Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Flugsveit frá Bandaríkjunum er væntanleg til landsins í byrjun nóv- ember til þess að sinna loftrým- isgæslu. Flugsveitin verður á örygg- issvæðinu við Keflavíkurflugvöll en gera má ráð fyrir aðflugsæfingum á Akureyri og Egilsstöðum. Með flugsveitinni koma um 200 liðsmenn með F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvél og eldsneyt- isbirgðavél. Árlega sinna þrjár þjóð- ir loftrýmisgæslu hér á landi og fyrr á árinu höfðu Ítalir og Þjóðverjar þetta verkefni með höndum. Hrafnhildur Brynja Stef- ánsdóttir, upplýsingafulltrúi Land- helgisgæslunnar, segir að ekki hafi oft reynt á hjálp frá aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins vegna loft- rýmisgæslu. Þó séu dæmi um að þotur hafi komið inn í íslenskt loft- rými án þess að gera grein fyrir ferðum sínum og þá hafi þotur Atl- antshafsbandalagsins verið kallaðar til aðstoðar við að bera kennsl á þær. Loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins hófst hér eftir að Bandaríkin fluttu herlið sitt frá Keflavíkurflugvelli árið 2006. Varn- armálastofnun fór með varnarmál Íslands til ársins 2011 en þegar sú stofnun var lögð niður tók Land- helgisgæslan við og hefur séð um framkvæmd öryggis- og varn- artengdra verkefna hér á landi í samstarfi við utanríkisráðuneytið, NATO og aðrar stofnanir. F-15 orrustuþota Flugsveit Bandaríkjanna er væntanleg aftur til Íslands. Bandaríkin sjá um gæslu í háloftunum  200 manna flugsveit á æfingu Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir ÍSLENSK HÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is Mest kemur í hlut Reykjanesbæjar, Akureyrar og Ísafjarðarbæjar ef miðað er við áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næsta ári vegna lækkunar tekna af fast- eignaskatti. Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafar- nefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga um áætlaðar úthlutanir. Framlögin eru reiknuð út til jöfn- unar á tekjutapi einstakra sveitar- félaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og fá alls tíu sveitarfélög ekkert framlag en þar er um að ræða stærstu sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu, auk nokk- urra sveitarfélaga á landsbyggð- inni. Skv. fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014 nemur áætlað ráðstöfun- arfjármagn Jöfnunarsjóðs til greiðslu framlaganna 3.279,9 millj- ónum kr. Skv. upplýsingum ráðu- neytisins mun ný áætlun hins vegar verða birt ef breytingar verða á því fé sem til ráðstöfunar er þegar end- anleg fjárlög liggja fyrir. Jöfnunarsjóður greiðir sveitar- félögum framlög fyrirfram sem nema 60% af áætluðum framlögum ársins eða tæplega 2 milljörðum kr. Þau sveitarfélög sem fá ekki jöfn- unarframlög eru Reykjavík, Kópa- vogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Akranes, Skorra- dalshreppur, Fljótsdalshreppur, Ásahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur. 4,5 milljarðar vegna húsaleigubóta Sveitarfélög fá einnig framlög úr sjóðnum sem nema 64% af greiðslum þeirra á húsaleigubótum. Sveitarfélögin áætla að heildar- greiðslur þeirra á almennum húsa- leigubótum nemi um 4.571 m.kr. á árinu 2014. Um er að ræða 4,2% hækkun á greiðslum bótanna milli ára. Hæst framlag vegna almennra húsaleigubóta rennur til Reykjavík- ur eða tæplega 1,4 milljarðar og Hafnarfjörður fær næsthæsta framlagið, rúmar 236 milljónir. 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Útreiknuð þörf Framlög eftir skerðingu Re yk jan es bæ r Ak ur ey ri Ísa fjö rð ur Fja rð ab yg gð Sv eit ar f. S ka ga f. No rð ur þin g Ve stm an na ey jar Flj ót sd als hé ra ð Ár bo rg Bo rg ar by gg ð Sveitarfélög sem fá mest úthlutað úr Jöfnunarsjóði 2014 Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti 2014 í milljónum 3,3 milljarðar í jöfnunar- framlög til sveitarfélaga  Reykjanesbær, Akureyri og Ísafjörður fá hæstu framlögin Morgunblaðið/Eggert Framlög Sveitarstjórnarmenn eru farnir að vinna að gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár og hafa nú fengið tillögur um úthlutanir Jöfnunarsjóðs. Myndin er frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram í byrjun október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.