Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sérfræðinga við mat á fjárfestingarkostum og nýttu tækifærin á verðbréfamarkaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins. Kynntu þér framúrskarandi þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund. www.mp.is Hafðu sambandeinkabankathjonusta@mp.is Nánari upplýsingar um fjárfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma 540 3230. Eignastýring MP banka Laugardaginn 26. október kl. 13-17 verður haldið á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) málþing til heiðurs Kjartani Ólafssyni sagnfræðingi, fv. ritstjóra og alþingismanni. Meðal þeirra sem þar flytja er- indi um ritstörf og rannsóknir Kjartans eru sagnfræðingarnir Valdimar Gíslason á Mýrum í Dýra- firði og Guðmundur Jónsson, pró- fessor við Háskóla Íslands. Jón Ólafsson heimspekingur fjallar um Kjartan eins og hann birtist í skýrslum sovéskra sendi- manna og samstarfsmenn Kjartans á stjórnmálavettvangi og á ritstjórn Þjóðviljans fyrrum rifja upp kynni sín af honum. Um rætur Kjartans í Súg- andafirði talar Lilja Rafney Magnúsdóttir al- þingismaður. Inni á milli þátta verður sungið og leikið á hljóð- færi. Sérstök und- irbúningsnefnd stendur að málþinginu og meðal bakhjarla er Sögufélagið, Bún- aðarsamband Vestfjarða, Sögu- félag Ísfirðinga og Sögufélag Vest- ur-Skaftafellssýslu. Allir eru velkomnir á málþingið. Málþing haldið til heiðurs Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra, áttræðum Kjartan Ólafsson Kvennafrídaginn, 24. október nk., boðar Jafnréttisstofa í samstarfi við Akureyrarbæ til hádegisfundar undir yfirskriftinni Rjúfum hefð- irnar – förum nýjar leiðir. Fund- urinn, sem haldinn verður á Hótel KEA, er helgaður kynbundnu náms- og starfsvali og kynskiptum vinnumarkaði. „Kynskiptur vinnumarkaður er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Nýleg kjarakönnun BHM sýnir t.d. fylgni á milli fjölda kvenna í aðildarfélagi og launa – því fleiri konur því lægri laun. Ef takast á að uppræta launamisréttið þarf markvisst að vinna gegn kyn- bundnu náms- og starfsvali og kyn- skiptum vinnumarkaði,“ segir í til- kynningu. Á fundinum, sem hefst kl. 12, verða flutt sex erindi um efnið. Rætt um kynskiptan vinnumarkað á KEA Í dag, miðvikudaginn 23. október, kl. 14.30, verður Norðausturvegur (85) til Vopnafjarðar formlega opn- aður á hefðbundinn hátt. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanrík- isráðherra mun þá klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Athöfnin fer fram við áningarstaðinn fyrir ofan Vopnafjörð. Framkvæmdin felst í því að tengja Vopnafjörð við hringveginn á Háreksstaðaleið með góðum heilsársvegi og að koma Vopnafirði í betra vegasamband við Norður- og Austurland. Lagður var um 49 km langur stofnvegur frá hringvegi til þétt- býlisins í Vopnafirði og tæplega 7 km langur tengivegur, Hofsárdals- vegur, milli Vesturárdals og Hofs- árdals. Vegur til Vopna- fjarðar opnaður Lionsklúbburinn Freyr hefur stutt Ljósið við Langholtsveg til nokkurra ára, en Ljósið er end- urhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og að- standendur þeirra. Síðastliðinn vetur kom beiðni frá Ljósinu um aðstoð við upp- bygginu á garði, sem er við húsið. Ráðist var í þær framkvæmdir snemma í vor með því að breyta og opna neðstu hæð hússins út í garðinn og setja þar upp aðstöðu fyrir þá sem koma þar til afþreyingar. Var því ákveðið að styrkja Ljósið við þær framkvæmdir, og ákvað klúbb- urinn að gefa efni í skjólveggi og timburpall að andvirði kr. 620.000,- sem afhent var nýlega. Ljósið bauð lionsfélögum upp á kaffi og kökur í tilefni afhendingarinnar. Á myndinni eru: Jón R. Sigurjónsson, Magnús Tryggva- son, Þórður Guðmundsson, Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, Guðmundur Jón Helgason og Sigurður Tómasson. Freyr gaf Ljósinu timburverönd STUTT Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Fáskrúðsfjörð í gær ásamt forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff, og heilsuðu þau upp á íbúa bæjarins. Í heimsókn sinni kom forsetinn meðal annars við í skólamiðstöðinni þar sem hann spjallaði við nemendur. Af því til- efni sungu kórar, leik- og grunn- skólans fyrir Ólaf, Dorrit og fylgd- arlið þeirra. Eftir skóla- heimsóknina skoðaði forsetinn hús franska spítalans á Fáskrúðsfirði sem nýlega var tekið í gegn. Þar er nú hótel og safn sem vísar til þess að bærinn var bækistöð franskra sjómanna hér á landi á 19. og 20. öld. Talaði um uppvaxtarárin Því næst fóru forsetahjónin í gamla kaupfélagshúsið og skoðuðu handverk í Galleríi Kolfreyju. Því næst var Loðnuvinnslan heimsótt á matartíma starfsfólks. Þar hélt for- setinn ræðu þar sem hann kom inn á uppvaxtarár sín á Þingeyri og sagði frá upplifun sinni af því að alast upp í smáu samfélagi sem hann líkti við Fáskrúðsfjörð. vidar@mbl.is Ljósmynd/Albert Kemp Börnum heilsað Forsetinn heilsaði upp á leikskólabörn á ferð sinni um Fáskrúðsfjörð. Þar var Ólafur Ragnar í heimsókn í gær ásamt eiginkonunni, Dorrit Moussaieff. Ljósmynd/Albert Kemp Á Fáskrúðsfirði Rimantas Mitku er hér til hægri ásamt forsetahjónunum Ólafi og Dorrit. Mitku er frá Litháen en hefur starfað og búið á Fáskrúðsfirði í nokkur ár. Forsetahjónin komu víða við á Fáskrúðsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.