Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 1 3  246. tölublað  101. árgangur  HÓTELEIGANDI, SELFANGARI OG ÆÐARBÓNDI STEFNIR Í METÁR HJÁ GRÁGÆS OJBA RASTA FLYTUR FRIÐAR- BOÐSKAP BÁGT ÁR HJÁ BLESGÆS 16 NÝ BREIÐSKÍFA 38ÍSLENSKAR EYJAR 18 ÁRA STOFNAÐ 1913 Hætt er við að síðustu haustlaufin hafi feykst af trjám á norðvesturhluta landsins í gær því þar var hvasst. Í Æðey mældist vindur 23 metrar á sekúndu. Búist er við að það dragi úr úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum í dag. Ekki er við öðru að búast en að milt veður verði áfram á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur fólk notið síð- ustu haustdaganna, meðal annars í trjágöngunum lit- fögru við Húsdýragarðinn í Laugardal. Trén skynja haustið fyrr en við sjáum litabreytinguna. Þau eru að búa sig undir vetrardvalann og litarefnin sem taka við af græna litnum eru til að verja laufblöðin á meðan þau hafa ennþá hlutverki að gegna. En svo falla þau og verða að verkefnum fyrir borgarstarfsmenn. Morgunblaðið/Kristinn Höfuðborgarbúar njóta síðustu haustdaganna Trén búa sig undir vetrardvala Baldur Arnarson baldura@mbl.is Líkur á samdrætti í efnahagslífinu hafa minnkað og er nú útlit fyrir 1,5-2% hagvöxt á þessu ári. Þetta kemur fram í leiðandi hagvísi Analytica fyrir september en hann hækkaði frá því í ágúst. Var hagvísirinn í ágúst jafnframt endurskoðaður upp á við frá lækkun í lítilsháttar hækkun. Að sögn Yngva Harðarsonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Analytica, bendir hagvísirinn ekki lengur til samdráttar næstu mánuði heldur til hægfara vaxtar. Aukinn fiskafli í september og aukin umsvif í ferðaþjónustu ráði mestu um að horfur hafi batnað. „Hættan á samdrætti hefur minnkað verulega. Það eru stærstu tíðindin,“ segir Yngvi sem tekur fram að vöxturinn sé brothættur. Draga muni lítillega úr umsvifum í hagkerfinu í nóvember og desember, að teknu tilliti til árstíða- sveiflu. Framundan sé tímabil þar sem líklegt er næsta ár. „Margir verktakar eru nú í startholum að hefja byggingu á bæði hótelum og nýjum íbúð- um enda veruleg uppsöfnuð húsnæðisþörf eftir 5 ára stöðnun í geiranum,“ segir Ásgeir og bendir á að mannvirkjagerð sé mannaflsfrek. Hún muni ásamt vexti í ferðaþjónustu bera uppi atvinnu- sköpun á næstu misserum. Samkvæmt Vinnu- málastofnun fór atvinnuleysi í greininni hæst í 27,6% í mars 2009 eftir hrunið, en var komið niður í 3,3% í september sl. Alls voru 3.480 án vinnu í greininni í mars 2009 en 343 í september sl. Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar, segir marga íslenska iðnaðarmenn í Noregi til- búna að snúa aftur heim. Beðið sé eftir því að framboð á verkefnum hér heima verði stöðugra. „Það er beðið eftir aðgerðum stjórnvalda í skuldamálum. Fjöldi fólks er með líf sitt í biðstöðu þangað til þær verða kynntar. Þegar þær liggja fyrir og ungu fólki verður gert auðveldara að kaupa húsnæði mun markaðurinn taka mikið við sér. Þá munu margir snúa aftur heim.“ Brothætt merki um bata  Líkur á samdrætti í hagkerfinu hafa minnkað samkvæmt hagvísi Analytica  Atvinnuleysi í mannvirkjagerð snarminnkar  Aðgerða í skuldamálum beðið að hagvöxtur verði undir 3%. Tímabil hægs vaxtar muni því halda áfram næstu misserin. Verktakar í startholunum Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði og efnahags- ráðgjafi Gamma, telur að umsvif í mannvirkjagerð muni aukast umtalsvert þegar kemur fram á Morgunblaðið/Styrmir Kári Störfum fjölgar Spáð er meiri framkvæmdum. Ef 400 milljarða krónueignir föllnu bankanna yrðu keyptar með 75% af- slætti, eins og Bingó-áætlun Seðla- bankans gerir ráð fyrir, myndu áætl- aðar heimtur kröfuhafa Glitnis engu að síður verða um 30% af nafnvirði allra samþykktra krafna. Það er nánast sama endurheimtuhlutfall og kröfuhafar reikna með miðað við nú- verandi gangverð krafna. Þykir þetta til marks um að kröfu- hafar Glitnis búist við því að veruleg- ur hluti af 275 milljarða krónueign búsins verði afskrifaður. Samtals nema eignir Glitnis 919 milljörðum. Miðað við þá ávöxtunarkröfu sem vogunarsjóðir, sem eiga stærstan hluta krafna á föllnu bankana, gera á sambærilegar fjárfestingar er ljóst að þeir tapa háum fjárhæðum drag- ist það á langinn að Kaupþing og Glitnir fái heimild frá Seðlabankan- um til að greiða út fjármuni til kröfu- hafa. hordur@mbl.is »18 Reikna með af- skriftum  Kröfuhafar tapa miklu á töfum Morgunblaðið/Ómar Stærsta krónueignin Hlutur kröfu- hafa er metinn á 131 milljarð.  „Það er eyði- legt framundan hér heima og við þurfum að reyna að vega það upp með því að þreyja þorrann aðeins lengur í Noregi,“ segir Kolbeinn Kol- beinsson, fram- kvæmdastjóri Ís- taks. Framkvæmdunum við Búðarhálsvirkjun, sem staðið hafa yfir frá hausti 2010, lýkur fyrir jól. „Þarna er stóru verki að ljúka og okkur sárvantar verk hér heima,“ segir Kolbeinn. Starfsmönnum við virkjanaframkvæmdirnar fer jafnt og þétt fækkandi. Að sögn Kolbeins neyðast þeir til að fækka um nokkra tugi starfsmanna en vonast til að það verði í skamman tíma. „Við höfum ekki verkefni til að taka við öllum, en það er virkilega vont að þurfa að segja upp duglegu fólki, sem okkar fólk sannarlega er.“ »12 „Eyðilegt fram- undan hér heima“ Frá Búðarháls- virkjun.  Síðustu rúmlega 50 ár hefur ver- ið alhvítt í Reykjavík átta sinnum 15. nóvember, daginn sem Íslend- ingar mæta Króatíu í landsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum. Mesta snjódýpt þennan dag hefur verið 10 sentimetrar. Síðustu 64 ár hefur verið frost í borginni klukkan 18 í 26 skipti hinn 15. nóvember. Til að verjast frosti hefur Knatt- spyrnusambandið tekið á leigu risa- dúk frá Englandi til að breiða yfir völlinn. Heitu lofti verður dælt und- ir hann og er markmiðið að völlur- inn verði frostfrír. »14 Frost 15. nóvember í 26 skipti af 64 Vetur Snjó mokað og ýtt af Laugardals- velli fyrir landsleik í lok október 2008.  Ekki er nein formleg aðgerða- áætlun á Íslandi til að vernda vitni sem sæta ógnunum eða geta verið í hættu vegna framburðar síns í dómsmálum. Helgi Magnús Gunn- arsson vararíkissaksóknari segir að áður fyrr hafi ekki verið sérstök þörf fyrir slík úrræði hér á landi en það gæti verið að breytast. Hann telur þörf á vitnavernd hérlendis. „Það er ekkert, nema lögreglan getur haft á sér vara gagnvart því og hægt er að koma upplýsingum til Neyðarlínunnar svo hún geti verið viðbúin ef viðkomandi [vitni] hringir. Það er ekki um að ræða vitnavernd sem skipulegt ferli sem boðið er upp á, því miður,“ segir Helgi Magnús. »4 Engin formleg vitnavernd á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.