Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 11 SPARNEYTNIR OG TRAUSTIR Gerðu örugg bílakaup – veldu Subaru Subaru Outback 2.0TD, sjálfskiptur, dísil Verð: 6.990.000 kr. 6,4 l / 100 km í blönduðum akstri Subaru Forester PREMIUM, sjálfskiptur Verð: 5.790.000 kr. 6,5 l / 100 km í blönduðum akstri Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur Verð: 5.390.000 kr. 6,6 l / 100 km í blönduðum akstri NÝR DÍSIL SJÁLFSKIPTUR BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Brátt sér fyrir endann á fram- kvæmdum Ístaks við Búðarháls- virkjun, sem hafa gengið vel og samkvæmt áætlun að sögn Kol- beins Kolbeinssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Verklok Ístaks við virkjunina verða fyrir jól að sögn hans en um þessar mundir eru um 140 starfs- menn á vegum verktakafyrirtækis- ins við störf á Búðarhálsi. Stór áfangi náðist í byrjun sept- ember þegar síðasta sprengingin í aðrennslisgöngum virkjunarinnar fór fram og er nú gert ráð fyrir að göngin verði vatnsfyllt í byrjun des- ember. Horfa til Noregs „Þarna er stóru verki að ljúka og okkur sárvantar verk hér heima,“ segir Kolbeinn, spurður hvað taki við eftir áramótin. Ístak er nú með níu verkefni í Noregi og segir hann fyrirtækið helst horfa til Noregs varðandi frekari verk vegna þeirrar deyfðar sem ríki hér á landi fyrir verktaka- fyrirtæki. „Það er eyðilegt framundan hér heima og við þurfum að reyna að vega það upp með því að þreyja þorrann aðeins lengur í Noregi,“ segir hann. Ístak er með nokkur önnur verk í gangi hér á landi, meðal annars við breikkun hringvegarins á Hellis- heiði, framkvæmdir við endurnýjun Hverfisgötu, sem mun ljúka fyrir jól og vegagerð í Mosfellsbæ. Bundnar voru vonir við að fram- kvæmdir á Bakka vegna fyrirhug- aðs kísilvers PCC gætu farið í gang í haust en Ístak átti lægsta boð þeg- ar jarðvinna vegna verkefnisins var boðin út. Það verk hefði hentað mjög vel í framhaldi af fram- kvæmdunum við Búðarhálsvirkjun að sögn Kolbeins. ,,En það er hik í þessu öllu og útlit fyrir að það frestist fram á næsta vor,“ segir hann. Ekki verkefni til að taka við öllum starfsmönnunum Starfsmönnum Ístaks við virkj- unarframkvæmdirnar á Búðarhálsi fer jafnt og þétt fækkandi. „Við höf- um ekki verkefni til að taka við öll- um, en það er virkilega vont að þurfa að segja upp duglegu fólki, sem okkar fólk sannarlega er. Þetta er orðið svolítið langur tími frá hruni. Ég hélt að þessi eyði- mörk heyrði sögunni til en svo er ekki. Það vantar neista í þetta hér heima,“ segir Kolbeinn. Morgunblaðið/RAX Búðarhálsvirkjun Ístak hóf framkvæmdir við virkjunina í október 2010 og er þeim að ljúka tveimur árum síðar. „Sárvantar verk“  Framkvæmdum lýkur brátt við Búðarhálsvirkjun  „Eyði- legt framundan hér heima,“ segir framkvæmdastjóri Ístaks Ljósmynd/Landsvirkjun Sprengt Aðrennslisgöngin verða vatnsfyllt í desember. Búðarhálsvirkjun » Framkvæmdirnar skiptust í þrjá verkhluta. Einn var gerð Sporðöldustíflu, jarðvegsstíflu í tveimur hlutum, 1.100 metra og 170 metra löngum og verð- ur stíflan hæst um 25 metrar. » Annar verkhluti fólst í að sprengja og styrkja aðrennslis- göng virkjunarinnar. Göngin eru skeifulaga, tæpir 15 metrar á hæð og rúmir 11 metrar á breidd og lengd þeirra er um 4 km. » Þriðji verkhlutinn var svo bygging stöðvarhúss og inn- taksmannvirki og frárennsl- isskurður. „Við ályktum að samið hafi verið um of miklar launahækkanir í kjara- samningunum 2011 og að þær hafi hægt á bata á vinnumarkaði,“ segir Bjarni G. Einarsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, um niður- stöðu hans og Jósefs Sigurðssonar hagfræðings um áhrif samninganna. Hagfræðingarnir rituðu grein, Ljón í vegi minnkandi atvinnuleysis, sem birtist í nýjum Efnahagsmálum SÍ. Er þar sérstakur kafli um áhrif kjarasamninganna 2011 og segir þar m.a. að umsamdar launahækkanir hafi verið „umtalsvert meiri en inn- anlandsgreinarnar gátu staðið undir og töluvert umfram það sem sam- rýmdist verðbólgumarkmiði“ SÍ. „Ekki virðist hafa verið tekið tillit til mismunandi getu atvinnugreina til að hækka laun eða til áhrifa launahækkana á verðbólgu og at- vinnu heldur voru hækkanir það miklar að mörg fyrirtæki gátu ekki staðið undir þeim. Þau urðu því að bregðast við annars vegar með því að hækka verð á vörunni sem þau selja, þ.e. velta kostnaðarhækk- uninni út í verðlag, eða með því að draga úr vinnuaflsnotkun með upp- sögnum, færri nýráðningum eða færri vinnustundum þeirra sem voru í vinnu,“ skrifa hagfræðingarnir. Sveiflur í atvinnuleysi Bjarni og Jósef víkja að jafnvæg- isatvinnuleysi, eða því sem stundum er nefnt náttúrlegt atvinnuleysi. Spurður hvort vísbendingar séu um að það sé orðið viðvarandi meira vegna hrunsins segir Bjarni ekkert hægt að fullyrða í því efni. Þá hafi jafnvægisatvinnuleysi sveiflast upp og niður í gegnum tíðina. Hagfræðingarnir víkja að boðaðri niðurfærslu húsnæðisskulda með þeim orðum að þær „geti haft veru- leg þensluaukandi áhrif“. Það geti aftur kallað á aukið aðhald SÍ og aukningu jafnvægisatvinnuleysis í kjölfarið. baldura@mbl.is Hægði á fjölgun starfa  Hagfræðingar hjá SÍ meta áhrif kjarasamninga Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir Sagað við nýja stúd- entagarða við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.