Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Kristmann fæddist á Þverfelli íLundarreykjadal í Borg-arfirði 23.10. 1901. Hann hafði nánast ekkert af foreldrum sínum að segja en ólst upp hjá móð- urforeldrum sínum á Snæfellsnesi. Móðir hans, Sigríður Björnsdóttir, flutti austur í land þar sem hún festi ráð sitt, en faðir hans, Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Skugga- hverfinu í Reykjavík, var orðhepp- inn og kvensamur sjómaður. Kristmann stundaði nám við Sam- vinnuskólann og í Noregi og sótti víða tungumálanámskeið. Hann var íslenskur útrásarrithöfundur eins og þeir Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Kamb- an, fór til Noregs 1924 og verður ekki annað sagt en honum hafi tekist ætlunarverk sitt. Hann náði góðum tökum á norskri tungu og varð á skömmum tíma einn vinsælasti höf- undur þar í landi, en verk hans voru þýdd á tæplega 40 tungumál. Meðal bóka Kristmanns á norsku eru Islandsk kjærlighet; Brude- kjolen; Livets morgen; Den blå kyst, og Gudinden og oksen. Margar þess- ara bóka voru þýddar á íslensku. Kristmann flutti heim 1939, bjó lengi í Hveragerði en síðan í Reykja- vík. Meðal fjölda bóka sem hann samdi á íslensku má nefna skáldsög- urnar Félaga konu, 1947, og Þokuna rauðu, 1950. Þá samdi hann smásög- ur og nokkur leikrit sem flutt voru í útvarpi. Hann sendi frá sér end- urminningar sínar í fjórum bindum, sem eru Ísold hin svarta, 1959; Dægrin blá, 1960; Loginn hvíti, 1961, og Ísold hin gullna, 1962. Þá þýddi hann skáldverk eftir sjálfan sig og aðra. Kristmann naut töluverðra vin- sælda hér á landi en var engu að síð- ur mjög umdeildur höfundur og að margra dómi reyfarakenndur. Ástir karls og konu voru lengst af hans meginviðfangsefni og uppbygging verka hans tók gjarnan mið af því. Steinn Steinarr skrifaði t.d. frægan en að margra dómi mjög óvæginn ritdóm um Félaga konu á sínum tíma. Þá var einkalíf Kristmanns mjög milli tannanna á fólki. Kristmann lést 19.11. 1983. Merkir Íslendingar Kristmann Guðmundsson 90 ára Eyjólfur A. Magnússon 85 ára Guðrún Emilsdóttir Steinunn Júlía Friðbjörnsdóttir 80 ára Elísabet Guðjohnsen Kristín Gunnlaugsdóttir 75 ára Grétar K. Jónsson Haukur Hannesson 70 ára Enok Guðmundsson Ingibjörg Oddsdóttir Margrét Ratree Thongsanthiah Ósk Pétursdóttir Páll Davíðsson Pétur Steingrímsson Sigurberg Bragi Bergsteinsson Þórður B. Benediktsson 60 ára Guðmundur Ragnarsson Halldóra Jóhannesdóttir Júlíus Valsson Pálína Erna Ásgeirsdóttir Petrún I. Jörgensen Sigurbjörg Guðmundsdóttir Svana Pálsdóttir Vilhelmína Ásdís Kjartansdóttir Þorsteinn J. Vilmundarson 50 ára Álfheiður Kjartansdóttir Benedikt Rúnar Árnason Einar Halldór Þórðarson Grétar Már Bárðarson Guðrún Æsa Eggertsdóttir Marina Druzhinina 40 ára Adelaida Renegado Ásgeirsson Arnar Már Þórisson Arnar Richardsson Áslaug Gunnlaugsdóttir Borgar Þór Þórisson Brynjar Tómasson Egill Jóhannes Gomez Axelsson Elsa María Guðmundsdóttir Hafdís Maríud. Sæmundsdóttir Lárus Ómarsson Ólafía Lilja Sævarsdóttir Sigurður Birgir Baldvinsson Steinunn Inga Björnsdóttir Tomasz Grzegorz Kuc 30 ára Gísli Örn Reynisson Haraldur Grétarsson Mai Tuyet Thi Bui Rakel Baldursdóttir Sigrún Sigmarsdóttir Stefania Paula Bizoi Thelma Lind Tryggvadóttir Örlygur Hnefill Örlygsson Til hamingju með daginn 30 ára Gunnar Ingi ólst upp í Reykjavík, er búsett- ur í Hafnarfirði, er með atvinnuflugmannsskírteini og er flugumsjónarmaður hjá Air Atlanta. Maki: Ingibjörg Þórð- ardóttir, f. 1979, vinnur við flugumsjón hjá Atl- anta. Sonur: Eyþór Ingi Gunn- arsson, f. 2012. Foreldrar: Sigríður Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 1951, og Gunnar Briem, f. 1951. Gunnar Ingi Briem 40 ára Þormar ólst upp í Vogum á Vatnsleysustr., lauk stúdentsprófi frá FS og er verslunarstjóri hjá Samkaupum í Grindavík. Maki: Gerður Marín Gísla- dóttir, f. 1974, skólaritari í Grindavík. Börn: Katla Marín, f. 1998; Eyþór Logi, f. 2002, og Róbert Leó, f. 2008. Foreldrar: Ingibjörg Magnea Ragnarsdóttir, f. 1955, og Ómar Jónsson, f. 1955. Þormar Jón Ómarsson 30 ára Ásta Mjöll ólst upp í Innri-Njarðvík, lauk stúdentsprófi og ÍAK- einkaþjálfaraprófi og er einkaþjálfari og hóptíma- kennari í Sporthúsinu. Maki: Eyjólfur Krist- insson, f. 1981, flugmaður. Börn: Kristinn Ingi Eyj- ólfsson, f. 2007, og Guð- björg Edda Eyjólfsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Guðbjörg Þóra Hjaltadóttir, f. 1957, og Óskar Bjarnason, f. 1957. Ásta Mjöll Óskarsdóttir Þjónusta og síur fyrir allar tegundir af loftpressum ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 Gott ú rval á lager ÞÝSKAR GÆÐA PRESSUR 2012 og er nú að ljúka M.Sc.-námi í markaðsfræðum og alþjóða- viðskiptum. Þórey var aðstoðarstúlka í eld- húsi við Gistihúsið á Egilsstöðum eitt sumar er hún var 12 ára, vann í ýmsum söluturnum í Reykjavík á unglingsárunum með skóla, vann við Útvegsbankann á Hlemmi í Reykjavík (síðar Íslandsbanka) 1982-87, starfaði við afgreiðslu og framreiðslu á Aski í Reykjavík og síðan á veitingahúsinu Arnarhóli, var verslunarstjóri fyrir Monsoon- verslunarkeðjuna í Kringlunni 1994-2001, verslunarstjóri hjá Topshop 2001-2003 og loks versl- unarstjóri hjá Útilífi 2003-2005 og útstillingastjóri hjá sama fyrirtæki árin 2006-2009. Þórey rekur svo netverslunina Dísir Boutique sem hún stofnaði samhliða námi árið 2010. Dansar og ríður út Þórey var búsett í Reykjavík til 1985 en flutti þá í Hafnarfjörð og hefur verið búsett þar síðan. Þórey hefur áhuga á dansi og hestamennsku. „Ég byrjaði að læra dans hjá Heiðari Ástvaldssyni á Egilsstöðum þegar ég var fjög- urra ára. Ég hélt svo áfram hjá Heiðari eftir að ég kom til Reykja- víkur, fram á unglingsár. Þar lærði maður hefðbundna samkvæm- isdansa og ég var töluvert liðtæk í diskódönsum þegar þeir voru hvað heitastir. Ég var síðan í dansi hjá Hermanni Ragnari Stefánssyni á w Úr frændgarði Þóreyjar Svanfríðar Þórisdóttur Þórey Svanfríður Þórisdóttir Svanfríður Hjartardóttir húsfr. í Rvík Pjetur Þórhalli J. Gunnarsson hótelstj. á Hótel Íslandi, síðar stórkaupm í Rvík Hjördís Pétursdóttir dægurlagahöfundur á Egilsstöðum Bergur Sigurbjörnsson alþm. og viðskiptafr. á Egilsstöðum og Akureyri Hjördís Guðný Bergsdóttir textílhönnuður og sérkennari í Vogum Guðný Soffía Hallsdóttir húsfr. í Heiðarhöfn og í Rvík Sigurbjörn Ólafsson b. í Heiðarhöfn og verkam. í Rvík Þórunn Kristjánsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Guðmundur Eiríksson sjóm. á Stóra-Stekk í Norðfirði og í Hafnarfirði Stefanía Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Ólafur Guðjónsson bifvélavirki í Hafnarfirði Þórir Guðmundur Ólafsson kokkur og leigubílstj. í Hafnarfirði Elín Bjarnadóttir húsfr. á Eyrarbakka og í Eyjum Guðjón Guðmundsson snikkari í Sandvík á Eyrarbakka og í Eyjum árunum 1989-91 og síðar hjá Sig- urði Hákonarsyni 1993-95. Þá að- stoðaði ég við danskennslu hjá fyrrverandi eiginmanni mínum, sem er danskennari. Dansinn hefur alltaf heillað mig og ég hef alltaf gaman af því að fara út að dansa. Síðan er hestamennskan að ná tökum á mér. Ég á níu vetra gamla hryssu og við hjónin erum með að- stöðu uppi í Hlíðarþúfum við Hafn- arfjörð. Eiginmaðurinn er að vísu duglegri en ég að ríða út. En ég stefni á að fara oftar og hef virki- lega gaman af hestamennskunni. Loks hef ég alltaf haft áhuga á verslun og viðskiptum og mikinn áhuga á hönnun og nýsköpun.“ Fjölskylda Eiginmaður Þóreyjar er Guð- mundur Hrafn Grétarsson, f. 16.3. 1963, verktaki. Hann er sonur Grétars B. Grímssonar, bónda á Syðri-Reykjum í Biskupstungum, og k.h., Láru Jakobsdóttur hús- freyju, en þau eru bæði látin. Sonur Þóreyjar og Guðmundar er Eyþór Hrafn Guðmundsson, f. 16.4. 2005. Börn Þóreyjar og fyrri maka, Ólafs Geirs Jóhannessonar, f. 20.6. 1963, danskennara, eru Klara Rut Ólafsdóttir, f. 22.10. 1985, nemi í vistvænum innkaupum í Kaup- mannahöfn, en maður hennar er Hilmar Már Gunnarsson nemi og eiga þau dótturina Kötlu Röfn, f. 31.1. 2011; Snævar Örn Ólafsson, f. 16.8. 1987, rafvirki á Fáskrúðsfirði, en kona hans er Katrín Sif Ingv- arsdóttir, uppeldisfræðingur við leikskóla; Bergsteinn Ingi Ólafs- son, f. 7.10. 1990, nemi og starfs- maður hjá Olís, búsettur í Reykja- vík. Stjúpbörn Þóreyjar eru Fannar Smári Guðmundsson, f. 18.3. 1989, kokkur í Reykjavík, og Andrea Nótt Guðmundsdóttir, f. 6.6. 1991, nemi, búsett í Reykjavík. Systkini Þóreyjar eru Drífa Hjördís Thorstensen, f. 14.8. 1971, kennari, búsett í Keflavík, og Jón Hnefill Jakobsson, f. 24.4. 1981, grafískur hönnuður í Kaupmanna- höfn. Foreldrar Þóreyjar eru Þórir Guðmundur Ólafsson, f. 22.6. 1939, d. 9.6. 1996, kokkur og leigubíl- stjóri, var búsettur í Hafnarfirði, og Hjördís Guðný Bergsdóttir, f. 13.7. 1945, myndlistarkona og sér- kennari, búsett í Vogum á Vatns- leysuströnd. mbl.is/islendingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.