Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Blesgæsin virðist hafa átt erfitt uppdráttar þetta árið, þriðja árið í röð. Ungahlutfall í blesgæsahópum sem höfðu hér viðkomu á leið sinni yfir hafið, frá Grænlandi til Bret- landseyja, var ekki nema um 10% samkvæmt talningum dr. Arnórs Þóris Sigfússonar, dýravistfræðings hjá verkfræðistofunni Verkís. Arn- ór Þórir fór um landið í fyrstu viku október og skoðaði um þrjú þúsund blesgæsir, las á merki og taldi unga. Árið 2010 fór ungahlutfallið hjá blesgæsinni upp í 18% og vöknuðu þá vonir um að stofninn væri að rétta úr kútnum. Þær vonir hafa brugðist á hverju hausti síðan. Um tíma var talið að innrás kan- adagæsa á varpstöðvar blesgæs- anna í Grænlandi væri helsta skýr- ingin á versnandi viðkomu blesgæsarinnar. Arnór Þórir sagði fuglafræðinga vera farna að hallast að því að frekar megi kenna áhrif- um loftslagsbreytinga um litla við- komu blesgæsastofnsins. Blesgæsin hefur verið alfriðuð hér á landi frá árinu 2006 vegna slæms ástands stofnsins. Allt bendir til þess að í ár verði enn eitt metárið hjá grágæsinni hér á landi. Ungahlutfallið stefnir í að vera yfir 50% af stofninum. Síð- ast gerðist það árið 2010. „Þetta eru gleðitíðindi fyrir gæsaveiðimenn en kannski ekki jafn góð fyrir bændur. Þeir kvarta margir yfir ágangi gæsanna og þeim skaða sem þær valda á beit- arlandi og kornökrum,“ sagði Arn- ór Þórir. Hann hefur aldursgreint veiddar gæsir af vængjum þetta haust líkt og fyrri haust. Veiði- menn eru beðnir um að koma vængjum til Arnórs Þóris og eins hefur hann skoðað afla veiðimanna til að aldursgreina gæsir. Heiðagæsinni farnaðist ekki jafn vel í varpinu í vor og grágæsinni, enda var vorið kalt og rysjótt í varplöndum heiðagæsa. Arnór Þór- ir segir að viðkoma heiðagæs- arinnar stefni í að vera rétt undir meðallagi eins og við mátti búast. Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon Blesgæsir Gæsirnar verpa á Grænlandi og hafa vetursetu á Bretlandseyjum. Þær hafa viðkomu á Íslandi á leið sinni yfir hafið vor og haust. Blesgæs hefur verið alfriðuð hér á landi frá árinu 2006 vegna hnignunar stofnsins. Bágt ár hjá blesgæs  Viðkoma grágæsa hér á landi var með besta móti í ár  Heiðagæs farnaðist síður og viðkoma undir meðallagi Morgunblaðið/Ómar Grágæs Mjög góð viðkoma var hjá grágæsinni þetta árið. Bændur kvarta yfir ágangi gæsa sem bíta tún og akra og þykja spilla kornuppskerunni. Íslandsgæsir » Fimm gæsastofnar hafa fasta viðveru hér á landi ein- hvern tíma ársins. Þeir eru blesgæs, grágæs, heiðagæs, helsingi og margæs. Auk þess flækjast hingað m.a. einstaka kanadagæsir, snjógæsir, taum- gæsir og akurgæsir. » Heiðagæsastofninn er lang- stærstur og síðasta sumar var talið að um 360.000 fuglar væru í stofninum hér. Lögregla fann í gærmorgun bíl, sem notaður var við innbrot í verslunina Tölvuvirkni við Holtasmára í Kópavogi á mánudags- morgun. Þjófarnir eru ófundnir. Bifreiðin er af gerðinni Land Cruiser. Er talið að mennirnir hafi fengið hana til reynsluakst- urs á bílasölu á höfuðborgar- svæðinu. Í stað þess að skila jepp- anum hafi þeir tekið hann traustataki og svo notað til að brjótast inn í verslunina. Jepp- anum var bakkað á glugga á versluninni. Lögregla komst á sporið þegar brot úr bifreiðinni fundust í Heið- mörk. Þar fannst einnig þýfi úr innbrotinu. Notuðu jeppa í innbroti Jeppanum var bakkað á húsið. Slökkviliðinu í Fjalla- byggð barst tilkynning upp úr klukkan sjö í gærmorgun um að eldur væri laus í tengibygg- ingu við Íþróttamiðstöð- ina á Hóli á Siglufirði. Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang sáu þeir eldtungur koma upp úr þakinu. Þeir kölluðu eftir aðstoð og réðu nið- urlögum eldsins á um tveimur klukkustundum. Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Fjalla- byggðar, segir að mönnum hafi ekki litist á blikinu þegar þeir sáu eldhafið og því ákveðið að kalla út fleiri slökkviliðsmenn frá Ólafs- firði. Hann segir að slökkvistarf hafi hins vegar gengið ljómandi vel. Töluverðar skemmdir urðu af völdum elds, reyks og sóts. Ámundi segir að tengibyggingin sé á milli Íþróttamiðstöðvarinnar og vélageymslu. Bæði tengibyggingin og vélageymslan voru mannlaus og fóru illa út úr eldinum. Eldsupptök eru ókunn og til rannsóknar. andri@mbl.is Eldur í íþróttamið- stöð á Siglufirði Ljósmynd/Arnar Freyr Þrastarson Skemmdir Slökkviliðsmenn við Íþróttamiðstöð- ina á Hóli á Siglufirði í gærmorgun. ORSAKIR OG AFLEIÐINGAR EFNAHAGS- KREPPUNNAR Axel Leijonhufvud prófessor emeritus við UCLA og háskólann í Trentomun ræða um orsakir og afleiðingar efnahagskreppunnar og hvernig hún tengist kreppu hagvísindanna. Axel hefur frá því á sjöunda áratugnum beint sjónum að hlutverki þekkingar, upplýsingamiðlunar og úrvinnslu í hagkerfinu og hvernig oftrú á getumarkaða til að leiðrétta sveiflur getur leitt til mistaka í hagstjórn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 31 árs gamlan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot og pen- ingaþvætti. Þá voru gerðar upp- tækar nærri 1,6 milljónir króna sem dómurinn taldi vera ágóða af sölu á ávana- og fíkniefnum. Maðurinn var handtekinn í Reykjavík í nóvember 2010. Var hann þá með fíkniefni í sölu- skömmtum í fórum sínum og einnig fannst talsvert af kannabis á heimili hans. Þá fannst reiðufé í skúffum í íbúðinni en bæði maðurinn og sam- býliskona hans þáðu atvinnuleys- isbætur á þessum tíma. Maðurinn ját- aði við yfir- heyrslu hjá lög- reglu að hafa stundað fíkni- efnasölu um tveggja ára skeið. Í héraðs- dómi sagðist maðurinn hins vegar ekki hafa stundað fíkniefnasölu þegar hann var handtekinn þótt hann hefði gert það áður. Héraðsdómi þótti maðurinn ekki hafa gefið trúverð- ugar skýringar á breyttum fram- burði sínum og fann hann sekan. Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti Kannabisjurt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.