Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Það er ekki oft sem kosturgefst á að skyggnast inn ílíf og hugarheim ísr-aelskra ungmenna, en Shani Boianjiu býður upp á slíkt innlit í bók sinni Fólkið frá Önd- verðu óttast ekki, sem nýlega kom út á íslensku í ágætri þýðingu Jóns Halls Stef- ánssonar. Bókin hefur fengið gríð- arlega góðar mót- tökur víða um heim, verið þýdd á fjölda tungu- mála og hlotið margvísleg verð- laun. Í bókinni segir frá æskuvinkonunum Avishag, Yael og Leu sem alast upp í heldur við- burðasnauðum smábæ í Ísrael. Ung- lingsárin að mörgu leyti áþekk því sem þekkist annars staðar; partí, vinátta og fyrsta ástin eru helstu áhyggjuefnin. Þær eru kvaddar í herinn, rétt eins og öll önnur ísr- aelsk ungmenni. Herskyldan fellur þeim lítt í geð, þeim leiðist í hernum og til að krydda tilveruna eða kannski í til- raun til að skapa einhvern annan veruleika búa þær til sögur um verkamenn sem þær hafa afskipti af á landamærastöðvum, valda nánast milliríkjadeilu með því að afklæðast á varðstöð fyrir framan egypska varðmenn og draga félaga sína í hernum á tálar. Það eru sterkar andstæður í þess- ari bók, hún er óvægin og oft hrá og margt af því sem stöllurnar upplifa er yfirþyrmandi enda er stríðsógnin alltaf innan seilingar. Avishag, Yael og Lea skiptast á um að segja söguna og stundum er maður ekki alveg viss um hver það er sem segir frá. Stíllinn er knappur og lesandinn hrífst inn í atburðarás og samfélag þar sem deilur og átök eru fyrir löngu orðin hluti daglegs lífs. Húmorinn er svartur á köflum og Boianjiu tekst sérlega vel upp í gráglettnum lýsingum á mótmæl- endum úr hópi Palestínumanna sem grátbiðja herlögregluna um að beita valdi svo að málstaður þeirra fái fjöl- miðlaumfjöllun. Frásögnin af palest- ínsku börnunum sem stela girðingu frá Ísraelsher er líka kostuleg. Í gegnum bókina skín gagnrýni á að ungt fólk í blóma lífsins sé látið gegna herþjónustu og sett í að- stæður þar sem kringumstæðurnar eru yfirleitt afar fjarri daglegu lífi. Boianjiu hefur lýst þessari skoðun sinni í viðtölum. „Tilvist hers er brosleg í mínum augum. Að taka unga krakka, klæða þá upp og veita þeim titla og ábyrgð.“ Sjálf gegndi hún herskyldu frá 18-20 ára og seg- ist hafa upplifað sumt af því sem frá er sagt í bókinni. Þetta er þroskasaga þriggja stúlkna, en fylgir þó ekki hefðbund- inni formúlu slíkra bóka því hér eru þær teknar úr sínu umhverfi og heimahögum og settar í herinn þar sem þær eiga engra annarra kosta völ en að þroskast. Og eftir lesturinn situr sú hugmynd eftir að það sé ná- kvæmlega ekkert rómantískt eða hetjulegt við stríðsrekstur. Hrá og óvægin þroskasaga frá Ísrael Skáldsaga Fólkið frá Öndverðu óttast ekki mn Eftir Shani Boianjiu. Íslensk þýðing: Jón Hallur Stefánsson. Kilja, 332 blaðsíður. Bjartur 2013. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÓKMENNTIR Ljósmynd/Alon Sigavi Shani Boianjiu „… eftir lesturinn situr sú hugmynd eftir að það sé ná- kvæmlega ekkert rómantískt eða hetjulegt við stríðsrekstur,“ segir rýnir. Mary Poppins (Stóra sviðið) Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Lau 2/11 kl. 13:00 aukas Fös 15/11 kl. 19:00 aukas Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Sun 3/11 kl. 13:00 aukas Sun 17/11 kl. 19:00 Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Fim 7/11 kl. 19:00 aukas Fim 21/11 kl. 19:00 Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Fös 8/11 kl. 19:00 aukas Fös 22/11 kl. 19:00 Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Lau 9/11 kl. 13:00 Lau 23/11 kl. 13:00 Fim 31/10 kl. 19:00 aukas Sun 10/11 kl. 13:00 Sun 24/11 kl. 13:00 Fös 1/11 kl. 19:00 aukas Fim 14/11 kl. 19:00 aukas Fim 28/11 kl. 19:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Þri 17/12 kl. 20:00 Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Mið 18/12 kl. 20:00 Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Fim 19/12 kl. 20:00 Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Fös 20/12 kl. 20:00 Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Fim 26/12 kl. 20:00 Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fös 27/12 kl. 20:00 Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst Rautt (Litla sviðið) Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k Verðlaunaverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Allra síðustu sýningar! Mýs og menn (Stóra sviðið) Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Lau 30/11 kl. 20:00 Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó) Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Lau 23/11 kl. 20:00 Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Sun 24/11 kl. 20:00 Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna Saumur (Litla sviðið) Lau 26/10 kl. 20:00 2.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið) Sun 27/10 kl. 20:00 4.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 25/10 kl. 19:30 42.sýn Fim 7/11 kl. 19:30 45.sýn Fös 22/11 kl. 19:30 53.sýn Lau 26/10 kl. 19:30 43.sýn Lau 9/11 kl. 19:30 46.sýn Fös 29/11 kl. 19:30 55.sýn Þri 29/10 kl. 19:30 Aukas. Fim 14/11 kl. 19:30 47.sýn Fös 6/12 kl. 19:30 56. sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 16/11 kl. 19:30 48.sýn Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Fim 31/10 kl. 19:30 44.sýn Fim 21/11 kl. 19:30 52.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. Aðeins sýnt til áramóta. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 27/10 kl. 13:00 5.sýn Sun 17/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 1/12 kl. 17:00 16. sýn Sun 27/10 kl. 16:00 6.sýn Sun 17/11 kl. 16:00 12.sýn Sun 8/12 kl. 14:00 Aukas. Sun 3/11 kl. 13:00 7.sýn Sun 24/11 kl. 13:00 13. sýn Sun 8/12 kl. 17:00 18. sýn Sun 3/11 kl. 16:00 8.sýn Sun 24/11 kl. 16:00 14. sýn Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Sun 10/11 kl. 13:00 9.sýn Lau 30/11 kl. 17:00 Aukas. Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 10/11 kl. 16:00 táknm. Sun 1/12 kl. 14:00 Aukas. Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Fim 24/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 14.sýn Fös 8/11 kl. 19:30 16.sýn Síðustu sýningar! Pollock? (Kassinn) Mið 30/10 kl. 19:30 Frums. Mið 20/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 6/12 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 21/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 7/12 kl. 19:30 20.sýn Sun 3/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 22/11 kl. 19:30 10.sýn Sun 8/12 kl. 19:30 21.sýn Fim 7/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 12/12 kl. 19:30 22.sýn Lau 9/11 kl. 19:30 4.sýn Fim 28/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 13/12 kl. 19:30 23.sýn Sun 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fös 29/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Fim 14/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 6.sýn Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn Sun 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fim 5/12 kl. 19:30 Aukas. Aukasýnigar komnar í sölu! Harmsaga (Kassinn) Sun 27/10 kl. 19:30 Fös 1/11 kl. 19:30 Fös 8/11 kl. 19:30 Síðustu sýningar! Aladdín (Brúðuloftið) Lau 26/10 kl. 13:30 6.sýn Lau 2/11 kl. 16:30 Lau 16/11 kl. 13:30 Lau 26/10 kl. 16:30 7.sýn Lau 9/11 kl. 13:30 Lau 16/11 kl. 16:30 Lau 2/11 kl. 13:30 Lau 9/11 kl. 16:30 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 120 ára Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 26/10 kl. 13:30 101. sýn Lau 26/10 kl. 15:00 102. sýn Karíus og Baktus mæta aftur í október! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 30/11 kl. 11:00 200.sýn Sun 1/12 kl. 12:30 Sun 8/12 kl. 11:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 8/12 kl. 12:30 Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 11:00 Lau 7/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins. Miðasala er hafin. Englar alheimsins – ★★★★★ „Arfurinn tekinn á hælinn“ Sigurður G. Valgarðsson Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.