Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Gólfþjónustan er með sérlausnir
í smíði borða fyrir fyrirtæki
og heimili svo sem fundarborð,
eldhús- og borðstofuborð.
SÉRSMÍÐI ÚR
PARKETI
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Hræðslan sem slík er það sem
margir afbrotamenn treysta á að
sögn Helga Magnúsar. Þeir þurfi
jafnvel ekki að gera neitt því fólk
sé hrætt við þá fyrir.
„Það skiptir gríðarlega miklu
máli að fólk standi saman gegn
afbrotamönnum og það skorist
ekki undan þó það sé hrætt við
að gera skyldu sína og segja
sannleikann. Það er eina leiðin til
að stöðva þá, annars vefja af-
brotin bara upp á sig,“ segir
hann.
Heimild er í lögum fyrir því að
vitni njóti nafnleyndar fyrir
dómi en Helgi Magnús segir að
það eigi frekar við þegar um
sé að ræða sjónarvotta sem
tengist ekki málum. Í glæpa-
samfélaginu þar sem allir
þekkist sé hins veg-
ar lítið mál að
bera kennsl á
vitni jafnvel
þó að þau
njóti nafn-
leyndar fyrir
dómi.
Treysta á
hræðsluna
SAMSTÖÐU ÞÖRF
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ekki er nein formleg aðgerðaráætl-
un á Íslandi til að vernda vitni sem
sæta ógnunum eða geta verið í hættu
vegna framburðar síns í dómsmál-
um. Helgi Magnús Gunnarsson vara-
ríkissaksóknari segir að áður fyrr
hafi ekki verið sérstök þörf fyrir slík
úrræði hér á landi en það gæti verið
að breytast. Hann telur þörf á vitna-
vernd hérlendis.
„Þau eru ósköp rýr. Það er ekkert
nema lögreglan getur haft á sér vara
gagnvart því og hægt er að koma
upplýsingum til neyðarlínu svo hún
geti verið viðbúin ef það berst símtal
frá viðkomandi [vitni]. Það er ekki
um að ræða vitnavernd sem skipu-
legt ferli sem boðið er upp á, því mið-
ur,“ segir Helgi Magnús um hvaða
úrræði séu fyrir hendi nú.
Breyta framburði fyrir dómi
Þekkt eru dæmi um að vitni breyti
framburði sínum fyrir dómi frá því
sem þau sögðu í skýrslutöku hjá lög-
reglu vegna hótana og ógnana að
sögn Helga Magnúsar. „Það er þá
búið að tala við vitni og hafa áhrif á
þau, kannski ekki alltaf með illu, en
það er oft og iðulega sem vitni breyta
framburði fyrir dómi og það er aug-
ljóst að það hefur verið kóræft. Við-
komandi hefur verið sannfærður um
að það sé betra fyrir alla að hann
breyti framburði sínum,“ segir hann.
Sú útgönguleið stoðar þó ekki allt-
af því ef framburður vitna hjá lög-
reglu er skýr og trúverðugur en
skýringar á hvers vegna hann breyt-
ist fyrir dómi eru ótrúverðugar horfi
dómstólar frekar á lögregluskýrslu.
Þá kemur það reglulega fyrir að
ákæruvaldið eigi erfitt með að fá fólk
til að bera vitni í málum. Það geti
ekki vikið sér undan að koma fyrir
dóm en erfitt geti reynst að ná sann-
leikanum upp úr því.
„Ég myndi ekki segja að það væri
algengt en það kemur fyrir reglulega
að það sé vandkvæðum háð að fá
skilmerkilegan framburð. Fólk reyn-
ir að víkja sér undan því að segja
hlutina eins og þeir eru,“ segir hann.
Helgi Magnús telur þörf á úrræð-
um til að vernda vitni. Norrænt sam-
starf hafi verið í gangi um það en
vandamálið þar eins og hér hafi að-
allega verið smæð samfélag-
anna. Það torveldaði það að
koma fólki fyrir á nýjum
stað undir nýjum nöfnum
eins og sjáist í bandarísk-
um glæpamyndum. „Mín
hugmynd var að vitni
gætu fengið neyðarhnapp
sem væri beintengdur lög-
reglu eða geta komið fólki
fyrir tímabundið í húsnæði
sem er nær lögreglu og
erfiðara er að finna það
en á heimili sínu. Það
væri æskilegt að eitt-
hvað slíkt kerfi væri til
staðar í þeim tilvikum
sem það hentar.“
Morgunblaðið/Ernir
Dómsalur Fréttir hafa borist af því að vitni í svonefndu Stokkseyrarmáli hafi verið beitt ofbeldi af mönnum tengd-
um Stefáni Sívarssyni o.fl. Mannanna er enn leitað en vitnið tilkynnti ekki líkamsárásina gegn sér til lögreglu.
Vitni njóta ekki sér-
stakrar verndar hér
Vararíkissaksóknari segir þörf á úrræðum til vitnaverndar
Helgi Magnús
Gunnarsson
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Starfshópur sem iðnaðar- og við-
skiptaráðherra hyggst skipa „um
fjármögnun uppbyggingar og við-
halds á ferðamannastöðum“ á að
vinna hratt þannig að ráðherra geti í
byrjun næsta árs lagt fram frum-
varp sem byggist á vinnu hópsins.
Hópurinn á að útfæra nánar hug-
myndir um náttúrupassa og byggja á
þeirri aðferðafræði sem kemur fram
í nýlegri skýrslu Boston Consulting
Group, samkvæmt upplýsingum úr
ráðuneytinu.
Minnisblað þessa efnis var lagt
fram í ríkisstjórn í gærmorgun.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, hefur áð-
ur lýst því yfir að hún vilji að gjald-
taka hefjist strax næsta sumar.
Í skýrslu Boston Consulting Gro-
up voru ýmsir kostir bornir saman
en niðurstaðan var sú að einhvers
konar náttúrupassi væri besta lausn-
in. Gert var ráð fyrir að slíkur passi
gæti skilað einum til átta milljörðum
í tekjur á ári. Til að byrja með yrði
boðið upp á 30 daga kort sem myndi
veita aðgang að helstu ferðamanna-
stöðum. Íslendingum stæði til boða
að kaupa fimm ára kort í gegnum
skattkerfið, þannig að ekki yrði brot-
ið gegn reglum EES-samningsins.
Ellefu fulltrúar í starfshópinum
Í minnisblaðinu sem lagt var fyrir
ríkisstjórn kemur fram að í skýrslu
BCC sé að finna ágæta lýsingu á
þeirri grunnhugmyndafræði sem
vinna eigi eftir.
Í starfshópi ráðherra munu sitja
fulltrúar iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytis, umhverfis- og auðlindaráðu-
neytis, fjármálaráðuneytis, Um-
hverfisstofnunar, Ferðamálastofu,
Vatnajökulsþjóðgarðs, Þingvalla-
þjóðgarðs, Samtaka ferðaþjónust-
unnar, Gekon-ferðaþjónustuklasans,
Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Félags landeigenda.
Stefnan sett á náttúrupassa
Stefnt á frum-
varp í byrjun
næsta árs
Morgunblaðið/Kristinn
Náttúra Ferðamenn gætu þurft að
kaupa náttúrupassa í framtíðinni.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í öllum
verslunarkeðjum nema Nettó frá því
í september í fyrra þar til nú í byrj-
un október. Vörukarfan stendur í
stað á milli mælinga hjá Nettó.
Mesta hækkunin á þessu tímabili
er hjá Iceland eða um 16%, um 10%
hjá Krónunni og 9% hjá Víði. Frá því
í fyrra má sjá hækkanir í öllum vöru-
flokkum, mjólkurvörur og sætindi
hafa þannig hækkað í öllum versl-
ununum. Mest hafa grænmeti og
ávextir hækkað en þar má sjá allt að
25% hækkun.
Þá hefur sælgæti hækkað mikið
milli mælinga í öllum verslunum,
mest er hækkunin hjá 10-11 (14,3%)
en minnst hjá Hagkaupum (2,6%).
Mjólkurvörur, ostar og egg hafa
einnig hækkað í öllum verslunum,
mesta hækkunin er hjá Iceland
(12,8%) en minnsta hækkunin er hjá
Samkaupum-Strax (0,4%), en benda
má á að væntanlega er komin inn
hækkun á heildsöluverði sem sett
var á mjólk og mjólkurafurðir 1.
október 2013 sem og sykurskattur
sem kom 1. mars.
Drykkjarvörur eru eini vöruflokk-
urinn sem hefur lækkað hjá helm-
ingi verslana en mesta lækkunin er
hjá Hagkaupum (3,9%) og hjá Sam-
kaupum-Úrvali (3,4%) en mesta
hækkunin er hjá Iceland (17,4%) og
hjá 10-11 og Krónunni (9%).
Grænmetið hækkar verð körf-
unnar. Nettó er eina verslunin þar
sem verðbreytingar í einstaka vöru-
flokkum hafa ekki áhrif á verð vöru-
körfunnar, þó stór vöruflokkur eins
og kjötvörur hafi lækkað í verði, en
ýmsar matvörur og sætindi hækkað
í verði. Hjá Iceland hækkar vöru-
karfan um 16,4% en hækkunin skýr-
ist að stærstum hluta af hækkun á
grænmeti og ávöxtum, kjötvörum og
kornvörum. Hjá Krónunni hækkar
vörukarfan um 9,9% en hækkunin
skýrist að stærstum hluta af hækk-
un á grænmeti og ávöxtum, sætind-
um og kjötvörum.
Verðbreytingar voru skoðaðar í
eftirfarandi verslunum: Í lágverðs-
verslununum Bónus, Krónunni,
Nettó og Iceland; í almennu mat-
vöruverslununum Hagkaupum,
Nóatúni og Samkaupum-Úrvali,
Tíu-ellefu, Samkaupum-Strax og
Víði.
Matarkarfan
hækkað um 9-16%
16% verðhækkun hjá Iceland
Vörukarfa ASÍ
Verðbreytingar frá viku 37 árið 2012 til viku 40 árið 2013
Bónus
7%
Krónan
10%
Nettó
0%
Iceland
16%
Hagkaup
4%
Samk.
Úrval
6%
10-11
8%
Samk.
Stax
2%
Víðir
9%
Nóatún
4%
18%
16%
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0
Grænmeti hækkað mest
» Matarkarfan hefur hækkað
um 9-16% á rúmu ári sam-
kvæmt verðlagskönnun ASÍ.
» Verð stendur í stað hjá
Nettó en hækkar mest hjá Ice-
land eða um 16%.
» Grænmeti og ávextir hafa
hækkað mest en einnig hefur
sælgæti hækkað í verði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hollusta Grænmeti og ávextir hafa
hækkað mikið, eða um allt að 25%.