Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 19
Áður fyrr var búið á fjölmörgum eyjum umhverfis Ísland. Margar þeirra fóru í eyði á síðustu öld, á öðrum er mjög fámennt að staðaldri. Fjölmargir dvelja þar þó á sumrin og sækja eyjarnar heim í lengri eða skemmri tíma. Meðal þessara eyja eru Papey, Viðey, Engey, Flatey á Breiðafirði,Æðey, Vigur, Drangey og Flatey á Skjálfanda. Margar eyjar eru vinsælir ferða- mannastaðirLjósmynd/MatsWibe Lund Morgunblaðið/G.Rúnar Þorpið í Flatey Mörg húsanna í þorpinu eru nýtt sem sumarhús eða til móttöku ferðamanna, t.d. sem gistihús. komið upp hérna. Það er það sama að segja um rituna, við er- um reyndar ekki að veiða hana, en það kemst ekkert upp af henni.“ Hver er ástæðan fyrir þessu? „Það vantar algjörlega ætið. Þeg- ar þorskurinn gekk inn á Horn- grunn 1995 fór strax að bera á því að það var minna af síli. Þorsk- urinn er núna út um allt og það er einfaldlega ekki nógu mikið af sandsíli til að eitthvað verði eftir handa fuglinum.“ Endurnýjun nánast útilokuð Það hlýtur að hafa bæði sína kosti og galla að búa á stað eins og Flatey? „Já, alveg örugglega. En ég met kostina fleiri en gall- ana og þess vegna bý ég hér. Þetta höfðar svo til mín; þessi vinna mín og þessi vera þarna. En auðvitað er það ekki fyrir alla að búa á svona stað. Fólk með börn gæti varla búið hérna, hér er eng- inn skóli. Þannig að endurnýjun er nánast útilokuð.“ Að sögn Hafsteins er siglt yf- ir Breiðafjörðinn á hverjum degi yfir sumartímann og þá höfð við- koma í Flatey. Yfir vetrartímann eru fastar viðkomur ferjunnar í eyjunni færri og stjórnast þær nokkuð af eftirspurn. „Það er allt- af eitthvað um að fólk sé að koma hingað yfir veturinn. Við þurfum svo að sækja allt upp á land.“ Ferð þú mikið sjálfur upp á land? „Þegar ég þarf þess. Sér- staklega til að sækja ýmsan óþarfa.“ Ljósmynd/Mats Wibe Lund Flatey á Breiðafirði Þar er búið á tveimur býlum og stundaður búskapur. landi, m.a. til Japans og Evrópu. „Dúnninn úr Æðey, hann er góð- ur,“ segir Alexíus. Æðey var í byggð frá sögu- öld fram á síðustu ár og þar hafa veðurathuganir verið frá því um miðja síðustu öld. Lengst af var veðurathugunarstöðin mönnuð, en í fyrra var settur þar upp sjálfvirkur búnaður. Aðrar eyjar í Ísafjarðardjúpi eru Vigur og Borgarey. Föst byggð er í Vigur, þar er stund- aður hlunnindabúskapur og ferðaþjónusta á sumrin, en eyjan er vinsæll viðkomustaður ferða- manna á. Þar er nokkuð af gömlum húsum og margar minj- ar um lífshætti fyrr á tímum, meðal annars vindmylla frá árinu 1840 sem nú er í vörslu Þjóðminjasafnsins. Borgarey er minnst eyjanna þriggja og dregur nafn sitt af klettaborg og þar er mikið fuglafriðland. Þar var síðast byggð um aldamótin 1900, en þar er lítill aðgangur að fersk- vatni. Æðey í Ísafjarðardjúpi Þar hefur föst byggð lagst af. Þar er mikið æðarvarp. Ljósmynd/ Mats Wibe Lund Papey er stærsta eyjan fyrir Austurlandi, um 2 km² og var lengi eina eyjan við austur- ströndina sem var í byggð, en enginn hefur haft þar fasta bú- setu frá 1966. Eyjan er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og sigla Papeyjarferðir þangað daglega yfir sumartímann frá Djúpavogi. „Margir hafa áhuga á að fara út í Papey og þeim fer fjölgandi ár frá ári,“ segir Már Karlsson, leiðsögumaður í Djúpavogi sem hefur fylgt þús- undum ferðamanna í eyjunni. „Númer eitt hjá fólkinu er að sjá fuglinn, en þarna er óskaplega mikið fuglalíf. Svo er þetta sögu- merk eyja, sumir telja að þarna hafi fyrsta byggð á Íslandi ver- ið.“ Í eyjunni er elsta og minnsta timburkirkja landsins, byggð ár- ið 1807. Einnig eru þar bæjar- tóftir frá 10. öld, sem dr. Kristján Eldjárn gróf upp. Papey er vinsæll viðkomustaður ferðamanna Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Papeyjarkirkja Elsta og minnsta timburkirkja landsins, byggð 1807. Mikið fuglalíf í sögumerkri eyju Morgunblaðið/Ómar Leiðsögumaður Már Karlsson hefur fylgt mörgum í Papey. Flatey er stærsta Vestureyjan á Breiða- firði og henni tilheyra um 40 eyjar og hólmar. Þar hefur verið verslunarstaður frá miðöldum, klaustur var þar reist á 12. öld og eyjan var miðstöð Breiðafjarð- arsvæðisins fram á miðja 20. öld. Flestir urðu Flateyingar 200 talsins á árunum 1910-1920 og störfuðu þá flestir við útgerð. Henni var hætt í byrjun 6. áratugarins og upp frá því tók íbúum að fækka. Nú eru þar 5-6 íbúar á tveimur býlum, húsin í þorpinu standa að mestu auð á veturna, en á sumrin fyllast þau af sumardvalarfólki og margir sækja eyjuna heim. Fjölsóttur ferðamannastaður EITT SINN MIÐSTÖÐ BREIÐAFJARÐARSVÆÐISINS Glaumur og gleði Fjölsótt böll eru haldin í Flatey á sumrin.  Næsti viðkomustaður 100 daga hringferðar Morg- unblaðsins er Höfn. Á morgun – með morgunkaffinu MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.