Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Hlutabréf Netflix snarhækkuðu um
10% í verði í gær eftir að fyrirtækið
birti uppgjör sitt. Nam hagnaður þess á
þriðja ársfjórðungi 31,8 milljónum dala
sem er mun meiri hagnaður en fjár-
festar höfðu búist við.
Þá fjölgar áskrifendum Netflix stöð-
ugt og eru 40 milljónir í dag.
Bréf Netflix snarhækka
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Það gæti kostað kröfuhafa Glitnis og
Kaupþings gríðarlegar fjárhæðir
dragist það á langinn að slitastjórnir
föllnu bankanna fái heimild hjá
Seðlabanka Íslands svo hægt sé að
greiða út fjármuni til kröfuhafa.
Algengt er að erlendir vogunar-
sjóðir, sem eiga stærstan hluta
krafna á hendur Glitni og Kaupþingi,
miði við 12% ávöxtun – þeir innri
vextir (IRR) sem þvinga núvirði
tekjustraums fjárfestingarinnar í
núll – á sambærilegar fjárfestingar.
Laust fé búanna í erlendum gjald-
eyri nemur um 770 milljörðum. Þeir
fjármunir eru hins vegar bundnir í
innlánum eða seljanlegum verðbréf-
um með mjög lítilli ávöxtun.
Ljóst er að sjóðirnir hafa mikla
hagsmuni af því að slitastjórnir bú-
anna fái heimild til útgreiðslu til
kröfuhafa sem allra fyrst – að öðrum
kosti muni það hafa mikil áhrif á
vænta ávöxtun af fjárfestingu þeirra.
Fram kom í riti Seðlabankans um
fjármálastöðugleika að vegna óvissu
um slitameðferð búanna bendi
margt til að þau hafi dregið úr hraða
við að umbreyta eignum í laust fé.
Gera ráð fyrir afskriftum
Frá því var greint í Morgun-
blaðinu í gær að miðað við áætlun
Seðlabankans, sem gengur undir
vinnuheitinu Bingó, verða nauða-
samningar Glitnis og Kaupþings
aldrei samþykktir nema það náist
fram að lágmarki 75% afsláttur á 400
milljarða krónueignum bankanna.
Sé litið til gangverðs krafna á Glitni
og Kaupþing þá virðast kröfuhafar
nú þegar gera ráð fyrir að krónu-
eignir þeirra verði afskrifaðar veru-
lega. Kröfur Glitnis ganga kaupum
og sölum miðað við heimtur upp á
31% að nafnvirði en hjá Kaupþingi er
hlutfallið 26%.
Ef krónueignir búanna yrðu af-
skrifaðar um 75% þá myndu áætl-
aðar heimtur almennra kröfuhafa
Glitnis – út frá eignum á móti skuld-
um á efnahagsreikningi – engu að
síður verða um 30% af nafnvirði allra
samþykktra krafna. Í dag er þetta
hlutfall hins vegar yfir 38%, sem er
talsvert hærra en kröfuhafar reikna
með að verði endanlegar heimtur.
Þykir þetta til marks um að þeir eigi
von á því að niðurstaðan verði sú að
275 milljarða krónueign Glitnis verði
afskrifuð að stórum hluta.
Krónueign þrotabús Kaupþings er
talsvert minni en Glitnis – um 145
milljarðar – og ef hún yrði sömuleiðis
afskrifuð um 75% miðað við bókfært
virði þá yrðu áætlaðar heimtur um
23,5% af nafnvirði samþykktra
krafna. Kröfuhafar Kaupþings virð-
ast því ekki reikna með jafnmiklum
afskriftum en miðað við að eignir
búsins eru 790 milljarðar á móti
skuldum sem eru 2.933 milljarðar þá
má ætla að endurheimtur verði um
27% af nafnvirði allra krafna.
Kröfuhafar tapa á töfum
Miðað við ávöxtunarkröfu vogunarsjóða tapa kröfuhafar miklu fái slitastjórnir
ekki undanþágu til útgreiðslu Virðast reikna með miklum afskriftum
Glitnir Eignir eru 919 milljarðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+1/.,0
++2.13
,,.-31
,-.,0
+4.555
+00.,0
+.,,03
+43./
+2/.34
+,-.5,
+1/.5
++5.,1
,,.+,/
,-.,1
+4.40,
+00.2
+.,,5+
+4313
+23.-/
,-5.2-5,
+,+.-+
+13.+5
++5.20
,,.+41
,-.03
+4.445
+00.15
+.,0-5
+42.3
+23.3
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Líklegt þykir að þrjú félög, Sjóvá,
Reitir og Skipti, verði skráð á
hlutabréfamarkað á næsta ári, að
mati Greiningar Íslandsbanka. Á
árinu 2015 telur greiningardeildin
líklegt að átta félög verði skráð á
markað.
Á þessu ári hafa tvö félög verið
skráð á markað, TM og VÍS, og var
samanlagt markaðsvirði þeirra í
lok septembermánaðar 49 millj-
arðar króna, rifjar greining-
ardeildin upp. Reiknað er með að
N1 verði skráð á markað fyrir ára-
mót.
Mat á því hvaða félög verði skráð
byggist að miklu leyti á skoðun á
núverandi eigendum félaganna en
þau eiga það flest sameiginlegt að
vera í eigu fyrrverandi kröfuhafa
eða framtakssjóða.
Sjóvá skráð snemma á árinu
Greiningin telur að Sjóvá verði
skráð snemma á næsta ári en að
meiri óvissa sé í kringum tímasetn-
ingu á skráningu Reita og Skipta.
Þá sé skráning Reita háð því að
kröfuhafi samþykki skilmála sáttar
Reita og Seðlabankans.
„Á árinu 2015 teljum við líkur á
að allt að átta félög verði skráð á
markað: MP banki, Eik, Land-
festar, Kaupás, Promens, Skelj-
ungur, HB Grandi og Advania.“
Þykir greiningardeildinni ekki lík-
legt að Eik og Landfestar verði
skráð í sitt hvoru lagi, heldur að
þau verði annaðhvort sameinuð eða
í það minnsta annað þeirra keypt
inn í Regin eða Reiti.
Eftir árið 2015 gerir deildin ráð
fyrir að stóru viðskiptabankarnir
verði skráðir ásamt Bakkavör og
Icelandic Group. kij@mbl.is
Tólf félög skráð á
markað fyrir 2016
Morgunblaðið/G. Rúnar
Kauphöll Líklegt þykir að þrjú fé-
lög verði skráð á næsta ári.
Þrjú félög verði skráð á næsta ári