Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 18
DAGA
HRINGFERÐ
EYJAR UMHVERFIS
ÍSLAND
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Ég ólst upp í Skáleyjum en get
rakið ættir mínar langt aftur í
Flatey. Hér hef ég búið frá árinu
1965. Þá var föst búseta í fjórum
eyjum hérna, Flatey, Hvallátrum,
Svefneyjum og Skáleyjum. Nú er-
um við á milli 5-6 sem búum hér í
Flatey,“ segir Hafsteinn Guð-
mundsson, íbúi í Flatey á Breiða-
firði. Þar býr hann í Læknishús-
inu svonefnda og rekur þar
gistiheimili yfir sumarið.
„Ja, hvað ætli eigi að titla
mig; það fer svolítið eftir því hvað
mönnum dettur í hug. En ég er
æðarbóndi og selabóndi, stunda
það hvort tveggja. Ég ólst upp við
selveiðar í Skáleyjum. Selurinn er
herramannsmatur og núna er
hann aðallega veiddur vegna
kjötsins. Áður var það líka vegna
spiksins og skinnsins, en verðið á
skinnunum er orðið svo lágt, sér í
lagi á haustselnum þannig að mað-
ur selur lítið af þeim. Það er að-
eins skárra á vorkópnum.“
Bardot setti strik í reikning
Hafsteinn þurrkar nokkuð af
selskinnum og selur þau ýmist til
sútunarverksmiðju á Sauðárkróki
eða til Grænlands.
„Áður vorum við að selja mik-
ið til Svíþjóðar og Danmerkur, en
það er að mestu búið. Áróðurinn
um að banna veiðar á sel stóð sem
hæst í kringum 1980, Brigitte
Bardot var þar í fararbroddi og
sagði að það væri glæpur að nota
skinn af dýrum. Það eimir enn eft-
ir af þessu.“
Selina veiðir Hafsteinn út af
skerjum við Flatey og við eyjar
sem eru lengra frá landi. „Útsel-
urinn forðast mikla umferð og er
þess vegna frekar á jaðarsvæð-
um.“
En íbúar Flateyjar fást við
ýmislegt annað en selveiðar. „Við
erum með búskap sem að hluta til
felst í nýtingu á þeim hlunnindum
sem hér eru; selveiðar, æðarfugl
og fuglatekja. Svo eru menn með
skepnur líka, aðallega sauðfé.
Fugli hefur fækkað og veiðin hjá
okkur stjórnast af ástandi stofns-
ins á svæðinu hjá okkur. Ef það er
mikið af fugli, þá veiðum við. Ann-
ars ekki. Það hefur verið mjög
slæmt ástand á toppskarfinum í
þónokkuð mörg ár, við höfum ekk-
ert veitt af honum í líklega tíu ár.
Aftur á móti er dílaskarfurinn í
góðu lagi og við höfum tekið nokk-
uð af honum á hverju ári. Lundinn
er auðvitað í ákaflega slæmu
standi á okkar svæði, við höfum
ekki veitt hann síðastliðin átta ár.
Það hefur eiginlega ekkert komist
upp af kofu og undanfarin tvö ár
held ég að ekki ein einasta hafi
Morgunblaðið/Friðþjófur
Selabóndi Hafsteinn veiðir sel einkum vegna kjötsins og segir markaðinn
fyrir selskinn hafa breyst mikið. Verð á þeim sé lágt, einkum á haustselnum.
Æðarbóndi, hótel-
eigandi og selabóndi
Hafsteinn er einn fárra sem hafa fasta búsetu í Flatey
Drangey er móbergsklettur fyrir miðjum Skagafirði. Hæst rís eyjan 180 m og
flatarmálið er um 0,2 km². Hún var á árum áður matarbúr Skagfirðinga, þang-
að sóttu þeir egg og fugl á vorin. Mörgum dettur væntanlega Grettis saga í
hug þegar Drangey ber á góma, en þar hafðist Grettir við síðustu ár sinnar
stormasömu ævi ásamt Illuga bróður sínum og þrælnum Glaumi.
Í Drangey er einstaklega fjölbreytt fuglalíf, einkum ýmsar tegundir svart-
fugls. Þangað eru daglegar ferðir frá Reykjum yfir sumartímann og eftir sam-
komulagi á öðrum tímum árs.
Morgunblaðið/Einar Falur
Drangey séð frá Reykjaströnd Eyjan er talin vera u.þ.b. 700.000 ára.
Sæbrött rís hún í Skagafirði
Flatey á Skjálfanda er um 2,5 km
frá landi utan við Flateyjardal. Eyjan
er rúmir 2,5 km² að flatarmáli og rís
hæst 22 m yfir sjó.
Byggð var í eyjunni frá 12. öld fram
til ársins 1967. Flest var í eyjunni árið
1943, en þá bjuggu þar um 120
manns. Flestir höfðu viðurværi sitt af
fiskveiðum, auk landbúnaðar og
hlunninda. Skóli og kaupfélag voru
starfrækt í eyjunni, nú eru þar nokk-
ur hús sem haldið er við af afkom-
endum fyrri íbúa. Þangað er siglt að
sumarlagi frá Húsavík og bjóða
nokkrir ferðaþjónustuaðilar upp á
skipulagðar ferðir í eyjuna.
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Flatey á Skjálfanda Þar var byggð frá 12. öld fram til ársins 1967.
Flatey, perlan á Skjálfandaflóa
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Æðey er stærsta eyja Ísafjarð-
ardjúps, hún liggur skammt und-
an Snæfjallaströnd og þar var áð-
ur talsverð byggð. Nú er þar
eingöngu búið að sumarlagi,
einkum fólk sem á rætur að rekja
til eyjarinnar. Alexíus Jónasson
er í þeim hópi. „Ég fer út í eyju á
vorin og er fram á haustið. Þann-
ig hefur það verið síðan ég flutti
þaðan 7-8 ára gamall, hef síðan
þá eiginlega verið með annan fót-
inn úti í eyju,“ segir Alexíus.
Hann rekur ættir sínar til
Æðeyjar. „Föðuramma mín er úr
Æðey og föðurafi minn er ætt-
aður frá Látrum í Mjóafirði. Þau
keyptu jörð í eyjunni 1961 og
fluttu þá þangað í framhaldinu.
Það var mikið frjálsræði sem
fylgdi því að alast þarna upp.
Maður kann alltaf meira og
meira að meta það, hvað maður
hafði það gott þarna þegar á líð-
ur og ég lít til baka.“
Spurður að því hvort hann
gæti hugsað sér að hafa búsetu í
Æðey allan ársins hring segir
Alexíus það ekki vera raunhæfan
möguleika. „Auðvitað er margt
gott við að vera á svona stað. En
þjónustustigið er nánast ekki
neitt, maður þarf að vera sjálfum
sér nægur þarna. Svo er ómögu-
legt fyrir fólk með börn á skóla-
aldri að búa þarna,“ en sjálfur
var Alexíus í heimavist í héraðs-
skólanum í Reykjanesi þegar
hann bjó í Æðey.
Góður dúnn úr Æðey
Fuglalíf er mikið í eyjunni og
er þar mikil dúntekja af æð-
arvarpi. Alexíus og fjölskylda
hans sinna æðarvarpi í maí og
júní, hreinsa þarf dúninn og
dytta að húsum. Dúnninn er síðan
seldur bæði innanlands og úr
„Auðvitað er margt gott
við að vera á svona stað“
Alexíus býr í Æðey á Ísafjarðardjúpi á sumrin
Eyjarskeggi Alexíus bjó í Æðey sem barn og dvelur þar að sumarlagi.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013