Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Ný sending frá Frankwalder Blússur og jakkar í fallegum litum! St. 36-52 Lágmarks biðtími www.bilaattan.is ALLT á einum stað! Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð Hvers vegna sál okkar lifir áfram eftir dauðann Fyrirlestur á ensku / www.lif-eftir-daudann.net Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Framboðs- frestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa á þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna 2013. Kjörnir verða 55 fulltrúar og 28 fulltrúar til vara. Framboðslistar ásamt meðmælum 300 fullgildra félagsmanna VR þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fyrir kl. 16:00 þann 29. október næstkomandi. Kjörstjórn VR Röng mynd birtist Með frétt Morgunblaðsins í gær á síðu 17 um að Djúpivogur væri aðili að samtökum hægbæja birtist mynd af Djúpuvík á Ströndum í stað Djúpavogs. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Halldór Halldórsson tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 16. nóvember nk. Halldór hefur starfað að sveitarstjórnarmálum síðan hann var kosinn til setu í bæjarstjórn Grindavíkur árið 1994. Hann starfaði síðar sem framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Vestfirðinga í rúm tvö ár og svo sem bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar og pólitískur oddviti sjálfstæð- ismanna í 12 ár. Þá hefur hann gegnt formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga í 7 ár. Auk reynslu af sveitarstjórnarmálum hefur Halldór reynslu úr einkageiranum, því hann starfaði við verk- stjórn í fiskvinnslu, sjómennsku og rekstur eigin fyrirtækja í fjölbreyttri starfsemi. Halldór er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands, viðskiptafræð- ingur með MBA og MS gráðu í mannauðsstjórnun. Eiginkona Halldórs er Guðfinna M. Hreiðarsdóttir sagnfræðingur og MA í hagnýtri menningar- miðlun. Þau eiga tvo syni og eina dóttur og fyrir á Halldór einn son. Gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Halldór Halldórsson „Hvar eiga viðkvæmar persónu- upplýsingar heima?“ er yfirskrift há- degisfundar sem fer fram á Grand hóteli í dag, 23. október, frá klukkan 12 til 14. Mikilvægt er að þau fyrir- tæki og þær opinberu stofnanir sem sjá um vinnslu viðkvæmra upplýsinga komi að umræðu um hvaða framtíð- arsýn sé æskilegt að fylgja í hvernig eigi að vista viðkvæmar persónu- upplýsingar til framtíðar. Það er Fókus, faghópur Ský um upplýsingatækni í heilbrigðisþjón- ustu og öryggishópur Ský sem standa að fundinum. Hann er öllum opinn en það þarf að skrá sig á hann fyrirfram. Hvar eiga persónu- upplýsingar heima? Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar. ,,Ég leita eftir stuðningi við að skipa áfram 2. sæti listans þar sem ég tel að reynsla mín og kraftar nýtist Reykvíkingum best verði ég í forystusveit. Rjúfa þarf þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í ýmsum málaflokkum undir stjórn núverandi borg- arstjórnarmeirihluta, t.d. í skólamálum, samgöngu- málum og málefnum eldri borgara. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera Reykjavík líflegri og skemmtilegri borg þar sem frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja er virkjað og þar sem öll hverfi fá að njóta sín. Fjölga ber búsetukostum ungs fólks og gera sem flestum kleift að eign- ast húsnæði á viðráðanlegum kjörum,“ er haft eftir Kjartani í frétta- tilkynningu. Gefur kost á sér í 2. sætið í prófkjöri Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.