Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! HREINSI- OG SMUR- EFNI, GÍROLÍUR, SMUROLÍUROG RÚÐUVÖKVI FYRIRALLARGERÐIR BIFREIÐA Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Það er nóg að gera hjá Þresti Þórhallssyni húsasmíðameistaraog hann segist ekki ætla að halda sérstaklega upp á daginnen hann er 37 ára í dag. Fari bara með konunni, Sylvíu Rún Guðnýjardóttur, og börnum þeirra, óskírðum þriggja vikna dreng og Kristu Rún, sem verður fjögurra ára í janúar, til móður hans. „Við förum í mat til múttu og fáum eitthvað gott að borða,“ segir hann. Þröstur rennir gjarnan fyrir silung á sumrin, spilar fótbolta með félögunum einu sinni í viku og fylgist með fótboltanum. Liverpool er lið hans í enska boltanum og Skaginn hérna heima en nú á íslenska landsliðið hug hans allan á þessum vettvangi. Hann hefur einu sinni séð Liverpool spila á Anfield og þótt hann langi aftur er annað í for- gangi. „Ég er meira að spá í að fara á HM í Brasilíu,“ segir hann og er ánægður með að Ísland mæti Króatíu í umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni næsta sumar. „Við tökum þessa gæja. Það var gott að sleppa við Portúgal en okkar menn eru orðnir svo góðir, eru með bullandi sjálfstraust. Króatarnir hafa verið með niður um sig í síð- ustu fjórum leikjum, eru búnir að skipta um þjálfara og ná ekki al- mennilega saman, þannig að við tökum þetta.“ Afmælisbarnið er mjög spennt fyrir umspilsleikjunum. „Ég verð að vera tilbúinn þegar miðarnir fara í sölu því þeir seljast upp á korteri. Ég er líka að gæla við að fara til Króatíu, bíð bara eftir til- boðinu. Ef það fer ekki yfir 100 þúsund karlinn …“ Þröstur Þórhallsson 37 ára Veiðimaður Þröstur Þórhallsson rennir oft fyrir silung á sumrin. Miðarnir seljast upp á korteri Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Kristján Logi fæddist 7. febrúar kl. 9.26. Hann vó 3.782 g og var 52, 5 cm langur. Foreldrar hans eru Erla Signý Kristjánsdóttir og Reynir Ragnarsson. Nýir borgarar Álftanes Axel Hugi fæddist 13. júní kl. 11.26. Hann vó 4.355 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hadda Hrund Guðmundsdóttir og Þórður G. Pétursson. Þ órey fæddist í Reykjavík 23.10. 1963 og ólst þar upp til fjögurra ára ald- urs, var síðan hjá afa sínum og ömmu á Egils- stöðum, Bergi Sigurbjörnssyni alþm. og Hjördísi Pétursdóttur dægurlagahöfundi, á árunum 1967- 71. Þá flutti hún aftur til móður sinnar og ólst upp hjá henni í Reykjavík. Þórey var í Egilsstaðaskóla, Melaskóla, Austurbæjarskóla og lauk grunnskólanámi frá Ármúla- skóla. Hún stundaði nám í hönnum við Iðnskólann í Hafnarfirði 1993 og lærði til þjóns um skeið við veit- ingahúsið Arnarhól í Reykjavík, hóf nám í viðskiptafræði við HÍ 2008, lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræði Þórey Svanfríður Þórisdóttir viðskiptafræðingur – 50 ára Á rölti í Malmö 2008 Þórey með börnunum, Snævari Erni, Bergsteini Inga, Klöru Rut og Eyþóri Hrafni. Úr verslunarstjórnun í viðskiptafræðinám Ljósmynd/Nýmynd Mæðgin Þórey ásamt yngsta syninum, Eyþóri Hrafni, 2012. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.