Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Taktu það rólega svo þér takist ætl-
unarverkið í fyrstu atrennu. Snúðu þér að þeim
sem þú getur treyst hafirðu þörf fyrir það.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert fullur af eldmóði og krafti og
getur haft mikil áhrif á fólkið í kringum þig ef
þú vilt það. Mundu að dramb er falli næst.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að fá sem mest út úr starfi
þínu þannig að óleyst verkefni hrúgist ekki
upp á skrifborðinu. Gakktu hratt og ákveðið
til verks.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er nóg að breyta einu litlu atriði í
daglegum háttum til þess að breyta hlut-
unum til batnaðar. Allt kemur að góðum not-
um, líka mistökin sem þú hefur gert í gegnum
tíðina.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fróðleiksfýsnin hefur náð tökum á þér
svo láttu einskis ófreistað að svala henni.
Róaðu hugann og finndu vandann sem vill
ekki þagna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú veist af manneskju sem þarf á
hjálp þinni að halda en er of óframfærin til
þess að biðja um hana sjálf. Segðu hug þinn
skýrt og skorinort.
23. sept. - 22. okt.
Vog Athugaðu alvarlega að fara í stutt ferða-
lag ef tækifæri býðst. Láttu alla hlutaðeigandi
koma með hugmyndir og finndu svo lausn
sem allir geta sætt sig við.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú gerir miklar kröfur til þín í
vinnunni þessa dagana en það er ekki víst að
samstarfsfólk þitt sé alveg á sömu nótum.
Fólk sem kallar fram það besta í þér á skilið
meira af tíma þínum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver er tilbúinn til að aðstoða
þig við að gera umbætur á heimilinu eða í
einkalífinu. Nú er rétti tíminn til að fara í
ferðalag eða á námskeið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hlustaðu á eðlisávísun þína þegar
mál sem snertir þig og þína nánustu er ann-
ars vegar. Maður uppgötvar styrk sinn ekki
síst þegar krappar beygjur verða á lífsleið-
inni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leggðu áherslu á að þér líði sem
best og þeim sem í kringum þig eru. Ein-
beittu þér að heimilinu og þínum nánustu.
Stundum verður maður þó að setja mörk.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert tilfinningarík manneskja sem af
einhverjum ástæðum er ekki sérlega tilfinn-
ingarík í dag. Gefðu þér nægan tíma til að
undirbúa hlutina.
Pétur Stefánsson segist verafarinn að huga betur að heils-
unni. „Ég innbyrði daglega alls
kyns tegundir af vítamínum svo ég
lifi lengur og hafi áframhaldandi
þrek í ástarlífið.“ Hann klykkir út
með:
Núna mun ég lifa lengur
og leika mér sem ungur drengur
laus við alla líkamspín.
Eignast meiri orkuforða
í ástarlífið, því ég borða
Viagra og vítamín.
Friðrik Steingrímsson heyrði af
kveðskapnum norður og brást
snarlega við:
Etur pillur á við tvo
öllum beitir ráðum,
fyrir vikið fær hann svo
fyrir hjartað bráðum.
Yfir Pétri liggur lægð
líður senn að skák og máti,
enginn vekur forna frægð
með fjörefnum og pilluáti.
Ármann Þorgrímsson hefur líka
áhyggjur af Pétri:
Veistu það ekki vinur Pétur
viljirðu þjóna frúnni betur
láttu engan ljúga í þig
Viagra og vítamínum
víkja skalt frá búki þínum
best ég held að borgi sig.
Hjálmar Freysteinsson tekur í
svipaðan streng og talar fyrir munn
margra er hann yrkir:
Á pillum hefur Pétur trú,
þær prófar oft á dag.
Ef hann hrykki uppaf nú
yrði reiðarslag.
Ágúst Marinósson er ekki lengi
að koma með lausnina á vandanum:
Fyrir Pétur lausn ég legg
sem lífsins holdið kætir.
Lifrarpylsa lýsi og egg
limahreysti bætir.
Að síðustu haustvísa eftir Ingólf
Ómar Ármannsson:
Nú er jörðin bleik á brá
blása kaldir vindar,
hylur svörðinn héla grá
hvítu falda tindar.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af líkamspín, vítamíni,
frægð og haustvísu
Í klípu
STEFNUMÓTIÐ GEKK VEL, ENN SEM
KOMIÐ VAR. HÚN VAR FALLEGRI, EN
ERLINGUR BEIÐ EFTIR SÍNU TÆKIFÆRI:
AÐ PANTA KOLEFNASNAUÐARI MAT.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VIÐ ÞURFUM EKKERT AÐ HAFA ÁHYGGJUR
AF HONUM Í FRAMTÍÐINNI. VIÐ VORUM
AÐ KOMA ÚR 10 MÍNÚTNA GÖNGUTÚR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar tvö hjörtu slá
sem eitt.
NEI NEI,
PANTA ÞÚ
BARA FYRST.
MYNDLISTARKEPPNI
KANNTU GÓÐAN BRANDARA?
EF MAÐUR BÍÐUR
ÞOLINMÓÐUR ...
... FER MANNNI AÐ LEIÐ-
AST ALVEG ÓSKAPLEGA.Árangur íslenska karlalandsliðsinsí fótbolta hefur vakið athygli. Í
þýska blaðinu Frankfurter Allge-
meine birtist á mánudag grein þar
sem segir að hingað til hafi Íslend-
ingar fremur verið góðir í að spila
bolta með höndunum, en nú eigi
utangarðslið þeirra, sem var í 121.
sæti heimslistans þegar dregið var í
riðla og 48. sæti af 53 liðum í Evr-
ópu, í fyrsta skipti möguleika á að
komast á heimsmeistaramót í fót-
bolta, þökk sé nýrri kynslóð, sem
þegar hafi látið Þjóðverja finna fyrir
sér: „Eiginlega eru þjóðir í sjötta
getuflokki aðeins til staðar til að sjá
fyrir útstrikunarúrslitum þegar
reiknað er út hvaða lið í öðru sæti í
riðlunum séu best. Liechtenstein,
Lúxemborg og Malta héldu sig við
hlutverkið, sem þeim var ætlað. En
þegar kom að umspilsleikjunum var
meðal stórvelda á borð við Portúgal
og Frakkland einn dverg að finna:
Ísland. Íslendingar hafa aldrei leikið
með á alþjóðlegu stórmóti, nú eru
þeir skyndilega með fótinn í dyra-
gættinni.“
x x x
Gengi íslenska liðsins vekur líkaathygli Der Spiegel. Þar segir
að utangarðsliðið Ísland sé enn með
í baráttunni um sæti á HM: „Eyríkið
er með færri íbúa en Bonn, samt
blómstrar fótboltinn.“ Bonn var höf-
uðborg Vestur-Þýskalands, en hefur
aldrei verið hátt skrifuð í fótbolta.
x x x
Í báðum blöðum er fjallað um þáttyfirbyggðra knattspyrnuhúsa í að
byggja upp öfluga kynslóð knatt-
spyrnumanna á Íslandi. Frankfurter
Allgemeine vitnar í orð Eiðs Smára
Guðjohnsens um að húsin séu lykill-
inn að árangrinum og bætir við að
hann sé ekki lengur upp á sig einan
kominn í liðinu, í kringum hann „láta
23 og 24 ára gamlir atvinnumenn á
borð við miðvallarleikmanninn Gylfa
Sigurðsson (Tottenham) eða Kolbein
Sigþórsson (Ajax) ljós sitt skína“.
Blaðið rifjar síðan upp að 2011 hafi
þessi nýja kynslóð vakið athygli þeg-
ar hún ávann sér þátttökurétt á Evr-
ópumeistaramóti landsliða undir 21
árs aldri og niðurlægði í leiðinni
þýska landsliðið í 4-1-sigri.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orðið varð hold Í upphafi var Orðið
og Orðið var hjá Guði og Orðið var
Guð. (Jóhannesarguðspjall 1:1)
Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur
LEGUR
Í BÍLA OG TÆKI
www.falkinn.is
Það borgar sig að nota það besta!
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
TRAUSTAR VÖRUR
...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/