi að 14. október kemur krabbameinslæknir til þeirra og tjáir þeim að staðan sé orðin vonlítil, það sé búið að reyna allt. Rúnar lést 8. nóvember 2009. Una Björg fékk margar samúðarkveðjur á fésbókinni, en vinahópur hennar er rúmlega sex hundruð manns. Hún þekkti alla sem vottuðu henni samúð sína og enginn ókunnugur ávarpaði hana eða sendi henni skilaboð. Una Björg minnist þess þegar hún setti brúðkaupsmyndirnar þeirra Rúnars inn á síðuna hvað viðbrögðin voru mikil og sterk. Hún gerði sér líka grein fyrir því að sumir sem stóðu henni fjær notuðu fésbók af því að þeir hreinlega treystu sér ekki til að hringja. Una Björg setti aldrei inn færslur um líðan sína, hún er mikil prívatmanneskja og þegar sorgin lagðist yfir af þunga var henni eðl- islægara að hringja í vinkonu eða fá útrás í ræktinni. Að segja frá í hversdeginum Una Björg fann aukna þörf fyrir að segja frá dóttur sinni Örnu Eir á síðunni sinni. Henni fannst gott að deila litlu hlutunum í hvers- deginum þeirra þegar Rúnar var farinn. Hún fann svo til undan því að hafa hann ekki til að Arna Eir: í gegnum Skype! Una Björg lét loka fésbókarsíðu Rúnars tveimur mánuðum eftir andlát hans og sér eftir því. Það hefði verið henni og sjálfsagt fleirum ákveðin huggun að hafa síðuna opna, sem eins konar minningarsíðu. Hún minnist þess hversu viðbrögðin voru sterk frá nánum vinum og fjölskyldu þegar hún setti uppá- haldslag Rúnars á vegginn sinn á afmæl- isdeginum hans. Þau bjuggu til sinn lokaða hóp Una Björg minnist þess ekki að neinn hafi sært hana á þessum vettvangi. Henni fannst mikilvægt að minnast fyrsta dánardagsins en nú orðið leggur hún áherslu á afmælisdag Rúnars og þá fara allir út að borða. Una Björg hefur verið í sorgarhópi í kirkjunni og þar kynntist hún ungum ekkjum og ekklum sem henni finnst gott að eiga samfélag við. Þau tóku sig til og stofnuðu lokaðan fésbók- arhóp sem gerði það að verkum að þau voru duglegri að hafa samband á milli funda og deila líðan og hugsunum. Þetta auðveldaði þeim líka að skipuleggja hitting heima hjá hvert öðru, sem þau gerðu og höfðu börnin sín með, börnin fundu einnig til mikillar sam- kenndar og gátu opnað sig hvert við annað, sem foreldrarnir voru þakklát fyrir. Una Björg er líka á ekkju- og ekklasíðunni, þó að hún sé ekki að tjá sig mikið þar, þá finnur hún styrk í því að lesa hugleiðingar þeirra sem eru í sömu sporum. Sér eftir að hafa lokað síðunni Una Björg og Rúnar Örn á brúðkaupsdaginn ásamt dóttur sinni, Örnu Eir. UNA BJÖRG EINARSDÓTTIR VERKEFNASTJÓRI *Una Björg minnistþess þegar hún settibrúðkaupsmyndirnar þeirra Rúnars inn á síð- una hvað viðbrögðin voru mikil og sterk. PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 3 1 5 7 4

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.