Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Húsnæði íboði
Ca 80 m² húsnæði á Dalvegi
í Kópavogi til leigu í nýlegu húsi.
Herbergi (hægt að skipta í tvö
herbergi), eldhúsaðstaða, klósett og
sturta á annarri hæð.
Uppl. í s. 5444 333 og 820 1070.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Infra rauðir sauna
hitaklefar af ýmsum
gerðum og stærðum
GODDI.IS
Auðbrekku 19 - Kópavogi
S. 5445550
Bílar
SKRÁÐU BÍLINN FRÍTT
OG FÁÐU FRÍA AUGLÝSINGU!
Söluhæsta netbílasala landsins.
25% afsláttur af sölugjöldum.
Frí auglýsing í Morgunblaðið.
www.netbilar.is,
Hlíðasmára 2, sími 588 5300.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Matador vörubíladekk - Tilboð
385/65 R 22.5 kr. 78.088 + vsk.
295/80 R 22.5 kr. 76.016 + vsk.
275/70 R 22.5 kr. 66.215 + vsk.
11 R 22.5 kr. 36.900 + vsk.
12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
265/70 R 19.5 kr. 44.500 + vsk.
285/70 R 19.5 kr. 49.800 + vsk.
40 feta notaðir gámar til sölu.
Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði,
Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, sími 544 4333.
Kebek neglanleg vetrardekk
185/55 R 15 15.900 kr.
195/65 R 15 15.900 kr.
205/55 R 16 17.900 kr.
205/60 R 16 21.500 kr.
215/65 R 16 20.900 kr.
225/65 R 17 28.900 kr.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Vetrardekk
215/55 R 16 kr. 19.700.
225/55 R 16 kr. 22.500.
215/55 R 17 kr. 23.500.
235/45 R 17 kr. 21.390.
225/55 R 17 kr. 23.900.
235/55 R 17 kr. 26.700.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
sími 544 4333.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsviðhald
Ýmiskonar
húsaviðhald
Sími 847 8704
manninn@hotmail.com
Sérsmíði
Smíði og uppsetning á handrið-
um og handlistum úti og inni,
sprautun á eldhús- og baðinn-
réttingum. Tilboð eða tímavinna.
Sími 778 3235.
Litla trévinnustofan á
Facebook.
AUGLÝSINGASÍMI
569 1100
Elsku amma, ég sakna þín
rosalega mikið og mun aldrei
gleyma þér.
Ég hef sama sérstaka nafn og
þú, mér þykir mjög vænt um
það.
Ég man að við fjölskyldan
fórum oft í sumarbústaðinn ykk-
Engla Margunnur
Kristjánsdóttir
✝ Engla Mar-gunnur Krist-
jánsdóttir fæddist í
Hrísey 13. mars
1936. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 7. október
2013.
Útför Englu fór
fram frá Kapell-
unni í Fossvogi 15.
október 2013.
ar, það var gaman.
Þá heimsótti ég og
bróður minn, afa og
þig í húsið ykkar í
Danmörku.
Rósirnar og
blómin í garðinum
ykkar voru í falleg-
um skærum litum.
Í garðinum er
tjörn sem ég datt
ofan í og man ég
eftir að þú hjálpaðir
mér upp úr henni enda rennandi
blaut. Ég fór oft til ykkar og afi
hjálpaði mér með lærdóminn.
Vonandi líður þér vel þar sem
þú ert núna, ég og Geir bróðir
söknum þín mikið.
Þín
Margunnur Oddrún.
Elsku Sigga. Með þér er horf-
inn síðasti hlekkurinn í mínu
uppeldi, ekki skrítið, ég sem er
tæplega sjötug. Alltaf gat ég
skottast inn á heimilið ykkar og
verið eins og heima hjá mér.
Þið Hermann (móðurbróðir
minn) og Skarphéðinn (föður-
bróðir minn) bjugguð saman og
það var oft kátt á hjalla því þeir
höfðu svo gaman af að stríða
Sigríður
Stefánsdóttir
✝ Sigríður Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Hákonar-
stöðum á Jökuldal
7. desember 1915.
Hún lést á hjúkr-
unar- og dval-
arheimilinu Huldu-
hlíð á Eskifirði 6.
október 2013.
Útför Sigríðar
fór fram frá Val-
þjófsstaðarkirkju
17. október 2013.
mér, þá varst þú
alltaf tilbúin að
hjálpa mér að koma
með eitthvað á móti.
Heimilið ykkar var
fallegt og allt varð
að vera þar stífbón-
að og tandurhreint,
og ekki mátti vanta
í kökubaukana eða
mat í stóru tunnuna
í búrinu, slátur,
sviðalappir og
lundabagga. Það varð að vera til
nóg af súrmat handa honum
Hermanni, sagðir þú, og svo varð
mjólkurgrauturinn að vera alveg
ekta, ekki dropi af vatni. Já,
Sigga mín, þannig eru minning-
arnar um heimilið ykkar. Einnig
voru ferðirnar sem ég fór með
ykkur upp á Hérað skemmtileg-
ar og fræðandi.
Ég vil líka þakka fyrir góðar
stundir þegar ég var komin með
fjölskyldu og við komum í heim-
sókn austur. Gleðin yfir að fá
okkur þótt stofan væri undirlögð
í flatsængum og fólki, þá var oft
glatt á hjalla. Þér þótti svo gam-
an að heyra hvað Hermann son-
ur minn er líkur nafna sínum í
sér, prúður, nákvæmur og með
góðan húmor. Takk fyrir það
sem þið gáfuð honum, hann kann
líka vel að meta það.
Það var erfitt að vita af þér
einni á Heiðarveginum en þú
stóðst þig eins og hetja í því, en
þar komu líka góðir grannar til
hjálpar eins og Feddi og Jó-
hanna, Steini frændi og eflaust
fleiri, takk fyrir það góða fólk.
Mikið hefði ég viljað að það væri
styttra á milli okkar, svo hægt
væri að líta inn til þín. Þegar ég
kom ljómaðir þú alltaf og sagðir:
„Ertu nú komin, Soffía mín.“
Jafnvel í sumar þegar þú varst
orðin svo slöpp og við Denni
komum til þín kom ljóminn í and-
litið og við fundum hvað þú varst
glöð að sjá okkur. Það er góð
minning.
Takk fyrir allt, Sigga mín.
Hvíldu rótt við hlið Hermanns
þíns og með móður þína á hina
hlið.
Soffía Jónasdóttir.
Góð samstarfskona er kvödd.
Við Valgerður kynntumst í
kirkjustarfi eldri borgara en þar
var hún fulltrúi Breiðholtskirkju.
Hún var einstaklega ljúf og
elskuleg í allri framkomu og því
gott að eiga samleið með henni.
Sigþrúður Valgerð-
ur Jónsdóttir
✝ Sigþrúður Val-gerður Jóns-
dóttir fæddist á
Siglufirði 26. júní
1939. Hún lést á
heimili sínu,
Hörðukór 3 í Kópa-
vogi, 13. október
2013.
Útför Valgerðar
fór fram frá Breið-
holtskirkju 22.
október 2013.
Valgerður sat í
stjórn Ellimálaráðs
Reykjavíkurpró-
fastsdæma um ára-
bil og þar áttum við
mikið og gæfuríkt
samstarf. Hún var
ávallt ráðagóð og
lagði gott til allra
mála og á annatím-
um þegar við vorum
að vinna að ein-
hverjum sérstökum
verkefnum gekk hún traust og
örugg til verka.
Hún var trúuð kona sem lagði
traust sitt á Guð hvern dag.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Um leið og ég kveð Valgerði og
þakka Guði líf hennar og störf
votta ég fjölskyldu hennar mína
dýpstu samúð og bið þeim öllum
blessunar Guðs um ókomin ár.
Valgerður Gísladóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um
innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja
viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi
þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist,
jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests.
Minningargreinar
ÓSKAR L. ÁGÚSTSSON
húsgagnasmíðameistari,
Fjölnisvegi 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 24. október
kl. 15.00.
Auður Lilja Óskarsdóttir, Sigurður Ólafsson,
Eygló Óskarsdóttir, Ingvar Sveinbjörnsson,
Erla Sólveig Óskarsdóttir, Þorsteinn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum innilega allan vinarhug og samúð
vegna fráfalls eiginmanns míns, fósturföður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÁRNA MELSTAÐ SIGURÐSSONAR
bifreiðarstjóra,
Smárabraut 6,
Blönduósi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á
Blönduósi fyrir frábæra umönnun, hlýju, alúð og virðingu við
hinn látna.
Lára Bogey Finnbogadóttir,
Svanur Líndal Hauksson, Rúna Líndal Aðalsteinsdóttir,
Kolbrún Líndal Hauksdóttir,Brynjólfur Dan,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir minn,
GUÐJÓN SVEINBJÖRNSSON
áður bóndi í Uppsölum,
Grænumörk 2,
Selfossi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 11. október.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 25. október
kl. 13.30.
Jóna Marín Sveinbjörnsdóttir.