Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 21
VIÐTAL
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Fjármálakreppan, sem riðið hefur
yfir hinn vestræna heim, sýndi
fram á að almenningur, þar á með-
al margir hagfræðingar, átti erfitt
með að skilja þau vandamál sem
fylgja óstöðugleika hagkerfa víða
um heim. Þá virkuðu þau líkön,
sem þjóðhagfræðingar reiða sig
jafnan á, ekki sem skyldi og gáfu
engar vísbendingar um það sem
var í vændum. Þetta segir Axel
Leijonhufvud, prófessor emeritus
við UCLA-háskólann í Los Angeles
og Trento-háskólann í Ítalíu, í við-
tali við Morgunblaðið.
Axel er staddur hér á landi en
hann mun halda fyrirlestur um or-
sakir og afleiðingar efnahags-
kreppunnar og hvernig hún tengist
kreppu hagvísindanna í Þjóðminja-
safninu á morgun, fimmtudag.
Hann er gagnrýninn á nýkeynes-
ísk DSGE-líkön sem þjóðhagfræð-
ingar nútímans nota í miklum mæli
til að útskýra sveiflur hagkerfisins.
„Líkönin sáu ekki fram á þann
óstöðugleika sem hér varð. Hann
kom flestum hagfræðingum í opna
skjöldu og gátu þeir lítið sagt,“
segir Axel. Hann bætir því við að á
seinni árum hafi þjóðhagfræðin,
sem fræðigrein, orðið tæknilega
krefjandi og of daufleg – sér í lagi
fyrir almenning.
Skaðleg lágvaxtastefna
Hann lýsir yfir áhyggjum sínum
af lágvaxtastefnu Seðlabanka
Bandaríkjanna. „Við lentum í vand-
ræðum vegna þess að við héldum
vöxtum of lágum í mjög langan
tíma. Nú virðist sem við séum að
reyna að vinna bug á vandanum
með því að gera meira af því
sama.“ Hann segir það vera ljóst af
hverju stjórnvöld fylgja sömu
stefnu áfram. „Ein af afleiðingum
hrunsins er sú að það er ekki hægt
að komast að samkomulagi á vett-
vangi stjórnmálanna um neitt.“
Stjórnmálamennirnir geti því ekki
gripið til nauðsynlegra ráðstafana
heldur þurfi þeir að leggja traust
sitt á peningamálastefnuna, „með
slæmum afleiðingum“, segir Axel.
Aðspurður um afleiðingar hruns-
ins segir hann það hafa verið
ósanngjarnt að bjarga bönkunum í
Bandaríkjunum. „Bönkunum var
bjargað og í kjölfarið fengu þeir
lán á rétt rúmlega 0% vöxtum.
Bankarnir nota lánin til að kaupa
ríkisskuldabréf með 3-4% ávöxtun-
arkröfu. Þeir nota síðan skulda-
bréfin til að endurgreiða stjórn-
völdum, sem björguðu þeim
upphaflega, og tilkynna svo al-
menningi að allt sé í lagi, að búið
sé að greiða lánin til baka. En í
raun sitja þeir enn á ríkisskulda-
bréfum sem skattgreiðendur
ábyrgjast og ekkert hefur breyst,“
útskýrir Axel. „Af einhverjum
ástæðum, sem mér er fyrirmunað
að skilja, virðist almenningur í
Bandaríkjunum ekki gera sér grein
fyrir þessu og dagblöð eins og Wall
Street Journal og New York Times
hafa ekki séð ástæðu til að skýra
þetta út.“
Hvetur hagfræðinga til dáða
Axel hvetur enn fremur hag-
fræðinga til að tjá sig í frekari
mæli um afleiðingar hrunsins og
sér í lagi um björgun bankanna,
sem kostaði skattgreiðendur mikla
fjármuni.
Ekki sanngjarnt að bjarga bönkum
Morgunblaðið/Golli
Fræðimaður Rannsóknir Axels hafa einkum beinst að því hvernig markaðir miðla og bregðast við upplýsingum.
Prófessor emeritus í hagfræði segir lágvaxtastefnu Seðlabanka Bandaríkjanna hafa átt stóran þátt í
hruni fjármálakerfisins Stjórnvöld lærðu ekki af mistökunum og fylgja enn í dag sömu stefnu
Einstigið
» Í grein sem birtist árið 1973
setti Axel fram kenninguna um
einstigið.
» Samkvæmt henni má líta
svo á að hagkerfið haldi innra
jafnvægi þegar engin óvænt
áföll dynja yfir.
» Á meðan hagkerfið heldur
sig innan marka – á einstiginu
- dugar hin nýklassíska sýn.
» Þegar meiriháttar áföll ríða
yfir hefur markaðskerfið hins
vegar ekki lengur getu til að
jafna sveiflur og inngrip seðla-
banka eiga rétt á sér.
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
raestivorur.is
Við erum grænni
og elskum að þjónusta
Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening
– láttu okkur sjá um það
Hafðu samband og fáðu tilboð
sími 520 7700 eða sendu línu á
raestivorur@raestivorur.is
Heildarlausnir í hreinlætisvörum
Sjáum um að birgðastaða hreinlætis-
og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki.
Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir.
Hafðu samband og fáðu tilboð