Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Reggíhljómsveitin Ojba Rasta sendi í fyrra frá sér sína fyrstu breið- skífu, samnefnda sveitinni, og nú er önnur komin út sem ber titilinn Friður. Eitt lag af plötunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarnar vikur, „Einhvern veginn svona“, prýðilegur reggí-smellur þar á ferð en þó ekki lýsandi fyrir plötuna í heild því á henni kennir ýmissa grasa, allt frá geimskotnu döbbi yfir í tyrkneska sýrutónlist, eins og því er lýst í tilkynningu vegna útgáf- unnar. Upptökum plötunnar stýrði Gnúsi Yones og eru textar allir á ís- lensku hjá hinni fjölmennu hljóm- sveit sem telur níu tónlistarmenn þegar mest er. Arnljótur Sigurðs- son og Teitur Magnússon eru höf- undar flestra laga og texta plöt- unnar. Geðhreinsun Blaðamaður ræddi við Arnljót í vikunni og spurði hann hvort frið- arboðskapur væri áberandi í laga- textum, í ljósi titils plötunnar. „Það kemur nú friðarboðskapur við sögu í nokkrum laganna og í öðrum lögum er maður svolítið að semja frið í huganum, e.k. geð- hreinsun,“ segir Arnljótur. „Ég er svolítill hippi í mér líka og friðar- boðskapurinn passar vel við það. Við vorum búnir að kasta fram ein- hverjum hugmyndum að titli og þegar þessi kom áttuðum við okkur á því að enginn hafði gefið út plötu með þessum titli áður á Íslandi. Sól- dögg hafði gert lagið „Frið“, sællar minningar,“ bætir Arnljótur við. – Platan kemur manni á óvart strax í fyrsta lagi, í því er allsráð- andi sýrlensk partístemning í anda Omars Souleyman … „Það er undir áhrifum frá honum, það er satt. Ég hef líka verið að hlusta mikið á tyrkneskt hipparokk, sýrurokkið þaðan, og það er mjög uppátækjasamt, skemmtilegur hljóðheimur í því. Ég hef spilað svo- lítið af Balkan-músík og austurevr- ópskri tónlist áður og það hefur alltaf blundað í mér áhugi fyrir ýmsum heimshornum. Reggí er hægt að taka í allar áttir. Ég hef t.d. miklar mætur á Jah Wobble, fyrrverandi bassaleikara Public Image Ltd, sem fór að gera heims- tónlistarreggí. Hann á gott safn af alls konar skrítinni tónlist, kín- versku döbbi og japönsku. Reggíið er mjög teygjanlegt form.“ Klais, kínverskar flautur og gormar „Það má segja að þetta sé reggí- tónlist undir áhrifum frá því sem maður heyrir og kemst ekki hjá því að smitast af,“ segir Arnljótur til skilgreiningar á tónlist Ojba Rasta. – Það segir í tilkynningu vegna útgáfunnar að nú sé hljóðheimur ykkar fullkomnaður … „Það voru ekki mín orð,“ segir Arnljótur og hlær, segist ekki hafa lesið tilkynninguna yfir. „Það hefði verið svolítið gaman ef einhver hefði haft orð á því, sagt það um okkur en annars myndi ég ekki segja það sjálfur. En jú, það er miklu víðar farið á þessari plötu, það eru fleiri hljóðfæri og hljóð- heimurinn er alla vega orðinn stærri. Klais-orgelið í Hallgríms- kirkju kemur við sögu í tveimur laganna og svo eru alls konar hljóð- færi önnur, kínverskar flautur og allt yfir í gorma.“ Airwaves í þriðja sinn Ojba Rasta leikur á tónlistarhá- tíðinni Iceland Airwaves sem hefst í lok mánaðar og verður það í þriðja sinn sem hún kemur fram á henni. Spurður hvort hljómsveitinni hafi verið gerð einhver tilboð, frá er- lendum plötuútgefendum eða skipu- leggjendum tónlistarhátíða, segir Arnljótur ekkert fast í hendi enn þótt áhugi hafi verið sýndur. „Núna erum við komin með tvær plötur og ég held að það sýni að við erum að meina það sem við erum að gera. Svo erum við bara orðin betri að spila,“ segir Arnljótur að lokum. „Reggíið er mjög teygjanlegt“  Friður nefnist önnur breiðskífa hinnar fjölmennu reggíhljómsveitar Ojba Rasta  Reggí undir ýmsum áhrifum, m.a. af tyrkneskri sýrutónlist Morgunblaðið/Golli Ojba Rasta Reggíhljómsveitin í Hljómskálanum í gær. Neðri röð frá vinstri: Gylfi, Unnur Malín, Hrafnkell Gauti, Teitur, Árni og Daníel. Efri röð: Tumi, Arnljótur og Erling Bang. Dulúð Ragnar Fjalar Lárusson sá um hönnun umslags Friðar. Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir hefur opnað sína tíundu einkasýn- ingu í sal Íslenskrar grafíkur, hafn- armegin í Hafnarhúsinu. Myndirnar á sýningu Bergljótar eru flestar málaðar á þessu ári og hún segir þær ekki vera „af neinu sérstöku“, heldur „algjörar skýja- borgir, tilorðnar í hausnum á sjálfri mér“. Áhrifavaldarnir séu himinn- inn, hafið og svo náttúran vestur á fjörðum, en þar dvelur listakonan á sumrum. „Ég er komin yfir sjötugt, er enn að læra og verð vonandi alla mína tíð við þá iðju. Aðferðina við að mála með vatnslitum hef ég lært í Myndlistarskóla Kópavogs, en þar er ég búin að vera meira og minna frá því árið 1995,“ segir hún. Náttúrumyndir Bergljót Svanhildur við eitt verka sinna á sýningunni. Bergljót sýnir í grafíksalnum Nýtt lag hljóm- sveitarinnar Of Monsters and Men, „Silhou- ettes“, sem hljóma mun í annarri kvik- mynd Hung- urleikaþríleiks- ins, er ekki beinlínis byggt á bókunum að sögn Ragnars Þórhallssonar, söngvara og gítarleikara. Viðtal við Ragnar birtist á vefsíðu MTV-sjónvarps- stöðvarinnar og segir hann þau frekar hafa byggt á upplifun hljóm- sveitarmeðlimanna af því að vera fjarri fjölskyldu og vinum, á löngu ferðalagi hljómsveitarinnar, þegar þau sömdu lagið og textann. Kvikmyndin verður frumsýnd 22. nóvember en tónlistinni verður dreift þremur dögum fyrr. Hungurleikalag byggt á reynslu Hljómsveitin bak- sviðs fyrir tónleika. Guðrún Kristjánsdóttir myndlist- arkona er gestur Hannesarholts á Grundarstíg 10 í kvöld, mið- vikudagskvöld, í „kvöldstund með listamanni“ sem hefst kl. 20. Guð- rún ræðir þá við Guðna Tómasson listsagnfræðing um verk sín og hugmyndirnar að baki þeim. Til að mynda koma fjallshlíðar og vatn í fjölbreytilegum myndum við sögu og verður myndum af verkum brugðið upp um leið og rætt er um þau, hugmyndaheiminn og aðferðir listakonunnar. Guðrún hefur nú unnið að list sinni í meira en þrjá áratugi og haldið sýningar víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Í verk- unum hefur Guðrún náð að skapa sérstaka sýn á náttúruna, sem hún miðlar jöflum höndum í mál- verkum, prent- og vídeóverkum, auk stórra veggmynda og innsetn- inga. Samræður um list- sköpun Guðrúnar Morgunblaðið/Ómar Fjallamyndir Guðrún Kristjánsdóttir setur upp verk á sýningu. Guðrún ræðir um myndheiminn í kvöld við Guðna Tómasson listsagnfræðing.  Kvöldstund í Hannesarholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.