Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hver góðviðrisdagur er nýttur árið um kring til að laga það sem laga verð- ur. Þessir dugnaðarforkar voru við vinnu í Austurstræti í Reykjavík í gær. Þeirra hlutverk var að skipta um götusteina. Það er líka vissara að hafa götusteinana í lagi svo enginn hrasi á ferð sinni um miðbæinn. Unnið hörðum höndum í miðbænum Morgunblaðið/Ómar Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is Ævintýrakonan Vilborg Arna Giss- urardóttir ætlar sér að ganga á norðurpólinn þegar hún hefur lokið við að klífa hæstu fjöll allra heimsálf- anna sjö. Takist henni að ná þessu markmiði – hún gekk á suðurpólinn á þessu ári – verður hún önnur konan til að afreka þetta en einungis 11 manneskjur hafa lokið öllum þessum áföngum og þar á meðal er Haraldur Örn Ólafsson. Ef allt gengur upp ætti Vilborg Arna að vera á toppi Everest-fjalls í vor sem er síðasta fjallið sem hún mun klífa í SJÖ tinda- verkefninu en hún hefur nú þegar lokið við að klífa Denali í Alaska og Elbrus í Rússlandi. Vilborg situr ekki auðum höndum og fyrir jól kemur út bók um förina á suðurpólinn en þar segir hún einnig frá unglingsárum sínum og hvernig þá hafi gengið á ýmsu, t.d. var henni vísað úr þremur framhaldsskólum. Í kvöld verður Vilborg Arna ásamt Leifi Erni Svavarssyni Everest-fara með fyrirlestur og myndasýningu í Háskólabíói milli kl. 20-22. Aðgang- ur er ókeypis. Leifur segir frá ferð sinni á norðurhlið Everest og Vil- borg ræðir um SJÖ tinda-verkefnið. Vilborg Arna ætlar líka að ganga á norðurpólinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Pólfari Vilborg Arna segir frá ferð sinni á fyrirlestri í kvöld.  Göngugarpur hyggst brjóta blað Fylgi Samfylkingarinnar eykst held- ur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR sem var birt í gær. Fylgi flokksins er 17,3%, borið saman við 14,6% í síðustu mælingu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mæld- ist nú 26,5% og er hann sem fyrr stærsti stjórnmálaflokkurinn. Framsóknarflokkurinn mældist með 15,4% fylgi. Vinstri græn mældust nú með 12,6% fylgi og Björt framtíð með 12,2%. Pírataflokkurinn mæld- ist með 7,7% fylgi en aðrir flokkar minna. Dögun mældist stærst minnstu flokkanna með 2,4% fylgi. Minni stuðningur er við ríkis- stjórnina en í síðustu könnun, þá var hún með 47,4% fylgi en mældist nú með 44% fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 10. til 15. október og svarfjöldi var 937 einstaklingar, 18 ára og eldri. Samfylk- ingin eyk- ur fylgi sitt  Ríkisstjórnin með 44% fylgi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sérfræðingar hjá verkfræðistofunni Verkís hf. lýstu áhuga á að kanna hvort mögulega mætti setja upp „sýndar-síldargirðingu“ framan við brúna yfir Kolgrafafjörð. Verkís sótti m.a. um rannsóknarstyrk frá Vegagerðinni en því var hafnað. Yf- ir 50 þúsund tonn af síld drápust innan við brúna í firðinum í fyrra- vetur vegna súrefnisskorts. Með „sýndar-síldargirðingu“ er ekki átt við efnislega girðingu úr t.d. vírneti, rimlum eða öðru efni. Það myndi draga úr eðlilegum vatnsskiptum og göngum annarra sjávardýra. Sérfræðingar Verkís vildu hins vegar kanna möguleikana á að hindra síldargöngur undir brúna t.d. með rafstraumi, ljós- geislum, loftbólum eða hljóð- bylgjum af tiltekinni tíðni. Hug- myndin var sú að þessum búnaði yrði fjarstýrt og hægt að kveikja á honum handvirkt eða sjálfvirkt. Hjá Verkís starfa meira en 300 sérfræð- ingar, þar á meðal sérfræðingar á sviði verkfræði, dýravistfræði, fiski- fræði, ljóstækni og hljóðfræði. Hnúfubakasöngur og loft Fram kom í Morgunblaðinu 8. júlí sl. að rætt hefði verið um að nota ljós, hljóð og loftbólur til að koma í veg fyrir að síld gengi inn í fjörðinn. Slíkar aðferðir hefðu verið notaðar á takmörkuðum svæðum en hvergi sannað gildi sitt þar sem girða þurfti af jafn stór svæði og í Kolgrafafirði. „Ég legg til að það verði settir hátalarar á tveim til þremur stöðum á hafsbotninn framan við brúna og spilaður úr þeim söngur hnúfubaka. Á milli verði búnaður sem myndar loftbóluvegg því þannig veiða hnúfubakar. Þetta skynjar síldin,“ sagði Árni B. Stefánsson, augn- læknir og kajakræðari. Hann hefur róið víða ásamt eiginkonu sinni Gunnhildi Stefánsdóttur. Þau hafa fylgst vel með atferli hvala á ferðum sínum. Girðing úr loftbólum og hljóðum Morgunblaðið/RAX Kolgrafafjörður Margir vilja koma í veg fyrir frekari síldardauða.  Ýmsar hugmyndir hafa komið upp um hvernig bægja megi síld frá lóninu innan brúar í Kolgrafa- firði  „Sýndar-síldargirðing“ úr ljósi, loftbólum eða hljóði  Söngur hnúfubaka virkar sem fæla Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Vilborgu Örnu. Farið var yfir möguleika til fyr- irbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir síldardauða í Kolgrafa- firði í vetur á samráðsfundi tveggja ráðuneyta, stofnana og heimamanna í gær. Háhyrningar hafa sést innan við brúna á Kolgrafafirði. Það bendir til þess að síld sé byrjuð að ganga þangað inn. Róbert A. Stefánsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Vesturlands, segir þó að aðaltorfurnar virðist vera inni á Hofsstaðavogi og víðar, en ekki við brúna á Kolgrafafirði. Ýmsar hugmyndir voru ræddar á samráðsfundinum sem haldinn var í Grundarfirði, svo sem um lokun fjarðarins, frekari opnun hans og fælingaraðgerðir af ýmsum toga, að því er fram kemur á vef umhverf- isráðuneyt- isins. „Er ljóst að verk- efnið er óvenju vandasamt og margir óvissuþættir um árangur. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum en stofnanir munu halda áfram vinnu við rannsóknir og mat á einstökum kostum.“ Fulltrúi Umhverfisstofnunar kynnti drög að viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs síldardauða í framtíðinni. Síldin byrjuð að ganga inn ÓVENJU VANDASAMT VERK Kirkjufell í Grundarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.