Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Mávadans á hafnarbakkanum Mettir mávar lenda á hafnarbakka á Granda í Reykjavík til að hvíla sig eftir að hafa flogið allan guðslangan daginn í leit að einhverju ætilegu í gogginn. Árni Sæberg Alþingi er á villigöt- um við gerð fjárlaga. Þess vegna reynist það erfitt að tryggja nauð- synlega fjármuni til heilbrigðiskerfisins á sama tíma og skulda- söfnun er stöðvuð og lagður grunnur að því að greiða skuldir og lækka gríðarlegar vaxtagreiðslur sem eru að sliga ríkissjóð. Raunveruleg forgangsröðun, sem þingmenn tala oft hátt um, kemst ekki til framkvæmda vegna þess að fjárveitingavaldið – Alþingi – hefur misst tökin. Ákvæði fjölmargra laga binda hendur þingmanna. Greiða- semi við sérhagsmuni og vilji þing- manna til að gera sem mest fyrir sem flesta koma í veg fyrir að fjár- lög endurspegli vilja almennings og að takmarkaðir fjármunir ríkisins renni til þeirra verkefna sem mik- ilvægust eru. Alþingi hefur í mörg ár verið í ógöngum þegar kemur að því að ákveða skiptingu ríkisútgjalda. Vandinn sem blasir við þegar þing- menn ræða og afgreiða fjárlög fyrir komandi ár er því ekki nýr af nál- inni. Hann er krónískur. Ef það er einlægur vilji þingmanna að ná tök- um á ríkisfjármálum verður að eiga sér stað róttæk uppstokkun á vinnu- brögðum og breyta fjölmörgum lög- um sem leggja kvaðir á ríkissjóð. Það þarf að nálgast viðfangsefnið út frá hugmyndum almennings um grunnhlutverk ríkisins. Grunnskyldur ríkisins Óhætt er að fullyrða að almenn sátt sé á Íslandi um grunnhlutverk ríkisins þótt auðvitað sé deilt um hversu langt skuli ganga. Grunnhlutverk rík- isins: • Tryggir heilbrigð- isþjónustu. • Tryggir menntun. • Ver mannlega reisn, aðstoðar þá sem standa höllum fæti og hjálpar fólki til sjálfshjálpar. • Tryggir innra og ytra öryggi lands- manna – dómstólar, lögregla, landhelg- isgæsla. • Setur lög og reglur. • Sinnir samskiptum við önnur lönd. • Tryggir innviði samgöngu- kerfisins. Varla er hægt að deila um að fjár- veitingarvaldið verður fyrst að tryggja að ríkið geti sinnt frum- skyldu sinni af sóma áður en teknar eru ákvarðanir um önnur útgjöld og skiptir þá engu til hversu góðra mál- efna þau eru. Þetta eru hin nýju vinnubrögð sem verður að innleiða. Með öðrum orðum: Alþingi getur ekki tekið ákvörðun um vaxtabætur, framleiðslustyrki í landbúnaði, framlög til stjórnmálaflokka, lista- mannalaun, skógrækt, framlög til rannsókna eða lista svo dæmi séu nefnd, fyrr en nægilegt fjármagn hefur verið tryggt í heilbrigðisþjón- ustu, rekstur menntakerfisins, til löggæslu, aðstoðar við þá sem standa höllum fæti og til annarra þátta í samræmi við meginhlutverk ríkisins. 220 milljarðar utan ramma Þegar fjárlög fyrir yfirstandandi ár eru skoðuð sést vel á hvaða villi- götum ráðstöfun opinberra fjár- muna er. Á sama tíma og heilbrigð- iskerfið berst í bökkum með úreltum tækjum og oft lélegum að- búnaði eru nær 136 milljarðar króna settir í annað en það sem telst frum- skylda ríkisins. Við þetta bætast nær 85 milljarðar króna í vaxta- greiðslur vegna óhóflegrar skulda- söfnunar fyrri ára. Alls eru 220 milljarðar utan við ramma ríkisins gangi fjárlög þessa árs eftir. Þetta jafngildir nær 2,7 milljónum króna á hvert heimili að meðaltali eða um 225 þúsund krónum á mánuði. Þannig renna tæplega fjórar krónur af hverjum tíu úr ríkiskass- anum í annað en í það sem skiptir landsmenn mestu. Þá er einnig ljóst að hluta þeirra fjármuna sem ráð- stafað er í grunnhlutverk er sóað eða illa varið með of stóru stjórn- kerfi. Samhliða breyttum vinnu- brögðum við fjárlagagerð er því nauðsynlegt að skera upp allt kerfið. Á meðfylgjandi mynd sést hvern- ig fjármunum (öðrum en vaxta- greiðslum) er skipt á milli grunn- hlutverks og verkefna sem standa þar fyrir utan. Engum á að koma á óvart að nær allir fjármunir sem renna til velferðarráðuneytisins eru hluti af grunnskyldum ríkisins. Þessu er hins vegar öfugt farið í at- vinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og ástandið er litlu betra hjá um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu. Heildarmyndin breytist lítið í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár þótt skiptingin breytist í nokkrum ráðuneytum, fyrst og fremst vegna flutnings verkefna. Að teknu tilliti til vaxta verða útgjöld til annars en þess sem fellur undir frumskyldu um 210 milljarðar króna en þar af eru vextir áætlaðir 76 milljarðar. Einstakt tækifæri Þingmenn hafa einstakt tækifæri til að rétta af kúrsinn. Þeir eru sam- mála um að nú þurfi að forgangs- raða. Miðað við fjárlagafrumvarpið geta þeir skoðað útgjöld að fjárhæð tæplega 135 milljarðar króna. Hluti þeirra gæti runnið í heilbrigðis- kerfið, hluti í ýmislegt sem talið er nauðsynlegt en er utan grunnramm- ans, eitthvað gæti farið aftur til skattgreiðenda í formi skattalækk- ana og hluta væri skynsamlegt að nýta til að greiða skuldir. Þetta væri hin raunverulega forgangsröðun. Ríkissjóður hefur á undanförnum árum haft nægar tekjur til að standa myndarlega að grunnþjónustu við landsmenn. Fjármununum hefur hins vegar ekki verið ráðstafað með réttum hætti. Þessu geta þingmenn breytt. Þrýstihópar verða háværir – sér- hagsmunagæslan verður öflug. Þingmenn með sterk bein og póli- tískt þrek standast þrýstinginn, en aðrir freistast til að hækka skatta, auka útgjöld og halda áfram halla- rekstri. Nái síðarnefndi hópurinn yf- irhöndinni breytist ekkert. Eftir Óla Björn Kárason » Þannig renna tæp- lega fjórar krónur af hverjum tíu úr ríkis- kassanum í annað en í það sem skiptir lands- menn mestu. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Á villigötum við gerð fjárlaga Skipting útgjalda eftir ráðuneytum og hlutverki ríkisins m.v. fjárlög 2013 og án vaxtagreiðslna Æð sta stj órn rík isi ns Fo rsæ tis - ráð un ey ti Me nn ta og M. má lar áð un . Ut an rík is- ráð un ey ti At v.v . o g n ýs k. ráð un ey ti Inn an rík is- ráð un ey ti Ve lfe rða r- ráð un ey ti Fjá rm ála og efn ah .rá ðu n. Um hv erfi s o g au ðl. ráð un Grunnhlutverk Utan rama 7% 93% 63% 37% 39% 61% 39% 61% 96% 3% 34% 66% 5% 95% 44% 44% 83% 17% 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.