Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég ólst upp við að verakanadísk með íslenskanuppruna í alþjóðlegu um-hverfi, og þar var ekkert óvenjulegt að vera annars staðar frá,“ segir Þóra Þórsdóttir stjórn- unarfræðingur búsett í Bretlandi, þegar hún rifjar upp hvernig það var að flytja til Íslands þegar hún var 15 ára. „Þetta var árið 1979 og það var mikið menningarsjokk fyrir mig. Við systkinin fluttum þá heim til Íslands frá Kanada til að fara í Mennta- skólann við Hamrahlíð. Mér leið eins og útlendingi, þó svo að ég liti út eins og Íslendingur og héti íslensku nafni. Þetta var frekar erfitt, en ég hélt samt áfram og fór í Háskóla Ís- lands og lærði þar sálfræði, enda hef ég alltaf haft áhuga á fólki,“ segir Þóra sem hefur búið undanfarin 20 ár í Bretlandi. Hún fæddist í Noregi, þegar pabbi hennar, Þór Jakobsson veðurfræðingur, var við nám í Berg- en, síðan flutti fjölskyldan til Kan- ada þegar hún var fjögurra ára og þar bjó hún þar til hún var 15 ára. Vann hjá stórfyrirtækjum Þóra vann í eitt ár á Íslandi eft- ir að hún lauk sálfræðináminu en fór svo til Kanada og hefur ekki flutt aftur heim síðan. Hún fór í dokt- orsnám í stjórnun til Skotlands og hefur unnið í hjá hinum ýmsu stór- fyrirtækjum, t.d. í Bank of America og hjá SPSS-IBM. Auk þess hefur hún unnið við ráðgjöf og rannsóknir tengdar samruna fyrirtækja. „Ég hef alltaf haft áhuga á vinnusálfræði og þá fyrst og fremst út frá ein- staklingnum og sátt hans í starfi. En Hef alltaf haft áhuga á fólki Hún hjálpar fólki að finna út hvert það vill stefna þegar það stendur á kross- götum á starfsferli sínum. Þóra Þórsdóttir stjórnunarfræðingur býr í Bretlandi og notar tæknina til að koma þjónustu sinni á framfæri. Viðtöl fara fram á „skype“ eða í gegnum síma og verkefnin eru rafræn. Sálfræðingur Þóra er menntuð sálfræðingur og kann vel við sig í starfi. Bernskuárin Heima á Nunnueyju (Nun’s Island) í Montreal árið 1972 með vinum, Þóra 8 ára í rauðu, Vésteinn Atli bróðir fremst í köflóttri skyrtu. Við Frakkastíg 9, í hundrað og einum Reykjavík, stendur fallegt verðandi menningarhús. Húsið hýsti skrif- stofur Garðyrkjufélagsins í 25 ár, en nú hefur Rakel Steinarsdóttir mynd- listarmaður keypt það og hún er að gera það upp og stefnir á að hýsa þar ýmsa menningarviðburði, reka sér- hæft gallerí, ásamt því að vera með myndlistarnámskeið fyrir einstakt fólk. Nú í október voru settar upp blúndugardínur í gluggana og bleik birta skín að innan til minningar um Kristínu systur hennar sem lést fyrir tæpu ári úr brjóstakrabbameini. Rakel er fædd 1965 og lauk námi úr Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1990. Hún stundaði framhalds- nám við École supérieure des arts dé- coratifs de Strassborg í Frakklandi og í Edinburgh College of Art í Skot- landi þar sem hún tók meistaragráðu 2003. Nánar á rakelsteinars.com Vefsíðan www.rakelsteinars.com Bleikar gardínur Til minningar um systur sem lést úr brjóstakrabbameini. Bleikir gluggar menningarhúss Ertu ungskáld á Akureyri á aldrinum 16-25 ára? Ef svo er, hvernig væri að taka þá þátt í samkeppni um besta ritaða textann á UNG SKÁLD AK 2013. Endilega sendið inn ljóð, sögur, leikrit o.s.frv. Heppinn og hæfileika- ríkur vinningshafi hlýtur 50.000 kr. í verðlaun og einnig verða veittar bókaviðurkenningar fyrir 2. og 3. sæti. Síðasti skiladagur er föstudag- ur 1. nóv. og skal snilldinni skilað á netfangið ungskald@akureyri.is. Tilkynnt verður um sigurvegara laugardag 16. nóv. á Degi íslenskrar tungu. Verðlaunatextarnir verða í kjölfarið til sýnis á Amtsbókasafninu. Endilega … … gerist norð- lensk ungskáld Skáld Um að gera að tjá sig í texta. Í kvöld kl. 20 verður Bókakaffi í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur ætlar þar að flytja eigin ljóð og ann- arra skálda um Reykjavík og aðrar borgir. Hún ætlar líka að segja frá skap- andi starfi sínu með Metropoetica- hópnum, sem er samstarfsvett- vangur sex evrópskra skáldkvenna sem skrifa um borgir. Sigurbjörg greinir einnig frá því hvernig lesa má götukort eins og bókmenntaþýðingar. Borgarbókasafnið í Gerðubergi býður upp á bókakaffi í kaffihúsinu fjórða miðvikudag hvers mánaðar. Þar er spjallað um bækur á léttum nótum á meðan gestir kaffihússins njóta veitinga í notalegu andrúms- lofti. Markmiðið með bókakaffinu er að kynna áhugaverðar bókmenntir og ræða um þær á óformlegan hátt svo og að sýna fjölbreytileika íslenskra bókmennta og sagnamennsku. Dagskráin er hluti af Lestrarhátíð í Reykjavík 2013, sem í ár er helguð borgarljóðlist. Ókeypis aðgangur. Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld Sigurbjörg Þrastardóttir og æðasláttur borgarinnar Sigurbjörg Hvernig má lesa götukort eins og bókmenntaþýðingar? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. HÚÐTÓNN DRAUMA ÞINNA. JAFNVEL ÁN FARÐA. DREAMTONE NÝTT FYRSTA SERUMKREMIÐ SEM DREGUR ÚR DÖKKUMBLETTUM – ÓJÖFNUMHÚÐLIT – LITAFLEKKJUM Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllumsnyrtivörum í verslunokkar í október Sérfræðingur frá Lancôme kynnir DREAMTONE kremin ásamt haustlitunum miðvikudag til föstudags. Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir tvær Lancôme vörur þar af eitt krem. *M eð an bi rg ði re nd as t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.