Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Snowden uppljóstrari kom öllu íuppnám þegar hann kjaftaði frá, eins og lilla putta spilleman hætti til forðum. Skyndilega varð almenningi nær og fjær ljóst að það var verið að njósna um hann allan sólar- hringinn, til að slást við hryðjuverka- menn.    Það var rekið uppskaðræðishróp víða, enda fullyrt að enginn væri óhult- ur. Njósnatækin væru svo fullkomin að ekkert færi framhjá tölvueyr- unum. Það skyggði aðeins á jólagleðina að „þeim“ mistókst að njósna um Snowden áður en hann kjaftaði frá. Og hitt var einnig lakara að þús- undir njósnara misstu af því þegar Snowden bókaði sig í flug hjá Aero- flot. Það var afsakað með því að nafn hans var vitlaust stafsett þeg- ar slegið var inn í tölvuna!    Svo kom í ljós að Bandaríkja-menn höfðu hlerað samtöl kommissara í Brussel um nýjar til- skipanir. Þá skynjuðu menn fyrst hve mikið er lagt á njósnara nú- tímans. Þegar loks komst upp að sérstaklega hafði verið njósnað um Frakka, sem gáfu Bandaríkjunum frelsisstyttuna í New York, var mælirinn fullur í París og talið var að hann hefði ekki verið sá eini sem var fullur í þeirri borg það kvöld. Frakkar höfðu sannað í eitt skipti fyrir öll að þeir væru á móti njósn- um þegar þeir leiddu Mata Hari fyrir aftökusveit 15. október 1917 og heimtuðu því skýringar og af- sökun.    Obama svaraði því til að Frakkarnjósnuðu ekki minna en hans menn en væru bara með lélegri græjur. Þær sömu og þeir náðu frá Mata Hari? Snowden Njósnarinn sem komst í kuldaúlpuna STAKSTEINAR Mata Hari Veður víða um heim 22.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 heiðskírt Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 1 slydda Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 3 skúrir Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Stokkhólmur 10 súld Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 15 skúrir Glasgow 15 léttskýjað London 18 skýjað París 17 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 15 skýjað Moskva 1 skýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 16 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 22 heiðskírt Aþena 18 heiðskírt Winnipeg 0 snjóél Montreal 7 skýjað New York 17 alskýjað Chicago 4 alskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:44 17:41 ÍSAFJÖRÐUR 8:58 17:37 SIGLUFJÖRÐUR 8:41 17:20 DJÚPIVOGUR 8:16 17:08 Morgunblaðið greindi frá því í gær að innan Seðlabanka Íslands væri unnið að áætlun sem fel- ur í sér að nauðasamningar Glitnis og Kaupþings verði aldrei samþykktir nema það náist fram að lágmarki 75% niðurskrift á 400 milljarða krónu- eignum bankanna. Í tilefni þeirrar fréttar og ann- arrar umfjöllunar sendi SÍ frá sér yfirlýsingu: „Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarna daga og vikur um meintar kröfur Seðlabankans og stjórnvalda varðandi uppgjör í tengslum við slit Glitnis og Kaupþings vill Seðlabankinn taka fram að slíkar kröfur hafa ekki verið settar fram af hálfu bankans.“ Leiði ekki til óstöðugleika Innan SÍ hafi verið til skoðunar „ýmsar hug- myndir um leiðir til þess að gera upp bú Glitnis og Kaupþings án þess að það leiði til óstöðugleika í gjaldeyrismálum eða tefli fjármálalegum stöð- ugleika í tvísýnu. Nokkrar leiðir sem fullnægja þessum skilyrðum gætu komið til greina. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessu sambandi og Seðlabankinn getur því ekki tjáð sig um einstakar hugmyndir sem kunna eða kunna ekki að hafa verið viðraðar um lausn málsins. Einnig ber að undirstrika að losun fjármagnshafta er verkefni sem unnið hefur verið í samvinnu ríkisstjórnar og Seðlabankans og Seðlabankinn mun engu hrinda í framkvæmd hvað þetta varðar nema í samráði við fulltrúa hennar,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Engar kröfur verið lagðar fram  Seðlabankinn sendir frá sér yfirlýsingu vegna frétta um uppgjör krónueigna SMELLT EÐA SKRÚFAÐ, VIÐ EIGUM BÆÐI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is Gert er ráð fyrir að rekstraraf- gangur Kópa- vogsbæjar verði um 642 milljónir króna á næsta ári. Þetta kemur fram í tillögu að fjár- hagsáætlun árs- ins 2014 sem meirihlutinn lagði fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórn- ar í gær. Þar er lagt til að fasteigna- skattur á íbúðarhúsnæði verði lækk- aður annað árið í röð og að skuldir verði áfram lækkaðar um rúma tvo milljarða að teknu tilliti til verðbóta. „Í áætluninni er gert ráð fyrir að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki úr 0,29% í 0,27% eða um tæp 7%. Þessi sami skattur var lækkaður um 9,4% á þessu ári. Einnig er lagt til að vatnsskattur lækki, sömuleiðis annað árið í röð, og nú úr 0,12% af fasteignamati í 0,10%. Áður lækkaði hann um 11,1%. Aðrir skattar og gjöld verða óbreytt á milli ára eða hækka í samræmi við vísitölu fjár- hagsáætlunarinnar,“ segir í fréttatil- kynningu frá Kópavogsbæ. „Heild- arútgjöld bæjarins verða skv. áætluninni 21,4 milljarðar króna á næsta ári en tekjur 22 milljarðar. Veltufé frá rekstri verður rúmir þrír milljarðar króna en það sýnir getu bæjarins til framkvæmda og niður- greiðslu lána.“ Rekstur Kópavogs- bæjar batnar Kópavogskirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.