Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Bakstursofn
HB 23AB221S (hvítur)
Einnig fáanlegur í stáli.
Keramíkhelluborð
ET 651ME17E
Pakkatilboð
(ofn og helluborð):
189.900 kr. stgr.
Fullt verð: 259.800 kr.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vegagerðin á allt eins von á því að ÍAV, sem er
verktaki við gerð nýs Álftanesvegar, muni
leita eftir bótum vegna tafa sem orðið hafa við
gerð vegarins. Sem kunnugt er hafa mótmæl-
endur reynt að koma í veg fyrir framkvæmd-
irnar.
„Það var ákvörðun okkar og ráðuneytisins
að gera „vopnahlé“, fresta verkinu í tvær til
þrjár vikur. Það hefur þegar valdið verktak-
anum tjóni. Það má búast við því að verktakinn
leiti til okkar um bætur vegna tafa,“ sagði
Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri.
Veglína nýs Álftanesvegar kom inn á að-
alskipulag Garðabæjar árið 1995. Hún er nú í
meginatriðum eins og hún var í aðalskipulag-
inu 1995.
Gerð nýs Álftanesvegar, milli Hafnarfjarð-
arvegar og Bessastaðavegar, hefur tvisvar
verið boðin út. Þegar tilboð voru opnuð í fyrra
skiptið í apríl 2009 átti Loftorka Reykjavík
ehf. lægsta boð. Þá var stefnt að því að ljúka
gerð vegarins 31. ágúst 2010. Hætt var við
framkvæmdina vegna bágrar stöðu ríkissjóðs.
Loftorka hafði þá þegar hafið vinnu við svo-
nefnt Fógetatorg, sem er hringtorg á mótum
Álftanesvegar, Bessastaðavegar, Norð-
urnesvegar og Suðurnesvegar á Álftanesi.
Gerð torgsins var fyrsti áfanginn í gerð nýja
vegarins. Varð að samkomulagi að Vegagerðin
hækkaði einingarverð við gerð torgsins um
10% vegna þess að einungis var um að ræða
lítinn hluta af heildarverkinu.
Nýi Álftanesvegurinn var aftur boðinn út í
fyrra og voru tilboð opnuð í september 2012.
Framkvæmdir hófust ekki fyrr en í september
síðastliðnum.
Fyrirvari í verksamningi
Lögmenn fernra náttúruverndarsamtaka,
sem berjast gegn framkvæmdinni, gerðu í gær
athugasemd vegna orða Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur innanríkisráðherra um hugsanlega
skaðbótaskyldu Vegagerðarinnar gagnvart
verktaka „ef eyðileggingu Gálgahrauns verður
frestað meðan beðið er niðurstöðu dómsmála“.
Þeir benda á að þegar samið var við verktak-
ann 5. júlí sl. hefði legið fyrir að dómsmál um
lögmæti framkvæmdanna hefði verið þingfest
tíu dögum áður. Því hefði verið fyrirséð að
málaferlin gætu „hugsanlega haft áhrif á fram-
gang verkframkvæmdar á síðari stigum“.
Vegagerðin hefði fellt fyrirvara þess efnis inn í
samninginn. Þeir segja að ráðherranum hefði
átt að vera kunnugt um þetta því hún hefði
fengið afrit af verksamningnum „með fyrr-
nefndum skaðleysisfyrirvara sem fylgdi í bók-
un sem er hluti samningsins“.
Eiga von á bótakröfu vegna tafa
Þegar hafa orðið tafir við gerð nýs Álftanesvegar Lögmenn fernra náttúruverndarsamtaka
gera athugasemd við orð innanríkisráðherra um hugsanlega skaðabótaskyldu Vegagerðarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hraunið Veglína nýs Álftanesvegar kom inn á aðalskipulag Garðabæjar árið 1995 og er enn í meginatriðum eins.
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Hafnarfjörður
Garðabær
Lambhúsatjörn
Gálgahraun
Garðaholt
Ha
fn
af
jar
ða
rv
eg
ur
Nýr Álftanesvegur
Endurnýjaður
Álftanesvegur
Núverandi
Álftanesvegur
Umdeildur vegur
liggur fyrir. Samtökin reka tvö mál fyrir dómstólum,
annars vegar um lögbann við framkvæmdinni og hins
vegar um lögmæti umhverfismats og framkvæmda-
leyfis. Vegagerðin telur að langt sé í niðurstöðu dóm-
stóla og ekki sé gerlegt að fresta framkvæmdum vegna
þess.
Hanna Birna segist ekki geta frestað framkvæmd-
inni. „Ráðherra hefur það hlutverk að vinna eftir lög-
um og í þessu tilviki bæði ákvörðunum Alþingis og við-
komandi sveitarstjórna, og Vegagerðin er að sinna sínu
hlutverki,“ segir Hanna Birna. Hún bendir á að ekki sé
lagaleg óvissa um verkefnið. Það væri ábyrgðarhluti að
grípa fram fyrir hendurnar á framkvæmdaaðila. Ætla
megi að slíkt kallaði á hundraða milljóna króna skaða-
bætur.
„Við getum ekki neytt ráðherrann til eins eða neins.
Hún hefur sjálfsagt eitthvað til síns máls en það hefði
verið henni til sóma ef hún hefði orðið við kröfu um
frestun,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Innanríkisráðherra telur sig ekki geta frestað fram-
kvæmdum Vegagerðarinnar við nýjan Álftanesveg í
Garðahrauni eins og náttúruverndarsamtök skoruðu á
hann að gera. Áskorunin var sett fram eftir mótmæla-
stöðu við innanríkisráðuneytið í hádeginu í gær.
Framkvæmdir héldu áfram á umdeilda vinnusvæð-
inu í Garðahrauni/Gálgahrauni. Hópur mótmælenda
mætti. Fáeinir fóru inn á vinnusvæðið og bar lögreglan
þá út af svæðinu. Einn var handtekinn fyrir að klifra
upp á vinnuvél. Það er maður sem einnig hafði verið
handtekinn í mótmælunum daginn áður.
Hraunavinir og nokkur náttúruverndarsamtök
efndu til mótmælastöðu við innanríkisráðuneytið í há-
deginu í gær. Áætlað er að um 200 hafi tekið þátt. For-
svarsmenn skoruðu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn-
anríkisráðherra að hlutast til um að Vegagerðin fresti
öllum framkvæmdum þar til úrskurður Hæstaréttar
Morgunblaðið/Rósa Braga
Mótmæli Náttúruverndarsamtök efndu til mótmælastöðu við innanríkisráðuneytið. Embættismaður tók við bréfi
samtakanna þar sem ráðherra var á leið austur á land. Ferð ráðherrans var löngu ákveðin.
Frestar ekki framkvæmdum
Gálgahraun var friðlýst í október
2009 með samkomulagi bæjarstjórn-
ar Garðabæjar og umhverfisráð-
herra. Friðlýsta svæðið er rúmir 108
hektarar og innan þess eru Gálga-
klettur og hin forna Fógetagata.
Áform eru um frekari friðlýsingar.
Nýr Álftanesvegur mun liggja í
Garðahrauni, í útjaðri Gálgahrauns.
Gálgahraun er nyrsti hluti svokall-
aðra Búrfellshrauna sem runnu frá
eldstöðinni Búrfelli fyrir rúmum
7.000 árum. Þegar friðlýsingin var
kynnt kom fram að verndargildi þess
fælist í því hversu ósnortið það er.
Garðahraun er einnig hluti af Búr-
fellshraunum, í raun sama hraunið og
skilin ekki sjáanleg.
Gunnar Einars-
son, bæjarstjóri
Garðabæjar, segir
að lögð hafi verið
áhersla á að frið-
lýsa Gálgahraun
vegna minjanna
sem þar eru.
Einnig er ætlunin
að friðlýsa tungu
úr Garðahrauni
sem liggur suð-
austur úr Gálgahrauni, sömumegin
væntanlegs vegar. Þá segir Gunnar
áformað að friðlýsa Búrfell og Búr-
fellsgjá, eldstöðina sem hraunin
runnu úr. Það svæði er 276 ha. og
verður gert að friðlandi.
Frekari friðlýsingar
í Búrfellshraunum
Nýr Álftanesvegur er í Garðahrauni
Gunnar
Einarsson