Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Miðvikudags- PIZZA-TILBOÐ Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Þú hringir Við bökum Þú sækir 12“ PIZZA, 3 áleggstegundir og 1l Coke 1.290 kr. Samkynhneigð pör í höfuðborg Ástralíu, Canberra, munu brátt geta gengið í hjónaband eftir að þing sjálfstjórnarsvæðis höfuð- borgarinnar samþykkti ný lög um hjónaband samkynhneigðra. Þetta mun vera fyrsta hérað í Ástralíu þar sem pör af sama kyni geta gengið í það heilaga, en lögin voru samþykkt með eins atkvæðis mun. Stór hópur áheyrenda var við- staddur í þingsalnum og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar nið- urstaðan varð ljós. Landsstjórnin hefur lýst yfir andstöðu sinni við lögin og segist munu berjast fyrir því að koma í veg fyrir að samkyn- hneigðir fái að eigast að því er segir í frétt AP. Búist er við því að tugir para muni halda til höfuðborg- arinnar til að ganga í hjónaband áð- ur en ríkisstjórnin nær að snúa lög- unum við, annaðhvort fyrir dómstólum eða með lagabreytingu. Fyrr á þessu ári gengu í gildi lög sem heimila hjónaband samkyn- hneigðra í nágrannalandi Ástralíu, Nýja-Sjálandi. larah@mbl.is AFP Deilt um lög Skv. áströlskum lögum er hjónaband á milli karls og konu. Samkynhneigðir fagna í Canberra  Ríkisstjórnin andvíg hjónaböndunum Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Í nýjum skýrslum frá mannréttinda- samtökunum Human Rights Watch og Amnesty International gagnrýna samtökin Bandaríkin fyrir dróna- árásir í Pakistan og Jemen. Hvor- tveggju samtökin álykta að dróna- árásirnar gætu hugsanlega verið brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmál- um og alþjóðlegum lögum um stríð, sem gæti þýtt það að árásirnar teldust stríðsglæpir í augum alþjóðlegra dómstóla. Einnig fjalla skýrslurnar um óbreytta borgara sem hafa látið lífið í slíkum árásum og áhrif sem þær hafa á daglegt líf fólks í Pakistan og Jemen. Drónar eru ómönnuð, fjarstýrð loft- för. Í ræðu fyrr á árinu sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti að dauðsföll væru óumflýjanlegur raunveruleiki hverskyns stríðs, en að drónar væru meðal nákvæmari vopna sem yllu minni skaða en við t.d. hefðbundnar árásir með sprengjum og eldflaugum. Samtökin álykta einnig að banda- rísk stjórnvöld hafi ekki fylgt reglum um notkun dróna sem Obama setti í maí á þessu ári. Drónar eiga sam- kvæmt reglum ríkisstjórnarinnar ein- ungis að vera notaðir þegar yfirvof- andi ógn steðjar að bandarísku þjóðinni, þegar það er nær öruggt að notkun þeirra komi í veg fyrir dauðs- föll og meiðsli óbreyttra borgara og þegar skotmarkið er greinilegt. Þótt nákvæmar tölur yfir dauðsföll vegna drónaárása séu ekki tiltækar áætlar Human Rights Watch að að minnsta kosti 473 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Jemen í árásum sem flestar áttu sér stað eftir 2009. Am- nesty International áætlar að á bilinu 400 til 900 hafi látið lífið í Pakistan síð- an 2004 í um það bil 330 til 374 árás- um. Mikill munur er á tölum yfir dauðsföll frá samtökum á borð við Amnesty International og Human Rights Watch og tölum frá bandarísk- um stjórnvöldum. Mannréttindasam- tökin segja mikinn skort á upplýsing- um og gegnsæi koma í veg fyrir að hægt sé að rannsaka afleiðingar dró- naárásanna nánar. Bandarískar drónaárásir gætu talist stríðsglæpir  Brot á alþjóðlegum sáttmálum  Obama segir dróna nákvæmasta vopnið „Milli dróna og al-Qaeda“ » Í ágúst 2012 hittust fimm menn í litlum bæ í Suðaustur- Jemen. Varnarmálaráðuneyti landsins taldi þrjá þeirra til- heyra hryðjuverkasamtök- unum al-Qaeda en hinir tveir voru prestur og lögreglumað- ur. Þeir ætluðu að ræða stöðu al-Qaeda sem presturinn hafði fordæmt í mosku bæjarins. Umræðan endaði snögglega þegar mennirnir urðu fyrir drónaárás og létu lífið. » Þetta er eitt af mörgun dæmum sem koma fram í skýrslu Human Rights Watch, „Milli dróna og al-Qaeda“. AFP Drónar Fólk í Pakistan mótmælir notkun þessara fjarstýrðu vopna. Hópur finnskra vísindamanna við Háskólann í Tampere hefur fundið veiru sem veldur sykursýki 1. Fundurinn gæti leitt til þess að hægt yrði að þróa bóluefni gegn sjúkdómnum að því er kemur fram í finnska ríkisútvarpinu YLE. Búið er að þróa frumgerð að bóluefni sem hefur verið reynt á dýrum en Heikki Hyöty prófessor segir mikilvægt að hefja tilraunir með það á mönnum. Kostnaðurinn við að þróa það gæti hins vegar numið jafnvirði meira en hundrað milljarða króna. „Stærsta hindrun þess að gera tilraunir á mönnum eru peningar. Þetta er mál sem vekur alþjóðlega athygli og fólk hefur áhuga á því sem við erum að gera. Ég er bjartsýnn á að fjár- magnið fáist,“ segir Hyöty. FINNLAND Vonir um bóluefni gegn sykursýki 1 Morgunblaðið/Jim Smart Insúlíndæla Bóluefni gæti hugsanlega komið í veg fyrir sykursýki 1. Breskur brúð- gumi sem gleymdi að bóka sal fyrir brúð- kaupið sitt sá sér þann kost vænst- an að hringja og- hóta sprengju- árás á brúðkaupsdag- inn frekar en að viðurkenna mistök sín. Maðurinn hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir uppátækið. Í frétt AP-fréttaveitunnar kemur þó fram að brúðhjónin tilvonandi séu ennþá saman þrátt fyrir yfirsjónina. BRETLAND Gleymdi að bóka og hótaði sprengjuárás Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Stuðningsmenn aðskilnaðarhreyf- ingar Baska, ETA, fögnuðu í gær þegar spænsk yfirvöld staðfestu dóm Mannréttindadómstóls Evr- ópu með því að láta lausan úr fang- elsi liðsmann úr röðum ETA, Inés del Rio Prada. Mannréttindadómstóll Evrópu staðfesti þá niðurstöðu hæstiréttar Spánar að brotið hefði verið gegn réttindum del Rio með því að neita henni um rétt til þess að stytta fangelsisvistina með fangelsis- vinnu. Inés del Rio var handtekin og dæmd árið 1987 fyrir sprengju- árás og 23 manndráp sem hún tók þátt í á vegum ETA-aðskiln- aðarhreyfingarinnar. Í upphafi var del Rio dæmd í 3.800 ár í fangelsi sem stytt var í 30 ár samkvæmt refsilögum sem giltu á þeim tíma. Del Rio vann sér inn refsistyttingu með því að vinna í fangelsinu og hafði samkvæmt því átt að geta verið frjáls ferða sinni í júlí 2008. Hæstiréttur Spánar kom í veg fyr- ir það árið 2006 með því að beita lögum sem kveða á um að stytting fangavistar sé dregin frá upp- haflega refsitímanum. Því var vinna Del Rio dregin frá 3.800 ár- unum en ekki 30 ára styttu refs- ingunni. Þetta lengdi fangelsisvist Del Rio til 2017. Mannréttindadómstóllinn for- dæmdi þessi vinnubrögð spænska réttarkerfisins og úrskurðaði að spænsk yfirvöld þyrftu að láta Del Rio lausa og greiði henni 30.000 evrur í skaðabætur, sem sam- svarar um það bil 4,9 milljónum ís- lenskra króna. Úrskurður mannréttinda- dómstólsins nær aðeins til del Rio, en ríkisstjórn Spánar segir að dómurinn geti haft fordæmisgildi fyrir yfir 100 aðra fanga sem voru meðlimir ETA og sitja enn inni. Fordæmi fyrir tugi ETA-fanga  Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar að spænsk yfirvöld hafi brotið gegn ETA-liðsmanni  Dæmd í 3.800 ára fangelsi fyrir árásir og 23 manndráp AFP Frjáls Inés del Rio (lengst t.h.) var látin laus úr fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.