Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 11
Hversdagslífið Þóra í garðinum heima í Bretlandi ásamt dóttur sinni, Freyju Védísi. líka í tengslum við það hvernig fólk skynjar sjálft sig út frá því við hvað það starfar,“ segir Þóra sem rekur núna sitt eigið fyrirtæki, Plethora Intelligence. Vinnur með Michael Arthur „Þjónustan sem ég veiti í mínu fyrirtæki er fyrir fólk sem er af ein- hverjum ástæðum á tímamótum í lífi sínu hvað varðar atvinnu. Hvort sem það er vegna uppsagnar í vinnunni, vegna þess að það er orðið leitt og vill skipta um starfsvettvang eða af því að fólk er að koma aftur út á vinnumarkað eftir hlé. Einnig getur þetta nýst fólki sem er að koma úr námi. Þetta er fyrir alla sem vilja finna út hvað henti þeim að starfa við á hverjum tíma í lífinu, sem getur verið breytilegt.“ Þóra segist vinna með ákveðið kerfi fyrir skjólstæð- inga sína. „Þetta kerfi tekur ekki að- eins mið út frá hæfileikum fólks og menntun, heldur líka tengslum þess við vinnufélaga, fjölskyldu og aðra sem eru mikilvægir í lífi fólks. Kerfið tekur líka mið af lífsviðhorfum fólks. Michael Arthur í Boston hannaði þetta kerfi, en ég vinn mjög náið með honum, hann er stórt nafn í því sem á ensku heitir Career Theory, eða starfsferilsfræði. Ég er með einkaleyfi á þessu kerfi á Íslandi, þannig að Íslendingar sem vilja nýta sér þetta geta pantað viðtal hjá mér. Viðtal fer fram í gegnum tölvu á „skype“ eða í gegnum síma, en ég er með síma sem ég get hringt úr frítt heim til Íslands.“ Engin skyndilausn Þóra segir að það sem hún bjóði upp á henti fólki sem hefur þegar byggt upp starfsferil, hefur reynslu af því að vera á vinnumarkaði og hef- ur að einhverju leyti komist að því hvað það vill og vill ekki. „Eftir fyrsta viðtalið gerir fólk verkefni í tölvu þar sem það forgangsraðar nokkrum mikilvægum þáttum. Að því loknu eru nokkrir viðtalstímar þar sem við þreifum okkur áfram. Aðalþjónustan felst í umræðunni, af því að ólíkt fólk getur valið sömu þættina af mjög ólíkum ástæðum.“ Hún segir niðurstöðuna ekki ein- hverja skyndilausn eða endanlegt svar, heldur leið til að skoða starfs- ferilinn og koma því niður í áþreif- anlegt form. „Sumir komast til dæmis að því að þeir vilja stofna eig- ið fyrirtæki á meðan aðrir komast að því að þeir vilja sækja um vinnu í einhverjum ákveðnum atvinnugeira. Einhverjir komast að því að þeir eru að mestu ánægðir þar sem þeir eru, en langar að skoða hvaða leiðir eru færar til að breyta uppbyggingu starfsins, flytja sig kannski til eða þróa sig innan fyrirtækisins.“ Gefandi að hjálpa fólki Þóra segir marga þætti koma inn í ákvarðanatökur í tengslum við starfsval og því sé gott að fá aðstoð. „Ég vil hjálpa fólki að finna það besta svo það sé ánægt. Mér finnst mjög gefandi að starfa við þetta. Ég hef unnið með íslenska viðskiptavini og ég laga mig að lífi fólks, það er sveigjanlegt hvað viðtölin eru löng og á hvaða tíma dagsins þau fara fram. Þetta kerfi er tilvalið fyrir Ís- lendinga sem eru að hugsa um að flytja til útlanda. Þetta hentar öllu fólki sem er að fara að taka skref á sínum starfsferli, stór eða lítil. Ég veit að margir eru að endurmeta hlutina heima á Íslandi eftir hrun,“ segir Þóra sem hyggst ásamt sam- starfsfélaga halda námskeið á næsta ári á Íslandi í þessum efnum. Vefsíða fyrirtækis Þóru er: www.plethoraintelligence.com DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Á morgun, fimmtudag, 24. október kl. 17-20 mun Elísabet Ásberg opna einkasýningu sína á veitingastaðnum Kaffi Sólon, við Bankastræti. Þar mun hún sýna listaverk sem hún hef- ur verið að vinna undanfarið ár. El- ísabet rekur galleríið Asberg Designe við Hverfisgötu. Sýningin stendur til loka nóvember. Elísabet lofar ljúfum tónum og notalegheitum á opn- uninni, en Bjarni Ara og píanóleikari hans Ástvaldur Traustason, ætla að spila og syngja fyrir gesti. Um að gera að rölta í miðbæinn í fallega vetrarveðrinu og kíkja á sýninguna. Kaffi Sólon List Verk Elísabetar eru áhugaverð. Listasýning Elísabetar Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlist Bjarni Ara söngvari. PRÓTEINRÍKT OG FITULAUST Suðræni Skyr.is drykkurinn er kominn aftur Kolvetnaskertur H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A ENGINN HVÍTUR SYKUR NÝTT MANGÓ & ÁSTARALDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.