Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | Hafnarfjörður | S. 565 5970 | sjonarholl.is Margskipt gleraugu Sama lága verðið! Skoðið „Intuitive“ nýjustu margskiptu glerin frá BBGR Frakklandi en þau hlutu gullbikarinn sem bestu margskiptu glerin á Silmo Paris nú í september. Verðlaunin voru veitt fyrir mun stærra fókussvæði í les-, tölvu- og akstursfjarlægðum. Sto´latilboð Það besta kostar minna en þú heldur Goal 322G með örmum og höfuðpúða Frábær skrifstofustóll með fjölbreyttum stillimöguleikum, samhæfing setu og baks. Skin fundar- og gestastóll Fallegur stóll með vel formað bak og neti í bakinu. Seta með svörtu taui, fætur króm. Listav erð 28 9.300, - m/vsk Listav erð 52 .900,- Tilboð 39.675 ,- m/vsk Stólatilboðsdagar hjá InnX Þessir hér á 25 - 35% afslætti. Komdu við í verslun okkar að Fosshálsi 1 í Reykjavík og kíktu á úrvalið því allir aðrir stólar seljast með 20% afslætti. Ath. Sumar gerðir þarf að panta. X E IN N IX 13 06 00 3 Takmark hóps vísindamanna, flug- áhugamanna og frumkvöðla er að koma tveggja sæta svifflugu upp í heiðhvolf jarðarinnar sem er í rúm- lega tuttugu kílómetra hæð yfir yf- irborðinu. Tilgangurinn er annars vegar að slá nýtt hæðarmet fyrir slíkt loftfar og hins vegar að rannsaka ósonlagið. Svifflugan hefur hlotið nafnið Perl- an II upp á íslensku en annar flug- manna hennar er hinn 81 árs gamli danskættaði Einar Enevoldson. For- veri hennar, Perlan I, setti núverandi hæðarmet sviffluga þegar hún náði 50.000 feta hæð árið 2006. Áætlað er að Perlan II hefji sig til lofts í ágúst árið 2015 og nái 90.000 fetum. Kanni ósonlagið Á meðal þeirra sem standa að verk- efninu eru Dennis Tito, auðkýfingur sem greiddi m.a. 20 milljónir dollara til að heimsækja Alþjóðlegu geim- stöðina auk þess sem Steve Fossett, sem setti setti fyrra metið, tók þátt í því þar til hann lést í flugslysi árið 2007. Enevoldson var aðstoðarflug- maður hans þegar metið var sett. Ósonlagið er aðallega að finna í heiðhvolfinu og gæti leiðangurinn hjálpað til að varpa ljósi á áhrif mann- anna á það með útblæstri lofttegunda sem sundra ósoni. Perlan II gæti þannig fengið það verkefni að taka sýni úr heiðhvolfinu og mæla sam- setningu efna í loftinu þar. Þá gæti farið aflað gagna um hvernig loft blandast í svo mikilli hæð en það er lykilatriði fyrir hitastig á jörðinni. „Hugmyndin um rannsóknir til lengri tíma úr rannsóknarstöð í 70- 90.000 feta hæð hefur gríðarlega kosti fyrir vísindin í för með sér,“ hefur The New York Times eftir loftslagsvís- indamanninum James G. Anderson við Harvard-háskóla sem tengist ekki verkefninu. kjartan@mbl.is Svífa á Perlu í heiðhvolfið  Ætla að slá hæðarmet fyrir svifflugu Af vef Perlan Project. Smíðin Perlan er smíðuð úr trefja- plasti og 80% hennar eru tilbúin. Rannsókn á hátt í milljón dönsk- um og sænskum stúlkum bendir til þess að bólu- efni gegn HPV- veirunni hafi engar alvarlegar aukaverkanir. Almennar bólusetningar á stúlkum vegna veirunnar, sem getur valdið leg- hálskrabbameini, hafa verið gagn- rýndar, m.a. annars af hópum sem eru almennt á móti bólusetningum. Lisa Arnheim-Dahlström, aðstoð- arprófessor við Karolinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi, segir hins veg- ar enga áhættu fólgna í bólu- setningunni. Vörnin sem bóluefnið veiti sé nær alger. Hún segir áróð- ur gegn því misvísandi. „Það hefur verið sagt frá dauðsföllum í Banda- ríkjunum vegna HPV-bólusetningar en þegar raunveruleg gögn eru skoðuð kemur í ljós að þeir ein- staklingar létust af öðrum orsök- um,“ segir hún. kjartan@mbl.is Engin áhætta við bóluefnið Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Búrma, tók við Sakharov-mannréttindaverðlaun- unum sem hún hlaut árið 1990 úr hendi Martins Schulz, forseta Evr- ópuþingsins í Strassborg í gær. Þingið veitti henni verðlaunin fyrir 23 árum þegar her Búrma lét sverfa til stáls gegn stjórnarand- stæðingum í landinu eftir kosninga- sigur þeirra. Suu Kyi hefur hins vegar mátt dúsa í stofufangelsi lengst af síðan og gat því aldrei veitt verðlaununum viðtöku. Suu Kyi sagði við athöfnina að árangur hefði náðst í Búrma frá því árið 1990 en ekki nægilega mikill. Undanfarna daga hefur hún átt fundi með evrópskum leiðtogum og hvatt þá til að þrýsta á stjórnvöld í heimalandi sínu um að ljúka umbót- um sem þau hafa heitið. Þingkosningar fara fram í Búrma á næsta ári en þingið kýs svo forseta. Suu Kyi hefur lýst yfir að hún sækist eftir embættinu. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma heimsækir Evrópuþingið í Strassborg Verðlaunin afhent 20 árum síðar AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.